Börn og menning - 01.09.2009, Page 7

Börn og menning - 01.09.2009, Page 7
Frá ritstjóra 7 myndunum og er jafnvel til f að leggja mikið á sig eða snara út umtalsverðum upphæðum til að bæta við safnið. Hvað sem fólki finnst um umræddar fjöldaframleiddar eftirprentanir eru þessar myndir enn býsna vinsælar og þær hafa óneitanlega ákveðinn sjarma. Því er endalaust hægt að velta fyrir sér hvað það er sem heillar okkur svo mikið við grátandi börn að við kjósum að hengja myndir af þeim upp á vegg. Börnin horfa út úr myndunum með tárin rennandi niður kinnarnar og hvert og eitt okkar ímyndar sér vísast ólíka sögu þess, það sem býr að baki sorginni. Með því að horfa á mynd af tárvotu barni fær fólk sjálfsagt útrás fyrir allskonar tilfínningar; væntumþykju, samúð og meðlíðan, og kannski gráta börnin hreinlega fyrir okkur tárunum sem við kyngjum stundum, en langar öll að fella þegar eitthvað bjátar á. Aðrar fjöldaprentaðar myndir í svipuðum stíl og myndirnar af grátandi krökkunum hans Brunos Amadios hanga víða á veggjum íslenskra heimila. Ein þeirra er á forsfðu þessa heftis af Börnum og menningu, hana kannast örugglega fjölmargir lesendur við eða hafa jafnvel hangandi uppi á vegg hjá sér. Mér hefur hins vegar ekki tekist að finna neinar upplýsingar um málara myndarinnar af vel snyrtu konunni sem huggar litla, tárvota barnið sitt, dálítið fjarræn á svip. Hausthefti Barna og menningar 2009 Efnið í þessu hefti af Börnum og menningu vekur vonandi áhuga lesenda. í tilefni þess að sextíu ár eru liðin síðan bók J.R.R. Tolkiens, Gvendur bóndi á Svínafetti, kom út í Bretlandi og þrjátíu ár síðan hún kom út í íslenskri þýðingu, hefur Ármann Jakobsson skrifað fróðlega og skemmtilega grein um Gvend bónda. Þorgerður E. Sigurðardóttir fjallar um hinar gríðarvinsælu Fíusólarbækur Kristínar Helgu Gunnarsdóttur, sem fékk Sögusteinsverðlaunin í vor, og umsjónarmenn Leynifélagsrns hjá RÚV segja frá útvarpsþáttunum sínum, sem fengu Vorvindaviðurkenningu IBBY á árinu. Einnig eru í blaðinu greinar um nokkrar nýlegar þýddar barna- og unglingabækur, auk fastra liða. Lesendum blaðsins óska ég notalegs vetrar. Þórdís Gísladóttir ritstjóri

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.