Börn og menning - 01.09.2013, Page 34
34
Börn og menning
VORVINDAR
Viðurkenningar með vorvindunum
íslandsdeild IBBY var stofnuð árið 1985 og
tveimur árum síðar veitti félagið í fyrsta
skipti viðurkenningar fyrir gott framlag til
barnamenningar. Viðurkenningarnar hafa
síðan verið veittar árlega og ganga nú undir
nafninu Vorvindar enda eru þær jafnan
afhentar á vorin, nær undantekingalaust á
sólríkum sunnudegi í maí. Um það bil eitt
hundrað einstaklingar og stofnanir hafa
fengið siíka viðurkenningu frá iBBY.
Á þessu herrans ári, 2013, voru
eftirtaldir aðilar heiðursins aðnjótandi:
Þjóðleikúsið fyrir leiksviðið Kúluna,
rithöfundarnir Cunnar Helgason og
Kristjana Friðbjörnsdóttir fyrir ritstörf
sín og myndlistarkonan Birgitta Sif fyrir
bókina Ólíver.
Eins og undanfarin ár var Vorvindahátíðin
haldin í Gunnarshúsi og hófst með því
að viðstaddir sungu saman lagið góða,
„Vorvindar glaðir". Arndís Þórarinsdóttir
formaður IBBY setti síðan samkomuna og
sagði að fátt væri skemmtilegra í starfi
stjórnarinnar en að setjast niður skömmu eftir
jól og henda á milli sín nöfnum einstaklinga
og hópa sem eru að gera eitthvað alveg
frábært sem vert er að vekja athygli á.
Arndísi var tíðrætt um mannbætandi áhrif
verka þessara aðila sem allir segja sögur á
hátt sem er líklegur til að bæði skemmta og
bæta þá sem lesa:
Ég er svo lánsöm að eiga tvö lítil börn
og um daginn var ég að hugsa hvað
mér þætti mikilvægast að þessi kríli
fengju út úr uppeldinu. Ég fór strax
að hugsa um gullnu regluna: Að þau
breyti gagnvart öðrum eins og þau
vilja að aðrir breyti gagnvart þeim.
Maður óskar þess að þau verði farsæl
félagslega, eignist trausta vini og verði
traustir vinir. Maður vill að þau læri
vinnusemi, sannsögli, gleði, víðsýni,
ábyrgð og kurteisi. Góð umgengni og
fallegir mannasiðir skipta auðvitað líka
máli. Svo eiga þau að vera skapandi,
gagnrýnin og leitandi.
Það er svo margt sem manni finnst
að lítil börn eigi að læra. En þegar ég
hugsaði málið lengra var sami lykillinn
að þessu öllu. Það sem skiptir mestu
máli þegar kemur að því að vera góð
manneskja er hæfileikinn að geta sett
sig í spor annarra. Það er svona einfalt.
Það er þannig sem maður lærir að
breyta rétt. Og enn sem komið er veit
ég bara um eina leið til að gera það.
Besta, og kannski eina leiðin til þess
að læra að setja sig í spor annarra, er
að meðtaka sögu. Sögu í bók, sögu á
sviði, sögu í Ijóði eða sögu á tjaldi. Eða
sögu sem gamli maðurinn í biðröðinni
á pósthúsinu fer að segja þér alveg
óumbeðinn. Það skiptir kannski ekki
öllu máli hver miðillinn er en með því
að lesa sögu upplifum við eitthvað nýtt
og eitthvað framandi út frá sjónarhóli
einhvers annars. Þetta er æfing sem
við stundum reglulega frá því við erum
á fyrsta eða öðru ári og til dauðadags.
Þegar maður situr einn með bók þá
hverfur maður inn í söguna, verður
hluti af henni. Og þegar sagan er búin
er maður breyttur, er maður aðeins
önnur manneskja en maður var.
Arndís afhenti Þórhalli Sigurðssyni, sem hefur
veríð listrænn stjórnandi Kúlunnar frá því að
hún var opnuð árið 2006, viðurkenningu
IBBY. Hún hrósaði Þjóðleikhúsinu fyrir að
sýna yngstu áhorfendunum sóma með þvi
að helga heilt svið barnaleikritum og gerði
mikilvægi fyrstu leikhúsupplifunarinnar að
umtalsefni, hvað það skipti miklu máli að
krakkar læri að hlusta á sögur og að þau séu
virkir þátttakendur í listinni frá unga aldri.
I leikhúsinu dragast þau inn í annan heim,
þar sjá þau hvernig þykjustuleikurinn þeirra
getur haldið áfram og orðið eitthvað stærra.
Helga Birgisdóttir, sem situr í stjórn IBBY,
afhenti Gunnari Helgasyni viðurkenningu
fyrir að hafa skemmt börnum og unglingum
með ýmsu móti árum saman. Hún þakkaði
honum sérstaklega fyrir framlag hans til
íslenskra barnabókmennta og hrósaði honum
fyrir færni hans í að skrifa trúverðuglega um
tilfinningalíf stálpaðra stráka:
Sögurnar um Jón eru strákabækur
og þeir fræðimenn sem hafa látið
sig varða bóklestur drengja, eða öllu
heldur skort á lestri, segja að strákar
lesi helst upplýsingabækur, grín og
húmor af ýmsum toga, blaðagreinar,
vísindaskáldsögur, fantasíur og
ævintýrasögur. Með öðrum orðum:
Strákar sem lesa, lesa alla jafnan
lélegar bækur, bækur sem þeir eiga
að þroskast frá í átt að þyngra og
raunsærra efni, efni sem geri meiri
kröfur til lesenda, meðal annars hvað
varðar lesskilning. Þetta gerist þó
gjarnan frekar seint og alltof oft alls
ekki.
Hluti af þessum vanda, þ.e. hvað
strákar lesa lítið og hvað þeir lesa
„ómerkilegar bókmenntir" held ég að
felist í því hversu lítið af góðu lesefni
þeim stendur til boða og beint er
til þeirra. Viti í Vestmannaeyjum og
Aukaspyrna á Akureyri eru raunsæjar
þroskasögur, spennandi og broslegar,
sorglegar og hlægilegar, erfiðar en um
leið léttar. Þetta eru bækur sem gera
kröfur til lesandans og þegar hann er
einu sinni búinn að opna bækurnar vill