Börn og menning - 01.09.2013, Page 35

Börn og menning - 01.09.2013, Page 35
35 Viðurkenningar með vorvindunum Sigþrúður Gunnarsdóttir, Þórhallur Sigurðsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Kristjana Friðbjörnsdóttir og Gunnar Helgason hann helst ekki hætta fyrr en bókin er búin - og verður svekktur þegar það gerist. Ein af árlegum viðurkenningum IBBY er veitt ungum og upprennandi listamanni og er henni meðal annars ætlað að vera hvatning til góðra verka í framtíðinni. Að þessu sinni hlaut Birgitta Sif þessa viðurkenningu fyrir bókina Ólíver. Birgitta Sif er fædd í Reykjavík, en ólst upp í Svíþjóð, Danmörku og Bandaríkjunum. Hún nam teikningu og grafíska hönnun við Cornell University í New York og tók meistarapróf ( barnabókalýsingum frá Cambridge School of Arts í Bretlandi árið 2011. Ólíver kom fyrst út á ensku hjá breska forlaginu Walker Books og er fyrsta bók hennar þar sem hún á bæði myndir og texta. Sigþrúður Gunnarsdóttir þýddi bókina á íslensku. Sigþrúður tók við viðurkenningunni fyrir hönd Birgittu sem býr og starfar í London. Áslaug Jónsdóttir, sem situr í stjórn IBBY, afhenti viðurkenninguna og má hér lesa lýsingu hennar á Óliver: Reyndar má segja að tvær persónur hljóti viðurkenninguna! Fyrstan ber að telja lítinn, mjósleginn strák með stór augu og enn stærri gleraugu. Hann prikast um á rauðum strigaskóm og virðist fáa eiga að fyrir utan tuskudýrin sín. Hann heitir Ólíver og er kynntur svo i samnefndri bók: „Ólíver var dálitið sérstakur. En það var allt í lagi. Hann bjó í sínum eigin heimi, sæll og glaður með vinum sínum." Veröld Ólívers er viðfeldin og kunnugleg en stundum örlítið bjöguð: hús, bílar og tré eru toguð og teygð eins og þau séu á fartinni burt - altént í öfuga átt við Ólíver, sem rólegur heldur sínu striki og leikur sér einn með tuskudýrunum sínum. I félagsskap þögulla vina gefur hann ímyndunaraflinu lausan tauminn, eins og börn kunna manna best. Og þar liggur meðal annars styrkur bókarinnar og boðskapur: Ólíver er einfari, hann er öðruvísi, en það er allt í lagi og umfram allt finnst honum það í lagi sjálfum. Umhverfið er honum heldur ekki fjandsamlegt, flestir eru glaðir og góðir, afskiptalitlir þó. Fólkið í kringum Ólíver er oft spaugilegt, án þess að það sé skrípamyndir. Teikning og línur eru mjúkar og lifandi, litaskalinn mildir jarðartónar, bókin öll andar hlýju og væntumþykju. Hver opna er full af smáatriðum og ótal aukapersónum sem er gaman að velta fyrir sér, þar eru allir önnum kafnir og uppteknir af sínu. Þarna dúkka til dæmis upp hinar vinsælu myndabókamýs sem sýsla sitthvað óháð söguþræðnum. Myndræna frásögnin er Ijúf og hógvær en á sama tíma fjölskrúðug og fyndin. Andstætt Ólíver eiga flestar aukapersónurnar í einhvers konar samneyti eða samskiptum innbyrðis, jafnvel persónur í myndarömmum á veggjum. Á nokkrum síðum má þó finna stúlku sem gengur ein eða grúfir sig ofan í bók. Þar er kominn verðandi sálufélagi Ólívers: nafna hans Ólivía. Ólíver hefur einmitt rekið sig á einstæðingsskap sinn þegar fundum þeirra bersaman. Bókin endar á byrjun: á upphafi vinskapar þeirra tveggja. Guðlaug Richter, varaformaður IBBY, afhenti fjórðu viðurkenninguna en hana hlaut Kristjana Friðbjörnsdóttir sem er orðin þekkt fyrir bækur sínar um Ólafíu Arndísi. Það má kannski segja um hana eins og Ólíver að það séu tvær persónur sem fá viðurkenningu; hin bráðskemmtilega og breyska Ólafía Arndís og svo auðvitað skapari hennar, Kristjana sjálf. Kristjana, sem er grunnskólakennari, hefur sagt að bækurnar um Ólafíu Arndísi hafi komið til vegna þess að henni hafi fundist skorta fjölbreytni í barnabókaflóruna. Hún miðar alla sína kennslu út frá notkun barnabóka og vantaði texta í sendibréfastíl. Þannig urðu til Flateyjarbréfin sem Ólafía Arndís skrifar kennaranum sínum á meðan hún dvelur sumarlangt í Flatey. í kjölfarið fylgdu Dagbók Ólafiu Arndisar og Reisubók Ólafiu Arndísar og þar með var Ólafía Arndís komin í flokk allra skemmtilegustu barnabókapersóna síðustu ára. Hún á við sín vandamál að stríða, er til dæmis einstaklega óheppin með foreldra, en það er alltaf líf og fjör í kringum hana og sennilega eiga íslensk ungmenni auðvelt með að spegla sig í hennar veruleika. Auk þess að vera skrifaðar í fjörlegum og hröðum stíl gerast bækurnar um Ólafíu Arndísi víðs vegar um landið þannig að þær vekja ekki aðeins hlátur heldur koma á framfæri heilmiklum fróðleik í leiðinni. Að venju lauk Vorvindahátíðinni með kaffisamsæti og spjalli og það verður að segjast eins og er að það er fátt Ijúfara en að vera innan um fólk á öllum aldri sem sameinast um þetta skemmtilega áhugamál - barnamenningu í öllum sínum fjölbreyttu myndum.

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.