Reginn - 01.02.1968, Blaðsíða 1

Reginn - 01.02.1968, Blaðsíða 1
mm I o-c-T BLAÐ TEMPLARA í SIGLUPIRÐI 1.—2. tölufolað. Fimmtudaglnn 1. febrúar 1968. 31. árgangur. Hver er skylda okkar við æskuna? SKÓLAÆSKAN Mikill hluti æskufólks er í skólanum frá 7 ára aldri og fram um tvítugt. Á þessum þroskaárum er æskumanninum lífsnauðsyn að vera bindindismaður. Það er skylda allra, sem við skólana starfa að stuðla að því, að nemendur neyti ekki áfengis eða tóbaks. Góður félagsskap- ur getur þar miklu góðu til leiðar komið, og hefur forðað mörgu góðu mannsefni frá óreglu og lífsglötun. Fordæmi kennara hefur þar mikið að segja. Það er skylda allra sem við skóla starfa, að benda æskunni á hættur þær, sem fylgja neyzlu áfengis. Geri þeir það ekki, bregðast þeir skyldu sinni við æskuna, — Kenndu mér að varast hættuna. Þá kennir þú mér vel. Áfengi og tóbak fyrir meira en milljarð 1967 Áfengi fyrir 543 milljónir króna Árið 1966 keyptum við íslendingar áfengi og tó- bak fyrir einn milljarð króna og hafði þá neyzla þessara eiturtegunda aukizt verulega á því ári. Endanlegar tölur fyrir árið 1967 liggja ekki alveg fyrir hvað tóbak snertir, en vitað er, að heildar- upphæðin er við höfum eytt til áfengis- og tóbaks- kaupa 1967, er nokkuð yfir einn milljarð króna. Áfengissalan nam 543 millj. kr. og þar má svo bæta við allmiklu af „ólöglegu" áfengi og því sem íslendingar neyta erlendis. Það fer aldrei hjá því, að fjáreyðslan fyrir áfengi og tóbak nemi um 5.500 kr. á hvert einasta mannsbarn í landinu, eða um 27.500 kr. á hverja fianm manna fjölskyldu. Auk þessara peninga hefur þjóðin orðið að greiða fyrir þetta með tugum mannslífa og heilsu og hamingju þúsundanna. Þvílíkt er þjóðarböl. Svo itala menn um gróða ríkisins!!! Það góða sem ég vil, gjöri ég ekki. Það illa, sem ég ekki vil, gjöri ég. — Ættu efcki þessi orð að vera for- skrift fyrir öllu, er við segj- um og gjörum i sambandi við vandamál þau er leiða af ofneyzlu þjóðarinnar á áfengum drykkjum og tó- baki. Vita ekki alhr, og flestir viðurkenna það, að óhófleg áfengis- og tóbaks- neyzla er meiri bölvaldur og hættulegri mannlegum lík- ama en flest annað er vér skiljum og skynjum. Vita efcki flestir fullorðn- ir menn, að fátt er æskunni hættulegra en neyzla áfeng- is og tóbaks. Hvaða foreldr- ar vilja að böm þeirra eyði- leggi heilsu sína og framtið með ofnautn áfengis og tó- baks? Er það ekki okkar góði vilji og ósk að þau komist hjá slíku? En hvað gjörum við til að forða okkur sjálfum og þeim frá slíku? Er það ekki staðreynd í dag að fjöldi foreldra og annarra uppal- enda stuðla að því með for- dæmi sínu, að böm og ungl- ingar byrja að neyta áfeng- is og tóbaks? Og aðrir láta það afskiptalaust. Hvemig stendur á þessu? Er ekki yfirskriftin: Það góða sem ég vil, gjöri ég ekki. Það iha sem ég ekki vil, gjöri ég. Yfir 30 ára reynsla sýnir okkur og sannar að því rýmra sem er um sölu á- fengra drykkja, því meira er neytt af þeim. Það gefur því auga leið, að enn hefur sigið á ógæfu hlið á síðasta ári í þessum efnum hjá okk- ur. Áfengisútsölum hefur fjölgað og meim eytt fyrir áfengi og tóbak en nokkm sinni fyrr. Og afleiðingarn- ar hafa heldur ebki látið á sér standa. iFleiri menn hafa látizt af völdum áfengissjúk- dóma. Fleiri, þar á meðal böm og konur, drepnir og limlestir í umíerðaslysum eða á annan hátt af völdum áfengisneyzlu annarra. Verð- mæti upp á milljónir 1 farar- tækjum og öðrum eignum eyðilagt vegna áfengisneyzlu einstakra manna. Vinnuafl og heilsa hundraða manna á bezta aldri, bæði í fram- leiðslu- og þjónustustörfum, tapast þjóðinni vegna áfeng- isneyzlu manna 1 öllum stétt- um og stöðum. Fjöldi heim- ila em lögð 1 rúst. Hundmð ibama svipt því uppeldi er foreldrar og þjóðfélagið á að veita þeim. Allt vegna áfengisneyzlu hinna fuh- orðnu. Fjöldi glæpa, allt frá morðum og niður í rán og hnupl, em framin í ölvunar- æði manna. Svik, óheiðar- leiki og starfsleysi manna, em afsökuð með vínneyzlu viðkomandi aðila. Og lög- gjafiim og ríkisvaldið, þeir aðilar, sem skulu lög setja og fordæmi skapa, veita sjálfum sér „ódýrt“ áfengi til neyzlu og veizluhalda, en telja sjálfsagt að aðrir borgi sem mest fyrir skaðvaldinn. Er hægt að komast öllu lengra í að gera það illa, sem það góða í manneðlinu vill ekki? Svo má ihu venjast að gott þyki. Það má vel vera að svo fari mörgum. En heil- brigt mannvit, mannleg til- finning og manndómur krefst þess að svo sé ekki látið vera. Ber okkur ekki að viður- kenna staðreyndir og mann- dómsleysi okkar sjálfra. Ber okkur ekki að gera hið góða, sem við viljum og vit- um að við eigum að gera? Ber okkur ekki að hfa og starfa sjálf þannig að aðrir, æskan, sjái að okkur sé al- vara og við meinum eitthvað með fræðslu oifckar og leið- beiningum? Er það ekki Framjh .á 3. síðu

x

Reginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.