Börn og menning - 01.09.2009, Side 24
24
Börn og menning
því albínói, en það veldur því að hann þarf
að þola látlausa stríðni í skólanum. Kannski
er það þess vegna sem hann kann best
við sig neðanjarðar við fornleifagröft með
föðursínum. Þegar faðirinn hverfur sporlaust
ákveður Will að reyna að finna hann ásamt
vini sínum Chester. Þeir leggja af stað niður
djúp göng sem faðirinn hafði verið að grafa
og við enda þeirra uppgötva strákarnir heilt
neðanjarðarsamfélag sem teygir anga sína
langt inn í jörðina. Höfundarnir krefjast þó
nokkurrar þolinmæði af lesendum sínum
í upphafi, því hér hefst loksins ævintýrið
og það eftir 150 blaðsíður af félagslegum
vandamálum Will og fjölskyldu hans. Bókin
er þannig nokkuð framþung og sá grunur
læðist að manni að þessi langi inngangur
gegni þeim tilgangi að setja sviðið fyrir
komandi bækur og eigi að skoða í samhengi
við seríuna alla.
Þarna djúpt ofan í jörðinni lýkst upp fyrir
söguhetjunum samfélag sem er um margt
hliðstætt því sem þeir þekkja: hús og götur,
jafnvel hundar og kettir, en fljótt kemur í
Ijós að lögmál þessa heims eru hörð og erfítt
að lifa af. Grimmir undirheimsmenn, Styxar,
stýra samfélaginu og er í mun að ekki fréttist
af því til efri jarðarbúa. Will og Chester eru
teknir til fanga og meðferðin á þeim er
hrottaleg. Hér skiptir frásögnin heldur betur
um gír og hryllingurinn tekur völdin:
Maður nokkur hélt þeim báðum í
kræklóttum hrömmum og lét þá
dingla þar bjargarlausa. „Óboðnir
gestir!" hrópaði maðurinn
grimmilegri og hrjúfri röddu, lyfti
þeim svo upp að andlitinu og virti
þá fyrir sig með fyrirlitningarsvip.
(bls. 161).
Allir sem komast að tilvist neðan-
jarðarnýlendunnar eru látnir hverfa og sömu
örlög bíða drengjanna ef þeim tekst ekki að
flýja.
Skuggaleg veröld
Það er sannarlega hjartsláttarefni að elta
blóðidrifna slóð drengjanna úr klóm Styxanna
og aftur upp á yfirborðíð ekki síst fyrir
sérlega góða og óvænta fléttu sem setur allt
fjölskyldulíf Will í óhugnanlegt samhengi.
Þegar frásögnin af neðanjarðarheiminum
kemst á flug verður atburðarásin hröð,
hver beygja á göngunum virðist opna á
nýjar hættur og ótrúlegar uppljóstranir.
Reyndar ber hugmyndaauðgi höfundanna
þá næstum ofurliði og með styrkari ritstjórn
hefði stígandinn í bókinni orðið jafnari og
frásögnin áhrifaríkari.
Sögusviðið neðra er kunnuglegt eða eins
og gömul og skæld útgáfa af Lundúnum
nútímans, nokkurs konar staðleysa eða
dystópíasem minnirum margtá hræðilegustu
lýsingar Dickens á lífi almennings í Bretlandi
á nítjándu öldinni. Ferðir söguhetjanna
á milli „efra" og „neðra" undirstrika
tilfinninguna fyrir því að hvorugur heimurinn
er nokkur útópía eða fyrirmyndarsamfélag.
Nýlendudrengur sem ferðast með Will frá
neðri byggð upp á yfirborðið upplifir efri
byggð á sama hátt og Will þá neðri, illa
lyktandi og ógnvekjandi. Göngin gefa okkur
dökka mynd af heiminum og litla von. Það er
jafnvont að vera í efra eins og í neðra.
Göngin er hrein og klár serfubók því það
má eiginlega segja að hún endi ekki, heldur
sér lesandinn á eftir Will og Chester um borð
í flutningalest bruna inn ( hjarta jarðarinnar
og ef hann vill vita um örlög þeirra þá verður
að nálgast bók númer tvö. Þegar eru komnar
út á ensku tvær framhaldsbækur, Deeper
(2008) og Freefall (2009), en höfundarnir
vilja ekki gefa upp hvað margar þeir ætla
að koma með í seríunni. Að sögn útgefanda
munu íslenskir lesendur þurfa að bíða fram á
haustið 2010 til að sökkva sér niður í næstu
bók.
Þýðingin
Skyldleiki þýðinga við upprunalega textann
getur stundum orðið svo mikill að það
getur t.d. orðið þessum lesanda að sérstakri
þráhyggju að ráða í frummálið. Því míður á það
oftar við þegar um barna- og unglíngabækur
er að ræða. Það er því nokkur lúxus að
lesa þýðingu Rúnars Helga Vignissonar. Hér
vottar ekki fyrir þýðingarbrag eða leifum
af upprunalega tungumálinu. Jafnvel er
ekki laust við að liprara mál sé á íslensku
þýðingunni en enska frumtextanum sem er
á köflum stirðbusalegur. Orðfærni Rúnars og
vald á litbrigðum íslenskunnar Ijá frásögninni
kraft og hnykkja á spennunni.
Höfundur er bókmenntafræðingur