Börn og menning - 01.09.2012, Blaðsíða 24

Börn og menning - 01.09.2012, Blaðsíða 24
Þéttur leikhópur Jóhannes Haukur Jóhannesson kemst mjög vel frá hlutverki Mikka refs. Hann stekkur lipurlega milli hæfilegrar ógnar og hálfaumingjalegs kjánaskapar, sem eru tvær lykilhliðar Mikka. Ævar Þór Benediktsson er prýðis Lilli. Kannski hefði hann mátt vera eilítið snaggaralegri í fasi og hreyfingum, til að skerpa á eðlis- og stærðarmun klifurmúsar og refs. Þar fyrir utan er undirritaður enn að bíða eftir því að farið sé alla leið með Lilla klifurmús: að gera þetta litla sníkjudýr eins skelmislegt og hægt er án þess að fyrirgera samúð áhorfenda. Jóhann G. Jóhannsson kom Marteini skógarmús prýðilega til skila og bakarahérarnir Örn Árnason og Snorri Engilbertsson ná skemmtilegum samleik. Aðrir í leikhópnum, ungir sem aldnir, standa vel fyrir sínu og ekki verður séð að neinir hlekkir veiki keðjuna svo neinu nemi. Skrítin og skemmtileg sviðsmynd Útlitslega er sýningin áferðarfalleg, með fáeinum skemmtilegum furðulegheitum. Ilmur Stefánsdóttir gerir nokkuð úr þriðju víddinni í leikmynd sinni, með þremur háum trjám, sem nýtt eru á hæðina hvenær sem færi gefst. Til að mynda hanga áhöld bakaranna í snúru fyrir ofan þá og aftan, sem býður upp á skemmtilegan leik. Ennfremur tekur kontrabassaleikarinn/krákan sig vel út trónandi hátt yfir sviðinu. Fleiri skrýtna hluti má finna þarna uppi í hæðum, svo sem forláta baðkar, sem lítur lengst af út fyrir að vera bara til skrauts, en reynist svo vera þetta líka Ijómandi samgöngutæki. Það þótti fylgdarkonu minni skemmtilegt, og mér líka. Búningar Maríu Th. Ólafsdóttur líta vel út. Eyrun sem flest dýrin skarta eru sum allt að því óhugnanlega raunveruleg, en annars er blessunarlega fátt natúralískt við útlit persónanna. Dýraförðunin er vel útfærð, einkum er útlit refsins glæsilegt. Prúðbúnir tónar Tónlistarstjórunum Gunnari Ben og Baldri Ragnarssyni tekst vel upp. Þeír bregða passlega mikið á leik með þessi alkunnu lög, krydda hér og hvar með þjóðlagaelementum og nýta sér sönggetu leikhópsins til að bæta einföldum kórútsetningum inn á stöku stað - sérstaklega kom það fallega út ( Draumahöllinni. Hljómsveitin er sýnileg og prúðbúin, og tekur þátt í leiknum, auk þess að spila aldeilis prýðilega. Þá er leikhópurinn sem fyrr segir vel samsettur hvað söng varðar: allir ráða vel við sitt. Ekki má láta hjá líða að geta þess að sýningin sem við sáum var táknmálssýning, þar sem svartklæddir táknmálstúlkar komu textanum til skila á sviðsvængnum af mikilli fagmennsku og umtalsverðri innlifun. Sérstaklega var skemmtilegt að fylgjast með því hvernig táknin féllu í takt í söngtextunum, þannig að úr varð einstaklega merkingarbær dans. Með þessari sýningu festir Hálsaskógur sig enn f sessi. Ein kynslóðin enn fær að kynnast þessari sérkennilegu vegetarísku útópíu, og enn betur verður þegnréttur Thorbjorns Egner á Islandi tryggður, ef ekki staða þjóðskálds. Hvað sem þvl líður, þá verður enginn svikinn af þessum dýrum. Höfundur er áhugaleikari og leikskáld

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.