Börn og menning - 01.09.2009, Side 15
Fíasól og fjölskyldan í Grasabæ
er í raun athyglisvert hversu „venjuleg"
fjölskylda Fíusólar er og það má segja að
hlutverk Fíusólar sé einmitt að gera lesendum
sínum grein fyrir möguleikunum sem felast
í hversdagsleikanum og láta reyna aðeins á
þanþol hans.
IV
Höfundur bókanna um Fíusól, Kristín Helga
Gunnarsdóttir, hefur margtjáð þá skoðun sína
að bækureigi ekki aðflokka eftir aldri lesenda,
að góðar bækur eigi að hafa möguleika á því
að höfða til allra aldurshópa. Það er auðvitað
margt til í þessu enda lesa börn oft bækur
sem ætlaðar eru fullorðnum og öfugt, nægir
að nefna vinsældir Harry Potter-bókanna
og Ljósaskiptaseríu Stephenie Meyer hjá
öllum aldurshópum. Sumar bækur sem eru
markaðssettar fyrir börn eða flokkaðar sem
barnabækur eru hinsvegar skrifaðar þannig
að þær má lesa með fleiri en einum hætti,
ákveðnir þættir textans eru þess eðlis að
ætla má að aðeins fullorðnir skilji merkingu
þeirra. Bækurnar um Fíusól eru ekki þannig
textar nema í afar takmörkuðum skilniningi,
en ætla má að þeir fullorðnu nái breyttum
staðarnöfnum en börn ekki endilega. Túlkun
textans byggist fyrst og fremst á því að
maður þekki börn, bæði sjálfan sig sem barn
og taki eftir börnum í kringum sig.
Bækurnar um Fíusól hafa margskonar
boðskap og eins og títt er um barnabækur
hefur boðskapurinn mikið vægi í textanum.
Þetta eru auðvitað engin tíðindi í
barnabókum, nægir að nefna jafn ólíka
höfunda og Guðrúnu Helgadóttur og Þorvald
Þorsteinsson því til staðfestingar. Það er býsna
merkilegt að barnabækur skuli iðulega hafa
þessa áberandi uppeldis- eða kannski öllu
heldur uppfræðingarslagsíðu. Auðvitað má
segja sem svo að það sé eitt meginhlutverk
bókmennta yf ir höfuð að uppf ræða lesandann
um mannfólkið og heiminn en það hefur
hinsvegar ekki endilega verið talið gott ef
uppfræðsla er of áberandi í skáldskap, þá er
hætt við því að hann verði prédikuninni að
bráð. Menn hafa ekki verið sammála því í
gegnum tíðina hvert hlutverk skáldskaparins
sé en flestar kenningar ganga hinsvegar út
á það að honum beri að fræða, skemmta
og hrífa en það er svo alltaf spurning í
hvaða hlutföllum þessir þættir eiga að vera.
Oftast tekst Kristínu Helgu Gunnarsdóttur
að sigla milli skers og báru í þessum efnum
í Fíusólarbókunum, skilaboð hvers kafla eru
oftast alveg skýr en sjálfstæði Fíusólar sem
persónu og afstaða hennar gerir það að
verkum að boðskapurinn yfirtekur textann
sjaldnast. Lesandinn hefur Ifka tilhneigingu til
að halda með Fíusól þegar hún veitir mömmu
sinni mótspyrnu, líkt og þegar mamman
eyðileggur kúk- og piss söguna sem Fíasól
skrifar sem skólaverkefni. Með því að höfða
til samvisku Fíusólar tekst henni að gera hana
óánægða með söguna sem er alveg í takt við
það sem krökkum finnst fyndið á þessurm
aldri. Fíasól lúffar að vísu fyrir mömmu sinni
og skrifar sæta sögu um kanínur og blóm en
tekur skýrt fram að henni finnst kúk- og piss
sagan miklu skemmtilegri. Hún heldur þannig
að vissu leyti alltaf sjálfstæði sínu í hugsun og
það er mikill styrkur í persónusköpuninni.
V
Bækurnar um Fíusól hafa notið mikilla
vinsælda hjá börnum og hefur höfundurinn
meðal annars hlotið Bókaverðlaun barnanna
fyrir þrjár þeirra. Leikrit um Fíusól verður á
fjölumÞjóðleikhússinssíðaríveturogfetarhún
þannig í fótspor annarra barnabókapersóna,
nærtæk dæmi eru Einar Áskell og Skoppa og
Skrýtla. Sérstakur Fíusólardagur var haldinn
í bókaverslun í Kringlunni þegar síðasta bók
kom út þar sem börn gátu meðal annars látið
taka af sér mynd í gervi Fíusólar. Þegar leitað
er að nafni hennar í Google leitarvélinni
á netinu koma upp 25.600 síður. Örfáar
síður tilheyra að vísu samnefndum ketti sem
bloggað er um á moggablogginu en nánast
allar vísa til bókmenntapersónunnar Fíusólar.
Fíasól verður þannig sífellt sýnilegri, hún er í
útrás og engin leið að sjá hvar það ævintýri
endar, vonandi þó ekki á draslframleiðslu/
barnalífstílsmarkaði a la Latibær með
tilheyrandi búningum og bankahlaupum.
Fíasól lifir prýðisgóðu lífi í bókmenntunum
og þar verður hún vonandi áfram.
Höfundur er bókmenntafræðingur