Börn og menning - 01.09.2013, Side 31
Bræður munu berjast: um Strokubörnin á Skuggaskeri eftir Sigrúnu Eldjárn
31
enn einum ævintýraþríleik en Ijóst er að
henni svipar mjög til upphafsbóka fyrri
þríleikja höfundarins. í bókinni skapar Sigrún
heildstæðan söguheim og kynnir söguhetjur
á ýmsum aldri sem skiptast á að segja
söguna.
Þessi bók er þó mun skelfilegri og
átakanlegri en fyrri bækur Sigrúnar og ég hef
enn ekki gert það upp við mig hvort ég vilji sjá
fleiri bækur um strokubörnin á Skuggaskeri.
Ég velti því fyrir mér hvort þær myndu ekki
útvatna þá skörpu ádeilu á hervæðingu og
auðlindagræðgi nútímasamfélaga sem birtist
í þessari bók.
Strokubörnin á Skuggaskeri segir frá
tveimur þorpum í Fagradal. Áin Silfra rennur
í gegnum dalinn og skilur að byggðirnar
tvær, Vesturhlíð og Austurhlíð. í gamla daga
lifðu íbúar þorpanna í sátt og samlyndi
og stórglæsileg brú var byggð yfir Silfru
til að treysta böndin. En dag einn koma
vísindamenn í dalinn, með flókin og
skringileg mælitæki og uppgötva dýrmæta
auðlind í Hólmanum í miðri ánni.
Bæði Vesturhlíð og Austurhlíð telja sig
eiga Hólmann og brátt skellur á stríð um
eignarhald hans og verðmætanna sem þar
er að finna. Brúin á milli byggðanna er rifin
og hvort þorp fyrir sig byggir nýja brú sem
aðeins liggur á Hólmann sjálfan. Vopnaðir
verðir, gráir fyrir járnum, gæta þessara brúa
og enginn samgangur er lengur á milli
Vesturhlíðar og Austurhlíðar.
Strokubörnin á Skuggaskeri eru tveir
systkinahópar sem búa hvor sínum megin
við ána. Hringur, Lína, Anna og Beta eru
fædd í Austurhlíð en Reynir og Björk í
Vesturhlíð. Áður höfðu þau verið vinir og
skipst á heimsóknum yfir brúna en nú er
það liðin tíð. Lesendur kynnast sögu þessara
tveggja systkinahópa sem báðir hafa flúið
frá Fagradal og róið að lítilli eyju úti í hafi,
Skuggaskeri. Þar reynir hvor hópur fyrir sig
að hefja nýtt líf, langt frá firringu fullorðna
fólksins.
Sigrún dregur hvergi úr hryllingnum
sem fylgir þessum illdeilum, þetta eru ekki
nágrannaerjur, heldur blóðug styrjöld.
Árásargirnin smitar svo út frá sér og börnin
fyllast hatri eins og foreldrarnir. Þau van-
treysta ekki aðeins fyrrverandi vinum sínum,
heldur líka foreldrum sínum og fjölskyldum.
Vopnaburður leikur stórt hlutverk bæði í
texta og myndum Sigrúnar. Á fyrstu síðum
bókarinnar er mynd af hermanni sem ver
byggð sína gegn árásum og hann myndi
sennilega sóma sér vel á hvaða hátæknivígvelli
sem finna má hér á jörðu. Börnin eru vopnuð
bogum og örvum og þegar elstu drengirnir
tveir, Hringur og Reynir, rekast hvor á annan
á eyjunni eru fyrstu viðbrögð þeirra að
spenna bogana hvor gegn öðrum.
Þegar foreldrar barnanna uppgötva hvar
þau dvelja og koma til að endurheimta
þau, þá beina börnin örvunum í aðra átt, í
áttina að foreldrum sínum. í þessum sterka
og átakanlega kafla undir lok bókarinnar,
nýtir Sigrún bókarformið á táknrænan hátt.
Lengst til vinstri á opnunni er mynd af
Hring með spenntan boga og vísar örin á
hægri hlið opnunnar en þar standa foreldrar
hans varnarlausir. Það er ekki aðeins
hugmyndafræðileg gjá sem skilur að börn
og foreldra, heldur einnig hvít blaðsíðan og
hryggur bókarkjalarins.
Villibarnið?
Eitt það skelfilegasta við Strokubörnin á
Skuggaskeri er þó furðuleg vera sem læðist
um meðal barnanna á eyðieyjunni. Inn á
milli kaflanna sem segja frá ævintýrum
barnanna læðir þriðji sögumaðurinn sér inn
í atburðarásina og er frásögn hans skáletruð.
Þetta er Karri, drengur sem hefur gengið
sjálfala á Skuggaskeri þar sem móðir hans
skildi hann eftir á unga aldri.
Sigrún sækir hér I ríkan sagnaarf
Vesturlanda um börn sem hafa alist upp í
skóginum, má þar nefna goðsöguna um
Rómulus og Remus, sögu hins þýska Kaspars
Hausers og skáldskap eins og sögurnar
af Móglí í Skógarlífi Rudyards Kiplings og
Tarzan í samnefndum bókaflokki Edgars Rice
Burroughs.
Karri er villt barn, enfant sauvage, og ekki
er Ijóst hvort hann muni ráðast á hina nýju
nágranna sína eða vingast við þá. Ég verð
að viðurkenna að mér þótti persónusköpun
Karra ekki takast nógu vel hjá Sigrúnu. Undir
lok bókarinnar hefur hann skyndilega bæst
i vinahópinn, án þess að nokkur skýring sé
gefin á því.
í lok sögunnar er engu líkara en Karrl
hafi gleymst. Enginn kennir honum að tala
eða býður honum að koma heim með sér.
Nei, þvert á móti mun Karri dvelja áfram á
eyjunni, að vísu munu börnin úr Austurhlíð
og Vesturhlíð dvelja þar hjá honum um
tíma, á meðan hinir fullorðnu vinna að
endurbyggingu byggðarinnar í Fagradal.
Óljóst er hvað verður svo um Karra.
Vopnahlé eða friður?
Söguþráður bókarinnar dregur upp
dystópíska sýn á veröldina. Söguefnið minnir
um margtá hina sígildu skáldsögu Lordofthe
Flies eftir William Golding sem segir frá hópi
skólastráka á eyðieyju í kjarnorkustyrjöld.
En börnin í söguheimi Sigrúnar sættast í
lok bókarinnar, í stað þess að ráðast hvert á
annað. Hringur og Reynir hittast á veiðum,
alvopnaðir, og allt stefnir í óefni.
Hringur horfir stíft á Reyni. Reynir starir
illilegur á móti. Þeir standa þarna tveir
... annar frá Austurhlíð og hinn frá