Börn og menning - 01.09.2013, Page 6

Börn og menning - 01.09.2013, Page 6
Þórhallur Björgvinsson Myndasögur á íslandi Þórhallur Björgvinsson stýrir myndasögudeild verslunarinnar Nexus, sem hefur selt hlutverkaspil, myndasögur, spil, bækur og leikföng allt frá árinu 1992. í þessari grein fjallar Þórhallur um þær myndasögur sem njóta mestrar hylli hér á landi. Myndasögur á íslensku í lok 20. aldar Á síðustu öld var hægt að nálgast danskar myndasögur og talsvert úrval myndasagna á íslensku en í dag eru flestar myndasögur á ensku. Sérverslanir með myndasögur voru ekki til hér á landi þegar greinarhöfundur var barn á áttunda áratugnum en myndasögur var engu að síður víða að finna og lesendahópur þeirra var breiður. Mun fleiri dagblöð og vikurit voru gefin út en nú og í mörgum var að finna myndasögur af einhverju tagi, myndasögur eins og Skuggi, Gissur Gullrass, Modesty Blaise, Stína og Stjáni. Eitthvað kom út af myndasögum eftir íslenska myndhöfunda á síðustu tveimur áratugum 20. aldarinnar, flestar gefnar út af höfundum sjálfum en sumar af stærri bókaforlögum. Bækur eftir Kjartan Arnórsson (Kjarnó) voru gefnar út hjá Fjölva, þar á meðal bókaflokkurinn um Kaftein ísland (1986-1996). Flestar myndasögur sem komu út á íslensku voru þó þýddar myndasögur, aðallega myndasögur frá Frakklandi og Belgíu. Fjölvaútgáfan gaf út Tinnabækurnar eftir belgíska myndhöfundinn Hergé, bækurnar um Ástrik gallvaska eftir hinn franska René Goscinny og franska teiknarann Albert Uderzo, og bækurnar um Lukku Láka eftir belgíska myndhöfundinn Morris. Eiga íslenskir lesendur Þorsteini Thorarensen í Fjölva mikið að þakka fyrir að kynna þessar geysivinsælu fransk-belgísku myndasögur fyrir íslendingum. Bókaútgáfan Iðunn bætti svo um betur með því að gefa út Sval og Val, en þekktasti höfundur þeirra myndasagna var Belginn André Franquin, Viggó wðufan-bækurnar sem spunnar voru upp úr Sval og Val bókaflokknum, Gormabækurnar eftir Franquin, Hin fjögur fræknu eftir Frakkann Georges Chaulet og fleiri bækur, og má segja að allar helstu gamansögur evrópskra myndasagna hafi komið út á íslensku. Innreið myndbandsmenningarinnar og aukinn prentkostnaður varð þó að lokum til þess að útgáfa þýddra myndasagna lagðist af um sinn. Eitt af öðru hættu íslensku forlögin að gefa út myndasögubækur. í dag er mikið úrval myndasagna á ensku á markaðnum hér á landi en þeim mun færri bækur er að finna á íslensku. Myndasögur á íslensku á nýrri öld Útgáfa myndasagna á íslenskri tungu er ekki hætt þó að hún hafi legið í dvala um skeið, með einhverjum undantekningum þó því hafið var að gefa Andrés önd út á íslensku í lok síðustu aldar. Síðustu árin hefur útgáfa á myndasögum á íslensku snarlega aukist

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.