Börn og menning - 01.09.2009, Page 20
20
Börn og menning
sér í lagi góðar barnabækur. Yfirborðið er
einfalt án þess að vera flatt, það sem undir
því býr margslungnara, en án þess að verða
ofhlaðið.
Sígildar sögur
Af öllum mögulegum og ómögulegum
greiningum sem undirrituð hefur rekist
á á táknheimi Bangsímons er niðurstaða
Silju Aðalsteinsdóttur bókmenntafræðings (
uppáhaldi, og skal hér vitnað til orða hennar
um málið: ,,[í sögunum um Bangsímon] eru
aðalhetjurnar leikföng litils drengs sem fá líf
og mál [...] Persónu sína fá dýrin hins vegar
frá hinum ýmsu eðliseinkennum drengsins
sjálfs, hann losnar við ótta sinn, fýlu, feimni
og hjárænuhátt yfir til þeirra og á þá ekkert
eftir handa sér annað en styrkinn og gáfurnar
sem gera hann að guði Sandersskógar." (Silja
Aðalsteinsdóttir, bls. 301). Það er einna helst
eftirlætisleikfangið Bangsímon sem Jakob
Kristófer notar sér til sjálfsstyrkingar; hann
biður sögumann um að segja Bangsímoni
sögu (A.A. Milne, bls. 2), og biður hann
að minna Bangsímon á hitt og þetta: ,,„Ég
man þetta", sagði [Jakob Kristófer], „en
Bangsímon man þetta ekki nógu vel og
þess vegna finnst honum gott að láta segja
sér þetta aftur. Því þá er þetta alvöru saga
en ekki bara upprifjun."" (A.A. Milne, bls.
17-18).
Þau börn og fullorðnir sem enn hafa
ekki kynnst íbúum Hundraðmetraskógar eru
eindregið hvött til að lesa þessar sígildu sögur
í þýðingu Guðmundar Andra Thorssonar -
þau sem þekkja sögurnar nú þegar, eða telja
sig gera það, geta lesið sér til upprifjunar.
í það minnsta ættu allir að geta skemmt
sér konunglega yfir hversdagsævintýrum
Bangsímons og vina hans.
Höfundur er meistaranemi í finnsku
- Crews, Frederick: The Pooh Perplex: A
Freshman Casebook. The University of Chicago
Press, Chicago, 2003. Áður útg. 1963.
- Crews, Frederick: Postmodern Pooh. North
Point Press, New York, 2003.
- Milne, A.A. Bangsímon. Þýð. Guðmundur
Andri Thorsson. Edda útgáfa, Reykjavík, 2008.
- Shea, Sarah o.fl. „Pathology in the Hundred
Acre Wood: A Neurodevelopmental Perspective
on A.A. Milne". Canadian Medical Association
Journal, 163. árgangur, 12. tbl., 2000.
- Silja Aðalsteinsdóttir: (slenskar barnabækur
1780-1979. Mál og menning, Reykjavík, 1981.