Börn og menning - 01.09.2009, Qupperneq 25

Börn og menning - 01.09.2009, Qupperneq 25
IBBY fréttir 25 VORVINDAR Vorvindar glaðir í Gunnarshúsi Sunnudaginn 17. maí veitti IBBY á (slandi þrjár Vorvinda-viðurkenningar í Gunnarshúsi við Dyngjuveg. Allt frá árinu 1987 hefur félagið veitt einstaklingum og stofnunum viðurkenningar á vorin fyrir framlag til barnamenningar á íslandi. í ár hlutu fjórir einstaklingar viðurkenninguna: Jónína Leósdóttir, Brynhildur Björnsdóttir, Kristín Eva Þórhallsdóttir og Halldór Ásgrímur Elvarsson. Jónína Leósdóttir fékk Vorvinda- viðurkenningu fyrir unglingabækurnar Kossar og ólífur (2007) og Svart og hvítt (2008). í þessum tveimur bókum er sögð þroskasaga Önnu, unglingsstúlku frá Vík í Mýrdal, sem dvelur sumarlangt f Brighton á Englandi. Kossar og ólífur hlaut nokkrar athygli og lof fyrir að vera fyrsta íslenska unglingabókin sem teflir fram samkynhneigðri söguhetju. Þessar tvær bækur Jónínu prýða margir kostir sem einkenna góðar unglingabækur. Þær eru mjög vel skrifaðar, frásögnin er fjörleg, atburðarásin hröð og full af dramatískum uppákomum. Aðra Vorvinda-viðurkenningu hlaut útvarpsþátturinn Leynifélagið sem stýrt er af Brynhildi Björnsdóttur, Kristinu Evu Þórhallsdóttur og Ævari Þór Benediktssyni. Þátturinn er á Rás eitt hjá RÚV fjórum sinnum í viku kl. 20.00 og er ætlaður börnum á aldrinum 6-10 ára. Umfjöllunarefni þáttanna getur verið af ýmsum toga, t.d. óleystar ráðgátur og dýr sem heita undarlegum nöfnum. Sjónvarpsþættir og biómyndir og tölvuleikir eru mjög fyrirferðarmiklir í lífi barna í dag. Meðan myndir örva sjónskynjun örvar útvarpið ímyndunaraflið og gott ímyndunarafl er gulls ígildi. Þriðja viðurkenningin var veitt Halldóri Á. Elvarssyni fyrir bækurnar Stafróf dýranna og Teljum dýr: 1, 2 og 3. Halldór er grafískur hönnuður og eru bæði myndir og texti eftir hann. Þetta eru fallegar og hugvitsamlegar bækur til að sýna fróðleiksfúsum börnum sem vilja læra um stafina og kynnast því sem bækur hafa að geyma. Nordisk blad á ibby.is Segja má að hápunkturinn f samstarfi norrænu IBBY- deildanna sé útgáfa Nordisk blad. Deildirnar skiptast á um að ritstýra blaðinu og á þessu ári var röðin komin að IBBY á íslandi. Sú ákvörðun var tekin að gefa blaðið einungis út rafrænt í sparnaðarskyni. Hver deild getur síðan látið prenta sitt upplag ef áhugi og geta er fyrir hendi. Hér á landi látum við nægja að birta Nordisk blad á heimasíðu IBBY á (slandi, www.ibby.is. Við hvetjum allt áhugafólk um barnabókmenntir til að skoða Nordisk blad á netinu. Það er stútfullt af bráðskemmtilegum greinum um drauga ogyfirnáttúrulega atburði í barnabókmenntum Norðurlandanna. Anna Heiða Pálsdóttir ritstýrði blaðinu og setti það upp. Blaðið prýðir krassandi kápumynd eftir Halldór Baldursson. Heiðurslistafólk Stjórn IBBY á (slandi hefur ákveðið að heiðra þrjá listamenn með því að tilnefna verk þeirra á Heiðurslista IBBY-samtakanna 2010. í flokki myndlistar: Björk Bjarkadóttir fyrir Allra fyrsti atlasinn minn. í flokki frumsaminna bóka: Kristín Helga Gunnarsdóttir fyrir Draugaslóð. í flokki þýðinga: Rúnar Helga Vignisson fyrir Göngin. Verkin sem tilnefnd eru verða kynnt á heimsþingi IBBY sem haldið verður í Santiago De Compostela á Spáni 8.-12. september 2010. Allar bækur sem tilnefndar eru á Heiðurslista IBBY eru hafðar til sýnis á heimsþinginu auk þess sem þær fara á farandsýningu um víða veröld að þinginu loknu. Kynningareintök af bókum sem IBBY á íslandi bárust vegna vals í Heiðurslistann verða gefin Kvennaathvarfinu. Guðlaug Richter, formaður IBBY á íslandi

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.