Börn og menning - 01.09.2013, Síða 7
Myndasögur á fslandi
7
NeoBlek hefur komið út samfleytt
síðan 1996. ©NeoBlek
á ný. Bókaforlagið Froskur gefur út myndasöguritið NeoBlek,
sem birtir bæði þýddar sögur úr frönsku og frumsamdar íslenskar
sögur og gefur reglulega út nýjar þýðingar á fransk-belgískum
teiknimyndasögum, og bókaforlagið Iðunn hefur nýlega hafið útgáfu
á Tinnabókunum og Goöheimabókum Peters Madsen.
Hugleikur Dagsson er einn fárra íslendinga sem hafa unnið
með myndasöguna að ráði. Árið 2012 gaf hann út myndasöguna
Opinberun og von er á framhaldi á þeirri sögu. Hugleikur hefur
stofnað bókaútgáfuna Ókei bækur sem í þrjú ár hefur gefið út
tímaritið ÓkeiPiss. Útgáfan er í samstarfi við Nexus og er tímaritið
gefið út í tilefni af hinum svokallaða „ókeypis myndasögudegi"
eða „Free Comic Book Day" sem er upprunninn í Bandaríkjunum.
Myndasögublaðið Gisp! kom út 2013 eftir að hafa legið í dvala í
nokkur ár og er efni blaðsins ætlað eldri lesendum. Nú á dögunum
kom út myndskáldsaga eftir einn af höfundum Gisp!, Skugginn af
sjálfum méreftir Bjarna Hinriksson.
Annað slagið gefa höfundar sjálfir út eigin myndasögur og 2012
kom út heftið Vampýra eftir Sirrý og Smára og Næstum mennsk eftir
ísold Ellingsen Davíðsdóttur. Gróska í útgáfu þýddra myndasagna á
íslensku og útgáfa frumsamdra myndasagna hefur aukist á síðustu
árum þannig að óhætt er að segja að framtíð myndasögunnar hér
á landi sé björt.
Evrópskar myndasögur
Myndasögudeildin í Nexus hefur af og til reynt að bjóða upp á
myndasögur á frönsku og dönsku en staðreyndin er sú að einu
evrópsku myndasögurnar sem seljast eru þær sem þýddar hafa verið
á ensku. Þetta er í samræmi við reynslu íslenskra bókabúða af sölu
erlendra bóka á öðrum tungumálum en ensku síðustu áratugina;
smám saman hefur hópurinn minnkað sem les sér til afþreyingar
é öðrum erlendum tungumálum en ensku og hafa lesendur í raun
hafnað evrópskum bókum á frummálunum en velja frekar íslenskar
eða enskar þýðingar. Mikill meirihluti myndasagna sem lesendur geta
nálgast í verslunum og á bókasöfnum er á enskri tungu, og má skipta
þessum sögum í þrjár greinar: evrópskar, bandarískar og japanskar
myndasögur.
íslenskir lesendur kynnast jafnvel norrænum myndasögum frekar
á ensku en frummálinu. I tvo áratugi hafa þeir sem vildu Ijúka lestri
bókaflokksins um Goðheima eftir danska teiknarann Peter Madsen
þurft að leita til enskra þýðinga, en aðeins fyrstu fimm af fimmtán
bókum í flokknum voru þýddar á íslensku. Fantagraphics útgáfan
hefur gefið út enskar þýðingar á Múmínálfamyndasögum Tove
Jansson og bróður hennar Lars og Drawn & Quarterly hefur gefið
út myndasögur Astrid Lindgren og Ingrid Vang Nyman um Linu
langsokk.
Vinsælustu evrópsku myndasögurnar eru bækur sem eru
upprunnar í Belgíu og Frakklandi. Þar má helst nefna Lukku Láka,
Sval og Val, Ástrik og Tinna. Tveir síðastnefndu góðkunningjar
íslenskra lesenda hafa löngum verið fáanlegir hér á landi í enskri
þýðingu en útgáfa bóka um Lukku Láka og Sval og Val er tiltölulega
nýhafin á ensku og er nokkur fengur að því, enda má finna titla sem
ekki voru þýddir á íslensku á sínum tíma. Breska útgáfan Cinebooks
stendur fyrir þessari útgáfu, en fyrirtækið gefur að auki út fjölmargar
klassískar spennusögur og fleiri evrópskar myndasögur ætlaðar
nokkuð eldri lesendahópi. Bandaríska bókaforlagið Papercutz hefur
gefið út enskar þýðingar á hátt í tuttugu titlum úr belgíska
bókaflokknum um Strumpana eftir Peyo.
Útbreiðsla franskra og belgískra myndasagna er takmörkuð
utan málsvæðis þeirra. Allt of lítið af verkum þessara þjóða
hefur verið þýtt á önnur mál og er það miður, því myndasagan
er samofin afþreyingarmenningu landanna og nýtur í raun meiri
virðingar í frönskumælandi löndum en víðast hvar annars staðar á
Vesturlöndum.
Bandarískar myndasögur
Vinsælustu myndasögurnar hér á landi eru bandarískar. Meginþorri
bandarískra myndasagna fjallar um ofurhetjur og eru tvö
útgáfufyrirtæki þar leiðandi: DC Comics sem gefur út sögurnar um
Superman, Batman og Wonder Woman og Marvel Comics sem gefur
út sögurnar um Spider-Man, Captain America, Thor, Hulk og fleiri
þekktar hetjur.
Ofurmennið birtist fyrst
á prenti í júní 1938
í tímaritinu Action
Comics.