Börn og menning - 01.09.2013, Síða 21

Börn og menning - 01.09.2013, Síða 21
75 ára vikapiltur á hóteli - sitthvað um Sval, Val og sjálfan mig 21 Svalur og Valur lenda i kröggum í Moskvu undir lok kalda stríðsins í Spirou á Moscou eftir Philippe Tome og Janry (1990). Sveppaborg en það var sagnaheimur sem Franquin skapaði á næstu árum með fjölda aukapersóna (sem allar eru karlar). Þótt Svalur og Valur búi í óskilgreindri stórborg gerast ævintýri þeirra aldrei þar, heldur annaðhvort á ferðalagi um fjarlæg lönd eða í Sveppaborg. Auk íbúa Sveppaborgar skapaði Franquin allnokkra skúrka til að sjá söguhetjum sínum fyrir verkefnum. Veigamesta viðbótin var þó gormdýrið, suður-amerísk kynjaskepna með ofurkrafta sem fylgdi Sval og Val í nær öllum þeirra ævintýrum og reyndist oftar en ekki hluti af lausn vandans. Breyttir tímar Franquin-tímabilið á sjötta og sjöunda áratugnum var gullöld sagnaflokksins. Bækurnar seldust í bílförmum og hvert barn á franska málsvæðinu þekkti Sval og Val. Vinsældirnar tóku þó sinn toll af höfundinum. Vinnuálagið gekk nærri heilsu Franquins og þunglyndi hans færðist í vöxt. Við það bættist að listamaðurinn lét það alla tíð fara (taugarnar á sér að Svalur og Valur væru ekki hans eigin sköpunarverk, öfugt við til dæmis Viggó viðutan sem hann hafði mun meiri ánægju af að teikna. Árið 1969 tókst Franquin að sannfæra útgefendur sína um að fela ungum frönskum teiknara, Fournier, að taka við keflinu. Næstu tíu árin var sagnaflokkurinn í höndum Fourniers sem gerði sögurnar eilítið pólitískari í anda sinnar kynslóðar en um leið vék tæknidella forvera hans fyrir aukinni áherslu á töfra og yfirskilvitleg fyrirbæri. Ýmsir gamlir Fabien Vehlmann og Yoann Chivard bera nú ábyrgð á bókaflokknum um Sval og Val. Fyrsta bók þeirra, Alerte aux Zorkons, kom út 2010. Svals og Vals-unnendur áttu þó erfitt með að sætta sig við að gormdýrið væri horfið úr sögunum en Franquin heimilaði eftirmönnum sínum ekki að notast við Gorminn. Fournier hætti skyndilega störfum árið 1979 eftir deilur við yfirmenn sína. Nokkurn tíma tók að finna heppilega arftaka en árið 1984 kom útfyrsta Svals-bókin eftir félagana Tome og Janry. Þrettán áttu eftir að fylgja í kjölfarið. Stíll Tome og Janry var ærslafullur, teikningarnar fyndnari og ofbeldi í sögunum snarjókst. Þrátt fyrir þessar breytingar virtist sagnaflokkurinn staðnaður og ævintýrin barnaleg miðað við þá þróun sem átti sér til að mynda stað í bandarískum og japönskum teiknimyndasögum. Svalur og samtíminn Tome og Janry gerðu sér fyllilega grein fyrir þessu og ákváðu í siðustu bók sinni, sem út kom árið 1998, að kippa Sval og Val rækilega inn í samtímann. Draumavéliri eða Machine qui réve minnir á bandarísk hasarblöð frekar en klassískan evrópskan skrípósögustíl, með raunsæislegum teikningum þar sem skyggnst er inn í sálarlíf söguhetjunnar. Flétta bókarinnar snýst svo um klónun manna og ill líftæknifyrirtæki. Kveðjusaga þeirra Tome og Janry fól í sér fullróttækar breytingar fyrir íhaldssama lesendur en færði þó út mörkin fyrir seinni höfunda. Þær sjö bækur sem komið hafa út á þessari öld eiga það sameiginlegt að reyna að gefa sögunum nútímalegri blæ, meðal annars með sterkum áhrifum frá japönskum manga-sögum. Á sama tíma hafa sögulegar vísanir í fyrri bækur sagnaflokksins orðið algengari. Löngu gleymdar aukapersónur hafa verið dregnar fram, auk tækja og tóla úr eldri sögum. Póstmódernisminn svífur þó yfir vötnum og nær nýjum hæðum í nýjustu bókinni, þeirri 53. í röðinni: Dans les griffes de la Vipére eða / klóm höggormsins. í sögunni festir illur auðkýfingur kaup á Sval og bætir honum í einkasafn sitt af útbrunnum ofurhetjum barnæsku sinnar með orðunum: „Ég man eftir þér. Las sumar af bókunum þínum á meðan þær voru ennþá vinsælar. Mig óraði ekki fyrir því að þú værir enn að." I sögulok tekst klókum lögfræðingi að rifta mansalssamningnum. Svalur verður frjáls á ný og tilbúinn að takast á við ævintýri í stað þess að tóra sem lifandi steingervingur í eigu miðaldra manns sem reynir að ríghalda í nostalgíska minningu um teiknimyndahetjur fortíðarinnar. Mikið skýrara verður líkingamálið ekki. Höfundur er sagnfræðingur

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.