Börn og menning - 01.09.2013, Blaðsíða 10

Börn og menning - 01.09.2013, Blaðsíða 10
 Úlfhildur Dagsdóttir Myndasagan: Fordómar, fáfræði, möguleikar og máttur „Ástæða þess að ég valdi námskeið í myndasögum var að ég vildi kynnast þessum heimi svo ég gæti reynt að gera hann áhugaverðan og spennandi fyrir öllum unglingunum sem ég umgengst og kenni. Ég hef orðið vör við mjög lítinn lestur á bókum hjá þessum ungmennum. [...] Mín sannfæring er að þarna geti myndasögur komið sterkar inn og höfðað til stórs hluta unglinga sem ekki hefur kynnst dásemdum lestrarins." 1 Þetta eru upphafsorð ritgerðar Maríu Sigrúnar Gunnarsdóttur, grunnskólakennara og nemanda í námskeiði um myndasögur sem ég kenndi vorið 2011. Viðhorf hennar í garð myndasagna er afar jákvætt og hún sér í myndasögunni ýmsa og fjölbreytta möguleika sem hún rekur í ritgerðinni. Ég kem nánar að útfærslum hennar síðar en áður en lengra er haldið langar mig að rekja stuttlega allt önnur viðhorf til myndsöguformsins. Fordómar gagnvart myndasögunni í upphafi 20. aldar Hugsum okkur að öll Ijóð eða öll málverk væru sett undir eftirlit vegna þess að til eru vond og vafasöm Ijóð og illa máluð eða ógeðfelld málverk. Hugmyndin virðist hlægileg en þetta er það sem myndasagan þurfti að þola frá miðjum sjötta áratug tuttugustu aldar; í krafti fordóma og fáfræði varð hún að beygja sig undir ritskoðunarreglur, svokallaðan 'myndasögu-kóða' (e. comics code). Þarna, á tíma kommúnistaofsókna og í vænísjúku umhverfi kaldastríðsótta við samfélagslegar breytingar í kjölfar síðari heimsstyrjaldar, náðu fordómar gagnvart myndasögunni ákveðnu hámarki. Fordómarnir eru þó því miður jafngamlir forminu og gagnrýnin á myndasöguna byggir meðal annars á stigveldisskipaðri andstæðu mynda og orða, þar sem hið síðarnefnda er álitið æðra hinu fyrra.2 I greinasafnínu Arguing Comics (2004) er birtur hluti úr greininni „The Tyranny of the Pictorial" frá árinu 1885. Þar fordæmir menningarvitinn Sidney Fairfield myndasöguna, þá alveg spánnýja, og enn í hinu tiltölulega sakleysislega formi dagblaðastrfpa/-slðna, fyrir það sem hann kallar ofríki myndarinnar, sem sé á kostnað góðs skilnings á rituðu máli og æðri bókmenntum. I sama safni birtist grein bókmenntarýnisins og sagnfræðingsins Annie Russel Marble, „The Reign of the 1 MaríaSigrúnGunnarsdóttir, „Myndasöguríkennslu", óbirt ritgerð, 2011. Vitnað er til ritgerðarinnar með leyfi höfundar. 2 Sjá grein mfna, „Það gefur auga leið: Sjónmenning, áhorf, ímyndir" ( Ritinu 1:2005.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.