Börn og menning - 01.09.2009, Page 23
Lífið í neðra
23
Árið 1995 átti ég vetursetu í Liverpoolborg og
sat tíma í vísindaskáldsögum víð háskólann.
Veturinn var sérlega kaldur og blautur, jaf nvel
fyrir Bretlandseyjar. Grænu myglublettirnir
sem skreyttu veggina í stúdentahúsinu þegar
ég flutti inn náðu nýjum lendum undir sig
í veðurtíðínni. Rakinn var slíkur að sniglar
sem skriðu inn á næturnar sáu enga ástæðu
til að fara út aftur og lifðu í samfélagi við
veggjatítlurnar. Eftir sem leið á veturinn varð
íverustaðurinn líkt og á kafi í slýkenndum
lífmassa.
Úr þakinu hengu rætur og veggirnir
voru þaktir plöntum og rákaöir
kalkkenndum úrfellingum þar
sem væta hafði seytlað niður um
sprungur. í fjarska heyrðu þeir í
rennandi vatni. (bls. 9).
Eftir þessa reynslu kom mér því ekki alveg
é óvart að sjá að annar höfundur Ganganna,
Brian Williams, segðist hafa byggt bókina
Helga Ferdinandsdóttir
Lífið í neðra
Göngin eftir Roderick Gordon og Brian Williams, Rúnar Helgi Vignisson þýddi
á æskuminningum sínum frá Liverpool, því
að frásögnin gerist að stórum hluta í rökum
hellakerfum þar sem rottur og fúkkalykt
ráða ríkjum.
Lífseig flökkusaga
Höfundarnir segja að kveikjan að Göngunum
hafi verið magnaðir neðanjarðarrangalar
sem fáir vita að leynast í Liverpool og ganga
undir nafninu Williamson-göngin. í upphafi
nítjándu aldar keypti athafnamaðurinn
Joseph Williamson sér landskika í Liverpool-
borg og hóf að grafa heilt völundarhús
ofan í sandsteininn. Hann var með flokka
af mönnum í vinnu áratugum saman við
að útfæra þetta gangasafn en ekki er vitað
hvað honum gekk til með verkinu. Árið sem
ég var í Liverpool hófu fornleifafræðingar
könnun á Williamson-göngunum en þeim
hafði verið lokað vegna hruns. Ég veit ekki
hvað ég heyrði margar flökkusögur þennan
vetur, um satanísk rituöl og þaðan af verra,
en ein sú lífseigasta var að Williamson
hefði verið í sértrúarsöfnuði sem ætlaði sér
að búa neðanjarðar þegar yfirborðið væri
orðið óbyggilegt. Segja má að burðarbítinn
í Göngunum sé þessi flökkusaga um
neðanjarðarnýlendu manna sem hafa gefist
upp á lífinu á yfirborðinu.
Neðan jarðar
Göngin er ágætlega spennandi hryllings-
og ævintýrasaga, það er að segja þegar
frásögnin kemst loks í gang. Aðalsöguhetjan
er Will Burrows sem býr hjá foreldrum
sínum í Lundúnum. Hann er fjórtán ára
gamall og óvenju hvítur á hörund, allt að