Börn og menning - 01.09.2013, Qupperneq 14

Börn og menning - 01.09.2013, Qupperneq 14
Bechdel prófið birtist fyrst 1985 í teiknimyndasögunni Dykes to Watch Out For eftir Alison Bechdel. Kynjapróf í myndheimum Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir Fyrír ekki svo löngu síðan var ég fengin til að koma og tala um kynja- og staðalimyndir í teiknimyndasögum í framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirlesturinn olli mér talsverðum kvíða, því sem femínisti hef ég margoft þurft að forða mér í miðju rifrildi við fóik sem finnst allar rannsóknir á stöðu kynjanna vera hálfvitaleg tilraun kvenna til að taka yfir heiminn. Þegar á hólminn var komið gekk þetta mun betur en ég hafði þorað að vona, nemendur tóku mér flestir vel og hlustuðu á það sem ég hafði fram að færa. Margir voru þegar farnir að opna augun fyrir hinu ótrúlega misrétti sem birtist í myndmáli fjölmiðla, í auglýsingum, teiknimyndum, bíómyndum og bókum, hvort sem það er af ásettu ráði eða óviljandi. En hvað gerir teiknimyndasögur og annað myndefni jafnréttissinnað? í þessari grein er fjallað um það hvernig hægt er að mæla hvort myndefni sé jafnréttissinnað eða ekki. Ég segi frá hinu alræmda „Bechdel-prófí"og og reyni að betrumbæta það. Síðan set ég upp kynjagleraugun og rýni nokkrar teiknimyndasögur sem ég naut þess að lesa í æsku og eina nýlega sem er í miklu eftirlæti hjá mér í dag. Ég skoða þessar bækur út frá kynjafræðilegu sjónarhorni og velti fyrir mér hvaða kynjaímyndum börn kynnast við lestur þeirra. Prófsteinar jafnréttis? Bechdel-prófið svokallaða er kennt við teiknimyndahöfundinn Alison Bechdel. Prófið birtist fyrst í teiknimyndasögu hennar frá 1985 sem heitir Dykes to Watch Out For en þar er gert grín að fátæklegri stöðu kvenna í bíómyndum. Til þess að standast Bechdel- prófið þarf kvikmynd að uppfylla eftirfarandi þrjú skilyrði: 1) Þar þurfa að vera að minnsta kosti tvær nafngreindar konur 2) sem tala saman um 3) eitthvað annað en karlmann. (teiknimyndasögu sinni notar Alison Bechdel fyndni til að vekja athygli á hversu fáar konur eru sýndar í kvikmyndum. En prófið sem hún bjó til í spaugi hefur reynst gagnrýnendum notadrjúgt til að sýna fram á mynstur kynjamisréttis í bókmenntum og listum.

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.