Börn og menning - 01.09.2012, Qupperneq 14
Börn og menning
skapi fylltist ég hryggð þegar ég frétti að úr
þessu yrði aldrei. Höfundurinn var hrumur
af elli ef ekki örendur; þessar bækur yrðu
aldrei til.
Hrifning mín á Ævintýrabókunum staðfesti
hið ómögulega hlutskipti þess að finna til
og vera lifandi: hið fagra býr jafnframt yfir
fyrirheitinu um eigin feigð og dauða. Maður
getur skemmt sér inni í Ævintýrahöllinni og
gleymt sér niðri í Ævintýradalnum, en um
leið skal maður vita að öll gleði tekur enda.
Þegar maður lýkur aftur Ævintýraskipinu er
gamanið búið. Ævintýrakafbáturinn er bara
óraunsær draumur. Og maður finnur hvernig
sársaukinn lamar mann, hverfulleiki heimsins
verður helsta svið hans og vettvangur, í
frálíðandinni sjálfri.
Þannig er fortíðarþráin ekki aðeins staðfest
í endurliti til löngu liðinna daga. Hún er
samgróin kenndum þess sem sökkvir sorgum
sínum í draumum og lestri. Patosið sem
góður höfundur stólar á í sambandi sínu við
heillaðan lesanda sækir styrk sinn í þessa
nostalgíu: um leið og maður les og hverfur
inn i veröldina hinum megin við orðin játast
maður galdrinum sem upphefur þrána til
fegurri heims. Flestum þykja meðmæli með
góðri bók að verða svolítið hryggur eftir
lesturinn, sakna persónanna og draumsins
sem fangaði mann á meðan maður dvaldi
í þessum tilbúna heimi. Margir höfundar
hafa gert þessa tilfinningu að helsta viðfangi
skrifa sinna. Proust setti allan heiminn inn
í magdalenuköku, hann hreiðraði um sig í
nostalgíu sem var gerð úr möndluhveiti og
smjöri.
Bækurnar sem maður les sem barn eru því
alls ekkert grín. Þær móta mann og tilheyra
manni fyrir lífstíð, hvort sem manni Ifkar
betur eða verr. Ég hef heyrt fjölda rithöfunda
lýsa því yfir að Bróðir minn Ljónshjarta hafi
haft mótandi áhrif á líf þeirra. Bókin virðist
hafin yfir fýlukenndar athugasemdir um
stílbrögð, persónusköpun og byggingu og
ástæðan ekki aðeins vera sú að hún fangaði
mann á réttum tíma. Sagan um bræðurna
leitar inn í kvikuna, eins og þegar Proust fór
inn í magdalenukökuna. Kannski er sigur
höfundarins ekki síst tilkominn vegna tregans
sem bókin skilur eftir sig: nostalgíunnar sem
er samgróin textanum og heimtir sérhvern
lesanda í ævilanga þjónustu.
Þegar ég reis upp úr lautinni í rigningunni
á Hornbjargi eftir síðustu Ævintýrabókina
ákvað ég að lesa Bróður minn Ljónshjarta
aftur. Ég var átta ára og þurfti almennilegt
efni til að hrista úr mér skjálftann. Blyton
væri á enda. ( miðri senunni þar sem
skrímslið Katla spýr eldi sínum yfir hermenn
Þyrnirósadals og hörmungin og þunglyndið
virðist eina niðurstaðan af framrás lífsins,
þá neyði ég sjálfan mig til að leggja bókina
frá mér, hleyp niður á neðri hæðina þar
sem móðir mín er að sauma frottefrakka
eftir mjög skemmtilegu frönsku sniði úr
Alt for damerne, og segi við hana: „Ég er
kominn þangað sem Katla spýr eldinum yfir
hermenn Þyrnirósadals!" Svarið sem ég fékk
var nákvæmlega það sem ég hafði óskað
mér: „Hvernig í ósköpunum gastu hætt
þar?" Ástæðan fyrir því að ég lagði bókina
frá mér og hljóp niður stigann þar sem móðir
mín var að sauma frottefrakka var einmitt sú
að ég vildi ganga í augun á henni. Ég vildi
heilla hana í blindu stolti þess nostalgíska
lesanda sem fann um leið og hann las hversu
ómögulegt það var að leggja bókina frá
sér, en gerði það samt. Þarna nötraði allt
tilfinningalíf mitt og hverfðist um pólana
sem áttu allar sínar stoðir í orðum Astrid:
lífið og dauðann, samkenndina og hatrið, og
ég var fjarri öllum síðari tíma þörfum til að
næra þessar tilfinningar með afþreyingu á