Börn og menning - 01.09.2013, Síða 28

Börn og menning - 01.09.2013, Síða 28
28 Börn og menning Halla Margrét Jóhannesdóttir Hugrekki og hættur í Huliðsdal Hættuför í Huliðsdal Höfundur: Salka Guðmundsdóttir Leikstjóri: Harpa Arnardóttir Leikarar: Aðalbjörg Árnadóttir Guðmundur Ólafsson Hannes Óli Ágústsson Maríanna Clara Lúthersdóttir Leikmynd: Brynja Björnsdóttir Tónlist: Ólafur Björn Ólafsson Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir Lýsing: Egill Ingibergsson Aðstoðarmaður leikstjóra: Sigríður Eir Zophaníasardóttir Á leikárinu 2012-2013 voru einungis frum- sýnd tvö leikverk hjá atvinnuleikhúsum á Islandi sem teljast til barnasýninga. Af því leiddi að ekki var hægt að tilnefna eða veita Grímuverðlaun í þessum flokki sem ýmsum þótti leitt. Það er því fagnaðarefni að ein af fyrstu frumsýningum þessa hausts skuli hafa verið barnasýning. Sunnudaginn 8. september frumsýndi leikhópurinn Soðið svið leikritið Hættuför í Huliðsdal eftir Sölku Guðmundsdóttur. Hópurinn fékk inni í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu, sem er samstarfsaðili hópsins, ásamt Leikfélagi Akureyrar þar sem sýningar eru einnig fyrirhugaðar. Það hefur verið gaman að fylgjast með verkum Sölku Guðmundsdóttur undanfarið. Fyrsta leikrit hennar, Súldarsker (2010), var afspyrnu hressandi og kraftmikil frumraun. Fyrir það hlaut hún Grímutilnefningu og var verkið jafnframt valið í hóp bestu nýrra evrópskra leikrita af European Theatre Today árið 2012. Hættuför í Huliðsdal fjallar um Eyju, 11 ára stelpu, sem er nýflutt upp í sveit með foreldrum sínum og afa, á æskustöðvar afans. Foreldrar hennar misstu húsnæði sitt í hruninu og hafa neyðst til að flytja. Eyja efast um að hún eignist nokkurn tíma vini eða verði ánægð á þessum nýja stað. Hún er einmana og ver tíma sínum í að semja myndasögur um ofurhetjuna Ögðu. Húsið í sveitinni er gamalt og drungalegt. Það gnauðar og brakar í því þegar vindurinn blæs á kvöldin. Það er einmitt á slíku kvöldi sem leikritið gerist, kvöldi þegar óútskýranlegir og dularfullir atburðir eiga sér stað. Inni í herbergi Eyju birtist Hrappur, 12 ára gamall strákur sem hefur verið fangi Bryngerðar í Huliðsdal í hálfa öld. Hjá henni hefur hann mátt dúsa án þess að eldast

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.