Börn og menning - 01.09.2012, Side 26

Börn og menning - 01.09.2012, Side 26
 26 Börn og menning ^ slóðum miðað við kuldann og hinn langa vetur sem ríkir í sögunni og virðist aldrei ætla að taka enda. Dýrin í skóginum eru kunnugleg, elgir, hérar, birnir, refir og gráir úlfar. Sem algjör andstæða við hinn dimma greniskóg er glerhvolfið, kúpullinn, þar sem Áróra prinsessa dvelur nætur og daga alein en gler kemur oft við sögu I ævintýrum t.d. hafa flestir lesið um Mjallhviti sem lögð var í glerkistu með eplabitann í hálsinum. Skógurinn er einnig mjög áberandi ( ævintýrum og yfirleitt fylgja honum hættur og ógn af ýmsu tagi. ( sögu Áróru er skógurinn staður hinna fátæku og þeirra sem vilja fela sig fyrir illum yfirvöldum. Skógurinn umkringir borgina sem hefur risið í kringum konungshöllina og þessir tveir heimar, skógurinn og borgin, eru gríðarlegar andstæður. í skóginum ríkja kuldi, myrkur, fátækt og hungur en í borginni er allt svo hreint, hvítt, fallegt, hlýtt og enginn gengur svangur til hvílu. Öll orka og gæði sem framleidd eru í landinu fara í að stjana við borgarbúa og láta þeim líða sem best. Höfundur notar liti til að skapa andstæður. Allt innan glerhvolfsins er hreint og hvítt er þar ríkjandi litur. Föt Áróru eru hvít, rúmfötin og meira að segja kanínurnar sem búa þarna með henni. En háralitur Áróru býr yfir uppreisnaranda, sítt og rauðgullið hár prýðir hana. Utan hins hvítleita hvolfþaks er dökkleitt fólk með dökk augu og dökkt hár. Þegar Áróra er komin meðal þeirra er nauðsynlegt að hylja hár hennar með klútum eða sjölum. Reyndar hverfur rauði liturinn á hárinu fljótt í lýsingum og það verður gullið þegar líður á söguna. Lýsandi nafngiftir Höfundur leikur sér skemmtilega með nöfn sögupersóna. Þeir sem búa í skóginum bera nöfn sem tengjast kulda, myrkri og snjó. Hin konunglegu systkini bera nöfn sem tengjast dagrenningunni, Áróra merkir morgunroði og bróðir hennar heitir Dagur. Bjargvættur prinsessunnar heitir Rökkvi, foreldrar hans Frosti og Drífa og systkini hans heita Húmi, Gríma (sem einnig merkir nótt), Máni og Nótt. Húmi er andstæðan við Áróru enda bera nöfnin það með sér, það húmar að í kolli hans þegar hann skynjar að ætlun foreldra hans er að hjálpa Áróru. Ekki getur hin tigna stúlka borið nafnið sitt meðal almennings svo að hún fær hið lýsandi dulnefni, Dagný. Börnin fyrir utan borgarmúrana bera líka táknræn nöfn, nöfn sem tengjast eldi. Glóð, Gneísti, Birta. Þetta eru börnin sem ætla að gera uppreisn, fyllast eldmóði og ryðjast í gegnum múrana. Þessi uppreisnarandi og björt framtíðarsýn endurspeglast í nöfnum smábarna í hópnum, Sól og Bjartur. Síðan er það fólkið sem býr fyrir innan múrana. Það ber nöfn blóma, eins og Lilja og Rósa. Þjónustustúlkan sem hjálpar Áróru kemur hins vegar úr skóginum og ber þess vegna viðeigandi nafn, heitir Mjöll. Nöfn konungs og drottningar eru ekki gerð opinber enda hverfa þau fljótt úr sögunni, flýja til Vestureyjar og skilja dóttur og son eftir. Allir eiga að vera jafnir Eins og hér hefur komið fram býr sterk ádeila í þessari sögu Ragnheiðar Gestsdóttur sem má auðveldlega heimfæra upp á hrjáðar þjóðir víða um heim. III meðferð á börnum er Ragnheiði hugleikin. Börnin fyrir utan múrana eru mörg hver móður- og föðurlaus, sum vegna þess að foreldrarnir hafa verið teknir höndum og látnir vinna í verksmiðjum fyrir borgarbúa eða eru einfaldlega fallnir frá. Þessi börn lifa á ruslahaugum hinna riku og tína (sig þá mola sem falla þegar borgarbúar eru saddir. Fötin sem þau klæðast eru aflóga tuskur sem hefur verið hent. Verðirnir sem gæta borgarinnar eru mjög ógnvænlegir. „Áróra lítur við og sér tvo dökkklædda, stórvaxna menn með gjammandi hunda í bandi..." (bls.196). Þeir sjá til þess að börnin og aðrir komi ekki of nærri múrunum og einnig virðast þeir hafa mikil völd innan borgarinnar og taka ekki við skipunum nema frá konungi. Þegar börnin ryðjast inn í borgina í stórum hópum og ná að brjóta niður fyrirstöðu varðanna er allt opið, engir aðrir stíga fram og mótmæla innrásinni. Svo virðist sem allt valdið hafi verið í höndum örfárra ógnandi manna með kylfur og skotvopn. Verksmiðjur utan borgarmúranna, þar sem framleitt er allt mögulegt fyrir borgarbúa, þarfnast vinnuafls og auðveldast er að ná f börn sem flækjast þarna umkomulaus. „Ef verðirnir við verksmiðjurnar ná okkur setja þeir okkur þangað inn og láta okkur vinna þar eins og þræla, allan daginn. Þeir taka víst stundum börn úr hópnum við Múrinn og þau sleppa ekki þaðan aftur, svo mikið er víst." (bls. 169) Áróra er kjörkuð stúlka og þegar hún hefur losað sig úr einangruninni og áttað sig á stöðu mála i ríki föður síns og móður sárnar henni hvernig farið er með fólkið í landinu. Hún fyllist réttlætiskennd og með hjálp fólksins utan borgarmúranna og reyndar einnig innan þeirra tekst henni að brjóta niður misréttið milli ríkra og fátækra og lofar því að jafnt skuli komið á með öllum þegnum landsins. Sem sagt allir eiga að vera jafnir. Ragnheiði Gestsdóttur hefur hér tekist vel upp. Frelsi, jafnrétti og bræðralag eru áberandi hugtök í sögunni. Ungir, hugsandi lesendur ættu að geta tengt boðskapinn við ríkjandi ástand í heiminum. Kannski síast vitneskjan um óréttlætið betur inn í lesendur þegar sagan er matreidd fyrir þau sem skemmtileg og spennandi fantasía. Höfundur er íslenskufræðingur

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.