Börn og menning - 01.09.2013, Page 22
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir
Norrænar teiknimyndasögur:
Teiknaðar sögur tilnefndar til Barna-
og unglingabókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs 2013
Hinn 30. október síðastliðinn voru í fyrsta skipti veitt Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Þau eru systurverðlaun
Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, sem stofnuð voru árið 1962, og er ætlað að undirstrika mikilvægi barna- og unglingabókmennta
á Norðurlöndum. Skrifstofa Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs er i Norræna húsinu í Reykjavík. Norðurlöndin
fimm tilnefna hvert um sig tvær bækur til verðlaunanna, en einnig hafa tilnefningarrétt Álandseyjar, Færeyjar, Græntand og samíska
málsvæðið, sem geta tilnefnt eina bók hvert. Verðlaunahafinn að þessu sinni var finnska skáldkonan Seita Vuorela, áður Seita Parkkola,
fyrir unglingabókina Karikko eða Blindsker. Þar segir frá sambandi tveggja bræðra sem dveljast ásamt móður sinni á dularfullu tjaldsvæði
sem kallast Heimsendir.
Það vakti athygli að þrjár af fjórtán bókum
sem tilnefndar voru til þessara nýju
verðlauna voru teiknimyndasögur, teiknaðar
skáldsögur og smásögur sem höfða ekki
síður til fullorðinna en barna. Teiknaðar
skáldsögur eru sjaldan tilnefndar til
vestrænna bókmenntaverðlauna og aðeins
tvær, svo ég viti til, hafa hlotið verðlaun
sem ekki eru helguð teiknimyndasögum.
Teiknimyndasagan Watchmen eftir Alan
Moore og Dave Gibbons vann bandarísku
Húgó-v(sindaskáldsöguverðlaunin árið
1988 og Art Spiegelman hlaut árið 1992
bandarísku Pulitzer-verðlaunin fyrir teiknuðu
skáldsöguna Maus sem segir sögu foreldra
höfundarins og hverníg þeir lifðu af helförina.
Engin teiknuð skáldsaga hefur verið tilnefnd
til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
svo mér sé kunnugt.
Nú virðist hins vegar hafa skapast rými
fyrir myndmál teiknimyndasagnanna
með tilkomu nýju Barna- og unglinga-
bókmenntaverðlaunanna. Grænlendingar
tilnefndu teíknimyndasöguna Ukaliatsiaq
eða Hreysiköttinn eftir Nuka K. Godtfredsen
og Martin Appelt og Norðmenn tilnefndu
Fallteknikk eða Listina að detta eftir Ingu H.
Sætre. Danir tilnefndu hina stórmerkilegu
Biblia Pauperum Nova: Ny bibel for de fattige
iánden, sem mætti þýða á íslensku sem „Ný
biblía fyrir þá sem eru fátækir í andanum",
eftir Oscar K. og Dorte Karrebæk, bók sem
ber mörg einkenni teiknimyndasögunnar en
þó ekki nándar nærri öll.