Börn og menning - 01.09.2013, Qupperneq 9
btfi
ifl'ra
\ u '|1 11 ^ . <* \ M i
japönskum myndasögum, sem kallast manga, fyrir mikla aukningu
kvenlesenda myndasagna. Þegar manga fór að njóta gífurlegra
vinsælda á Vesturlöndum opnuðust augu útgefenda og höfunda fyrir
þeim stóra hópi lesenda sem ekki hafði áhuga á karllægum heimi
ofurhetjunnar. Myndasöguútgefendur uppgötvuðu að það voru til
lesendur sem höfðu ekki bara áhuga á að lesa ævintýrasögur um
stráka sem berjast við illmenni og óvætti, heldur vildu einnig lesa
sögur um stelpur í skóla eða íþróttum, um stelpur og stráka sem fella
hugi saman, um stelpur sem berjast við illmenni og óvætti og svona
mætti áfram telja.
Manga-teiknimyndasögur eru kyrfilega kynjaskiptar og hægt er að
flokka flestarsögurnar undir shonen-manga eða strákabækur annars
vegar og shojo-manga eða stúlkubækur hins vegar. í Nexus hefur
það sýnt sig að stúlkur eru líklegar til að lesa báðar tegundirnar en
drengir lesa mun síður stelpusögur.
Vinsælar shonen-myndasögur hér á landi eru til dæmis
bókaflokkarnir One Piece eftir Eiichiro Oda, Naruto eftir Masashi
Kishimoto, Fullmetal Alchemist eftir Hiromu Arakawa og Bleach eftir
Tite Kubo. Algengt er að vinsælar shonen-sögur telji tugi bóka, í
bókaflokkunum One Piece og Naruto eru til að mynda komnar yfir
60 bækur í hvorum flokki. Vinsælustu strákasögurnar fjalla oftar
en ekki um unga bardagamenn eða ævintýri þar sem bardagar eru
fyrirferðarmiklir.
Yfirleitt eru shojo-seríurnar styttri en einhverjar þeirra ná þó að
fylla tvo tugi eða fleiri bækur. Vinsælar sho/o-seriur í dag eru meðal
annars Vampire Knight eftir Matsuri Hino, Ouran High School Host
Club eftir Bisco Hatori, Sklp Beat eftir Yoshiki Nakamura og Hana-
Kimi eftir Hisaya Nakajo. Algengur efniviður söq/'o-bókanna eru
Ungar ástir og gamansögur sem rekja má til samskipta kynjanna.
Japanskar myndasögur eru líkt og þær vestrænu skrifaðar fyrir
alla aldurshópa en það er jafnvel meira efni fyrir yngri lesendurna
I manga-horninu en því vestræna. Stór hópur barna í dag þekkir
manga-sögur mun betur en vestrænar myndasögur.
Engar manga-sögur hafa komið út í íslenskri þýðingu en nokkrar
sem sverja sig í ættina. Edda útgáfa gaf út nokkrar bækur fyrir
örfáum árum í manga-stíl. Þetta voru bækurnar Tarot spákonan
og Englar arkarinnar eftir Sang-Sun Park, Drekaveiðar eftir Richard
Knaak og Jae-Hwan Kim og tvær bækur úr bókaflokknum Draumar
eftir Queenie Chan. Þessar bækur voru markaðssettar sem „manga"
bækur, en eru þó ekki japanskar manga teiknimyndasögur heldur
ýmist bandarískar bækur í manga-stíl eða manw/ta-bækur frá
Suður-Kóreu. Útgáfan reyndist ekki arðbær og ekki var lokið við að
gefa út bókaflokkana. Ekki hefur enn verið ráðist í útgáfu japanskra
myndasagnabóka á íslenska örmarkaðinum en í nágrannalöndum
eins og Danmörku er blómleg útgáfa þýddra manga-bóka.
Framtíð myndasögunnar á íslandi
Mögulega mun aukinn aðgangur að spjaldtölvum stuðla að framgangi
íslensku myndasögunnar því þar geta myndhöfundar gefið út litríkar
myndasögur án þess að hafa áhyggjur af prentkostnaði. í dag er
hægt að nálgast fjölda stafrænna myndasagna, bæði löglega og
ólöglega. Fyrstu kynni margra lesenda af japönskum myndasögum
eru til dæmis svokallaðar „scanlations" myndasögur sem lesendur í
Japan hafa skannað og snarað yfir á ensku. Oft kemur það fyrir að
afgreiðslufólk í Nexus er spurt um myndasögur sem krakkar hafa
verið að lesa á netinu en eru ekki komnar út á ensku í bókaformi.
Einu gildir hins vegar hvort börn og fullorðnir njóta myndasögunnar
á stafrænum skjánum eða prentuðum síðum bókarinnar, öllu máli
skiptir að fólk lesi myndasögur og hafi gagn og gaman af.
Höfundur stýrir myndasögudeild verslunarinnar Nexus