Börn og menning - 01.09.2013, Page 25
Norrænar teiknimyndasögur: Teiknaðar sögur tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2013
25
Grænlandi og fornleifauppgröft og geta
skoðað skýringarmyndir og Ijósmyndir af
uppgreftí fornleifafræðinga.
„Það tók mig tvö og hálft ár að teikna
þessa bók, það var mjög mikilvægt fyrir
mig að bókin yrði sem vönduðust, bæði
myndmálið og textinn. Við byrjuðum á því
að vinna stutt handrit að söguþræðinum.
Martin Appelt, fornleifafræðingur á
Þjóðminjasafninu, skrifaði þennan söguþráð
upp úr rannsóknarvinnu sinni. Síðan skrifaði
ég lengri útgáfu af handritinu, útfærði
persónur og dýpkaði söguþráðinn, og skrifaði
handrit á grænlensku. Síðan hófst ég handa
við að teikna."
Aðalsöguhetja Hreysikattarins er
Ukaliatsiaq, ung kona af ættbálki Túníta,
sem tekin er I læri hjá andalækninum
Umimmak. Saman leggja þau í mikla ferðyfir
Grænlandsjökul og Ukaliatsiaq lærir að kalla
til sín hjálparanda, skera út í tennur og bein
og lækna fólk. Á ferðum sínum kynnast þau
bæði byggðum Túníta og hinna nýju Inúíta.
Ukaliatsiaq kynnist ungum Inúítaveiðimanni,
Aarluk, en hann hefur komið alla leið til
Grænlands frá Norður-Alaska. Þau búa
saman, fyrst í þorpi Inúíta, og seinna í túnísku
heimaþorpi Ukaliatsiaq.
„Við Martin vildum hafa konu sem
aðalsöguhetju bókarinnar, því að konur og
karlar lifðu allt öðruvísi lífi meðal Túníta:
Þær voru ekki veiðimenn á kajökum, heldur
lifðu þær á landinu og fönguðu hreindýr.
Sagnfræðingar segja okkur að hlutverk karla
og kvenna hafi verið mjög svipuð meðal
forfeðra okkar, meðal Inúíta, en svo var
ekki meðal Túníta. Hlutverk kynjanna var
þar mjög ólíkt, og það var mikilvægt fyrir
okkur að velja konu sem elst upp í allt öðru
samfélagi en við ólumst upp í, sem hefur allt
aðra lífssýn en við, að segja sögu konu sem
lærir að verða andalæknir."
Texti bókarinnar er einfaldur, enda ætlaður
börnum. Frásögnin er blátt áfram en það sem
stendur upp úr í bókinni eru myndirnar.
..Ég vinn mjög lengi að hverri mynd, þær
eru teiknaðar og litaðar með vatnslitum. Ég
byrja á því að mála himininn og byggi síðan
Úr Ukaliatsiaq eftir Nuka K.
Godtfredsen (2012).
smám saman upp landslagið og fólkið með
vatnslitunum, þetta gefur myndunum dýpt,
að mála þær í svona mörgum umferðum,"
segir Godtfredsen
Teikningar Godtfredsens eru gullfallegar, í
raunsæjum stíl. Litrófið er jarðbundið, gráir og
grænir náttúrulitir og hinn óendanlegi, hvíti
litur jöklanna. Inn á milli málar Godtfredsen
andaheiminn, en þá eru litirnir ónáttúrulegir,
bjartir grunnlitir, og rammarnir riðlast allir til
og sýnast á hreyfingu.
Bækurnar eru nú skyldulesning í
grænlenskum skólum og sérstök útgáfa
hefur verið prentuð fyrir skólabörn, sem
hafa tekið henni vel. „Teiknimyndasagan
er mjög ungt listform á Grænlandi," segir
Godtfredsen, „en Grænlendingar búa yfir
langri sagnahefð. Forfeður okkar sögðu
börnum sinum sögur forfeðra sinna og þessar
sögur voru sagðar á myndrænan máta, með
leikmunum. Það hafa fundist litlar fígúrur
eða myndskreytingar af hvölum og svo
framvegis. Þessi sagnalist er menningararfur
okkar og ég nýti mér þessa hefð, lengi hana
og segi sögur með myndum, bara mun fleiri
myndum."
Teiknimyndasögur á Norðurlöndunum
Tilnefningar til þessara fyrstu Barna- og
unglingabókmenntaverðlauna Norðurlanda-
ráðs benda til þess að teiknimyndasagan lifi
blómlegu lífi á Norðurlöndum, þótt ekki fari
mikið fyrir henni. Frægustu teiknimyndasögur
Norðurlanda eru án efa Goðheimabækur
danska myndhöfundarins Peters Madsen,
en fimm þeirra hafa verið þýddar á íslensku
og stendur til að þýða þær tíu sem eftir
standa. Myndhöfundar um öll Norðurlöndin
hafa þó verið að teikna og skrifa styttri
myndasögubálka, og það er þessum
nýstofnuðu verðlaunum Norðurlandaráðs að
þakka að bækurnar hljóta nú kynningu út
fyrir landsteinana.
Höfundur er bókmenntafræðingur
Bækur
Inga H. Sætre. Fallteknikk. Ósló: Cappelen
Damm. 2011.
Nuka K. Godtfredsen og Martin Appelt (saga
og rannsóknarvinna). Hermelinen. Grænland:
llinniursiorfik Undervisningsmiddelforlag
og SILA - Nationalmuseets center for
Gronlandsforskning. 2012.
Oscar K. og Dorte Karrebæk (myndir). Biblia
Pauperum Nova: Ny bibel for de fattige i
ánden. Kaupmannahöfn: Forlaget Alfa. 2012.