Börn og menning - 01.09.2012, Blaðsíða 19

Börn og menning - 01.09.2012, Blaðsíða 19
Átta mánaða kríli og svooona stórt! Fyrsta æviskeið Barnabókasetursins á Akureyri Það var kaldur en bjartur laugardags- morgunn á Akureyri. Bærinn lá hljóður undir fannhvitu teppi, eins notalega kuldalegur og hann verður í byrjun febrúar. Allar lyftur suðuðu i fjallinu, sundlaugin var volg og Brynjuísinn kaldur, allt eftir uPpskriftinni. Frá bókasafninu barst hins vegar ilmur gömludaganna, frá rykföllnum harnabókum og úr risastórum pottum. Sýningin „Yndislestur æsku minnar" var kominn upp á vegg og akureyrski ^ugardagsgrauturinn mallaði í eldhúsinu. Þar stóðu nú búsældarlegar matseljur, skömmtuðu rúsínur, blönduðu kanilsykur °9 helltu á könnuna. Við sem höfðum mánuðum saman unnið að undirbúningi þessa dags vorum svolítið stressuð. Skyldi einhver mæta svona snemma dags, skyldi fólk i alvöru hafa áhuga á barnabókum og lestri barna ? Áhyggjurnar reyndust með öllu óþarfar. Eins og í ævintýri seiddi grautarilmurinn bæjarbúa að bókasafninu og þegar dagskráin hófst var setið í öllum sætum og staðið og kúrt (svona eftir aldri) meðfram öllum veggjum. Sigrún Klara Hannesdóttir, guðmóðir Barnabókasetursins, sagðist hrærð og feimin þegar hún ánafnaði setrinu safn sitt af barnabókum. Svo las hún kafla úr Heiðu og mikið átti jákvæðni stelpunnar nú vel við. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mætti með Jón Odd og Jón Bjarna - og góða ávísun. Rithöfundar og krakkar lásu úr barnabókum og börnin hlustuðu, södd og sæl. Foreldrarnir rifjuðu brosandi upp bækurnar sem þeir lásu með vasaljós undir teppi á sjónvarpslausari tímum. Við vorum alsæl - en gerðum okkur enga grein fyrir atinu sem var framundan. Barnabókasetrið var stofnað 4. febrúar sl. i Amtsbókasafninu á Akureyri en viljayfirlýsing um stofnun þess var undirrituð á degi íslenskrar tungu 2011. Formlega heitir það Barnabókasetur - rannsóknasetur um barnabókmenntir og lestur barna við Háskólann á Akureyri. Samstarfsaðilar eru Háskólinn, Amtsbókasafnið og Minjasafnið á Akureyri. í stjórn setursins, sem skipuð var á stofnfundinum, eru auk mín Hólmkell Hreinsson Amtsbókavörður og Haraldur Þór Egilsson Minjasafnsstjóri. Auk þessara þriggja stofnana gerðust nokkur samtök stofnaðilar; Rithöfundasambandið, Samtök barna og unglingabókahöfunda (S(UNG), IBBY og Félag fagfólks á skólasöfnum. Hlutverk setursins skv. stofnskrá eru eftirfarandi: • Að efla og stunda rannsóknir og fræðslu um barnabókmenntir og lestur á íslandi. • Að miðla þekkingu og upplýsingum um barnabókmenntir á íslandi. • Að vinna að framgangi lestrarmenningar meðal barna og ungmenna á íslandi. • Að efla og treysta innlend og erlend tengsl og taka þátt í alþjóðlegri þekkingarsköpun á fræðasviðinu. • Að hvetja háskólanemendur í rannsóknar- og þróunarverkefnum á framhaldsstigi og skapa þeim aðstöðu til að stunda rannsóknir á sviðinu. • Að standa fyrir málþingum og stuðla að útgáfu fræðilegs efnis á sviðinu. Við höfum lagt okkur fram við að sinna sem flestum af þessum málaflokkum fyrstu

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.