Börn og menning - 01.09.2013, Side 12
12
Börn og menning
jákvæð áhrif, því þrátt fyrir að þessar útgáfur
hafi verið misvel heppnaðar þá áttu þær sinn
þátt í að sýna fram á fjölbreytta möguleika
formsins.
Annarskonar vanþekking birtist svo í því
hvernig Wertham og fleiri „sönnuðu" mál
sitt, en myndasögudæmin sem voru notuð í
„yfirheyrslunum" voru iðulega stakar myndir
en ekki heilar síður eða sögur. Nyberg bendir
á að myndirnar sem voru valdar voru ekki
aðeins þær ýktustu heldur töpuðu þær
allri merkingu þegar þær voru rofnar úr
samhengi. Myndasagan er fyrst og fremst
raðmyndaform og skiptir samhengið miklu
máli fyrir upplifun og skilning, nokkuð sem
myndasögulesendur hafa alltaf vitað en er
óskiljanlegt þeim sem einungis líta á formið
utan frá, án þess að hafa kynnt sér það.
Wertham gagnrýndi þó ekki einungis
ofbeldi og kynlíf í myndasögum. Hann tiltók
einnig vafasamar fyrirmyndir ungmenna,
svo sem samband Batmans og Robins og
samfélag Amazonanna í Wonder Woman. í
þessu sá Wertham samkynhneigða undirtóna
sem væru hættulegir ungmennum og gætu
skaðað hugmyndir þeirra um kynhlutverk
og kynhneigð. Þannig er Ijóst að herferð
Werthams var ekki eins einföld og pólitískt
rétthugsuð og hún leit út fyrir að vera
enda hafa margir bent á að þarna hafi
í raun og veru verið á ferðinni pólitísk
herferð gegn myndasögum og því aukna
vægi samfélagslegrar gagnrýni sem þar
Pinky & Stinky eftirjames Kochalka kom
út 2002 og segir frá tveimur grisum sem
brotlenda á tunglinu.
var að finna, sérstaklega hvað varðaði
gagnrýní á yfirvöld.5 Allt þetta varð til
þess að myndasagan varð að blóraböggli
samfélagsmeina og bókstaflega brennd
á báli: Myndabókabrennur voru ein af
afleiðingum herferðar Werthams.
Það sem gerir myndasögubrennurnar enn
óhugnanlegri er að þær voru líka stundaðar
í Þýskalandi, ekki bara nasísmans, heldur
sjötta áratugarins, í kjölfar ádeilu Werthams.
Boðskapur Werthams breiddist nefnilega víða
um heim eins og kemur fram í greinasafninu
Pulp Demons: International Dimensions of
the Postwar Anti-Comics Campaign (1999).
í inngangi rekur ritstjórinn, John A. Lent,
hvernig fordómar gegn myndasögunni fengu
byr undir báða vængí þegar fregnir bárust af
herferðinni í Bandaríkjunum en leggur, líkt
og Nyberg, einnig áherslu á að myndasagan
hafði lengi verið blóraböggull og uppáhald
„sjálfskipaðra siðapostula, and-kommúnísta
(og í sumum tilfellum, kommúnista),
ríkisstjórna og yfirvalda á sviði trúar og
menntunar".6Ljóst er af greinunum í safninu
(sem fjalla um Bretland, Þýskaland, Kanada,
Ástralíu og Asíulönd auk Bandaríkjanna) að
fordómarnir eru víðtækir og langlífir.
Myndasagan og lestur barna
Eittaf þvísem Nyberg legguráherslu á ískrifum
sínum er spurningin um myndasöguna og
börn. ( greininni „No Harm in Horror" ræðir
hún þá hugmynd að myndasagan skaðí börn
5 Það er sérstaklega Martin Barker sem hefur fjallað um
þessar vafasömu pólitísku hliðar herferðarinnar gegn
myndasögum i bók sinni A Haunt ofFears: The Strange
Historyofthe Brítish Horror Comics Campaign, Jackson
og London, University Press of Mississippi 1992 (1984).
6 John A. Lent, „The Comics Debates Internationally:
Their Genesis, Issues and Commonalities", í Pulp
Demons: International Dimensions of the Postwar
Anti-Comics Campaign, ritstj. John A. Lent, London,
Associated University Presses 1999, bls. 9. Þýð.
Úlfhildur Dagsdóttir.