Börn og menning - 01.09.2009, Blaðsíða 11
Munkalatína fyrir byrjendur
11
ekki fagmaður; líf hans hefði aldrei orðið
frásagnarvert nema vegna þess að ævintýrin
villast heim til hans í líki einfalds risa sem
Gvendur bóndi nær að hrekja burt með hjálp
framhlaðnings, frumstæðs skotvopns sem
hann hefur m.a. hlaðið nagla sem kemur
óþægilega við risann. Gvendur hafði enga
löngun haft til að berjast við risann heldur
hélt hundur hans fyrir honum vökum með
ýlfri um hjálp.
Ekki er hundurinn Garmur neitt sérstaklega
hetjulegur heldur. Um hann segir að hann
hafi verið stoltur af Gvendi og hræddur við
hann „því að bóndinn hafði bæði hærra og
reifstmeira en hann." Hlutverk Garmsverður
einkum að bera út hróður húsbónda síns,
án samráðs við hann, þó að Gvendur nái
raunar að drekka svo mikið eftir brotthvarf
risans að honum finnst hann „jafnhugaður
og hundurinn taldi hann." Eins er risinn
sem ræðst á Svínafell hvorki sérlega illur né
hættulegur heldur einfaldlega öðrum risum
stærri og heimskari. Hann verður raunar
aldrei var við Gvend þegar sá síðarnefndi
skýtur hann heldur telur sig hafa verið
stunginn af broddflugu.
Svonaerupersónursögunnar„lágmímetískar"
samkvæmt skilgreiningu Northrops Frye; þær
hafa allar sína galla og lesendur eiga enga
möguleika á að líta upp til þeirra. Gvendur
karlinn hins vegar vex af hverri raun eins og
Bilbó í Hobbitanum eftir sama höfund; eftir
að hann hefur plaffað úr framhlaðningnum
á risann og fælt hann burt sendir konungur
honum gamalt sverð sem enginn hefur
brugðið lengi eða kann að meta. Það reynist
hins vegar fullt af kynngi og með hjálp þess
nær Gvendur að særa dreka sem herjar á
nágrenni hans. Enga löngun hafði hann þó
til að takast á við drekann; þorpsbúar þurfa
nánast að pynta hann til þess og færist
Gvendur þó lengi undan.
Sama átakafælni einkennir Gvend síðar
í sögunni þegar hirðmenn konungs leita
drekann uppi til að innheimta fjársjóð hans.
Þá stráfellir drekinn alla riddarana eða hrekur
á flótta en Gvendur einn stendur eftir; ekki
vegna þess að hann langi í bardaga heldur
vegna þess að merin hans er hölt og þreytt
og neitar að flýja. Hann sigrar drekann á
ný, ekki svo mjög vegna yfirburðahæfileika
heldurvegna þess að drekinn berfullkomlega
óverðskuldaða virðingu fyrir honum.
Með hjálp drekans eykst virðing hans uns
hann verður konungur, fyrir keðju heppilegra
tilviljana fremur en metnað hans. Þannig
er Gvendur bóndi á Svínafelli saga um
hversdagslegan mann sem álpast í ævintýri
og verður hetja þó að hann sé í raun eins og
við öll, alveg eins og Hobbitinn. Munurinn er
kannski helst sá að þrátt fyrir alla íróníu er
heimur Hobbitans tekinn alvarlega en gáski
og léttleiki einkennir Gvend bónda í einu
og öllu.
III
Sem barnabók er Gvendur bóndi óvenjuleg
að því leyti að hún einkennist af lærðum
húmor og háskólatvíræðni, þó að þeirri
formúlu sé raunar stundum einnig beitt
býsna vel af J.K. Rowling, höfundi bókanna
um Harry Potter. Þannig hefst sagan á því
að sagt er frá latínunafni Gvends bónda
og þess getið að hundur hans hafi ekki
talað munkalatínu „því að munkalatína var
einungis fyrir betri borgara". Ekki er víst að
allir sem sinna börnum hefðu trú á að þetta
munkalatínuglens höfðaði til barna en Tolkien
AÞENA EFTIR MARGRÉTIÖRNÚLFSDÓTTUR
Aþena (ekki höfuðborgin í Grikklandi;) ætlar að njóta lífsins í sumar en
þegar besta vinkonan ræður sig í barnapössun og dularfull skilaboð
berast frá ókunnri manneskju taka málin óvænta stefnu. Fyrsta bók
Margrétar Örnólfsdóttur-en alveg örugglega ekki sú síðasta!
BJARTUR