Börn og menning - 01.09.2012, Qupperneq 7
hverjir sátu tíma hjá þeim og hún hleypti
mér ekki að. Siegfried Olke, sem kenndi
myndskreytingu barnabóka, vildi hins vegar
taka mig í bekkinn sinn svo að ég sótti þá
tíma í staðinn! Reyndar var ég hæstánægð
með það. Þetta er önnur hliðín á svarinu;
hin er að þeir sem vilja geta lifað af vinnu
sinni við myndskreytingar verða að sinna
barnabókunum vegna þess að þar er eini
markaðurinn fyrir slíkt. Að vísu er hægt
að teikna fyrir tímarit líka en það er miklu
erfíðari vinna. Ég gerði það í ein sjö ár en þá
var ég farin að ganga ansi nærri heilsunni svo
að ég ákvað að snúa aftur í þann dásamlega
heim sem myndskreytingar fyrir börn eru;
það var einfaldlega betra fyrir sjálfa mig.
Finnst þér mikilvægt að koma á hátíðir
eins og þessa og ræða við aðra höfunda
um barnabókmenntir? í dag voru hér
fullorðnir fyrirlesarar sem töluðu um
barnabókmenntir fyrir jafnfullorðna
áheyrendur. Er þessi fræðilegi heimur,
sem aðeins fullorðnir hrærast i,
nauðsynlegur fyrir barnabókmenntirnar?
Þetta er ástæðan fyrir því að þegar ég var
spurð hvort ég vildi taka þátt í umræðum
eða halda vinnunámskeíð með börnum þá
sagðist ég fremur vilja halda námskeið en
setjast niður með öðrum höfundum og ræða
t.d. um mat í bókmenntum. En hátíðin
er samt mjög athyglisverð og ég held að
tengslamyndunin sé nauðsynleg; auðvitað
þurfum við í faginu að leggja rækt við hana.
Það er örvandi fyrír mig að hitta höfunda
frá öðrum löndum og ræða málin, en ef ég
þyrfti að velja myndi ég miklu frekar vilja
hitta börnin!
Bækur Juttu Bauer hafa tekið ýmsum
breytingum gegnum árin. íeldri bókunum
tvinnast sagan og textinn meira saman
en núna er eins og textinn sé að hverfa
I skuggann af myndunum. Sérstaklega
má benda á myndabókina um kindina
Selmu, sem hefur náð algerri „költ"-
stöðu i Þýskalandi, en í henni er textinn
i algeru lágmarki. Jutta var spurð hvort
þetta væri meðvituð ákvörðun, að segja
söguna gegnum myndirnar og láta fara
minna fyrir textanum.
Já, textinn er í bakgrunni hjá mér vegna
þess að teikningin er mitt tungumál. Sögu
er hægt að segja með myndum eða með
orðum og ég þarf ekki svo mörg orð til að
segja sögu. En það að hugsa upp söguna er
svo annar hlutur: það er grundvöllurinn sem
bókin er byggð á.
Ég hafði alltaf sagt að ef ég færi að búa
til bækur fyrir yngstu börnin, tveggja ára
eða yngri, þá vildi ég sleppa textanum,
en útgefendur mínir sögðu að foreldrar
myndu ekki kaupa bækur án texta. Ég var
því beðin um að skrifa lítil rímuð vers, bara
fáeinar rímaðar setningar. Fyrstu bækurnar
um Emmu bangsa voru til dæmis þannig en
svo sagðist ég vilja sleppa textanum alveg í
næstu bókum og ég held að það hafi alveg
gengið upp. Þetta gerír bækurnar líka miklu
alþjóðlegri því að þýðingar eru óþarfar þegar
sögurnar eru án orða.
Þetta eru sögur sem hægt er að nota sem
umræðuefni og það er mjög mikilvægt að
foreldrar tali við börnin sín um sögurnar
í stað þess að lesa aðeins textann, sýna
myndina og fletta svo á næstu síðu. Bókin
er notuð á annan hátt þegar enginn texti
er: þá er bent á myndina og spurt „Hvað er
að gerast þarna?" Barnið getur þá talað um
það og foreldrarnir spurt spurninga. Annað
er ekki hægt því að það er útilokað að sítja
þögull meðan bókin er skoðuð.
Myndirnar geta þá nánast öðlast eigið líf
sem er háð þvi hver horfir á. Það sem er
áhorfandanum efst í huga hverju sinni
breytir myndinni og þegar enginn er