Reginn - 01.02.1968, Blaðsíða 6

Reginn - 01.02.1968, Blaðsíða 6
6 REGINN Raddir æskunnar Raddir æskunnar Að þessu sinni voru nemendur Gagnfræðaskóla Siglu- fjarðar ekki látnir gera stíi um áfengi og tóbak, eins og oft áður. Þess í stað var það eitt af mörgum stílsefnum, er þau máttu velja um. Allmörg skrifuðu um þessi mál og birtast hér fjögur svörin, frá þeim: Sigríði Stefánsdóttur, 3. bekk Elmari Árnasyni, 1. bekk Ólöfu Skúladóttur, 1. bekk Fanneyju HafUðadóttur, 2. bekk Vandamál unglinganna Vandamál unglinganna eru mikil nú á dögum. Aldrei hafa þau verið svo mikil. Nú hafa unglingarnir samt allt sem þeir vilja, en þó hafa þeir nóg vandamál. Það er sagt að unglingamir eigi að taka fullorðna fólkið sér til fyrirmyndar. En ég held, að það sé ekki gott í öllu. Ég fór einu sinni á dansleik, þar sem ein- göngu var ungt fólk, að undanskildum tvennum hjónum. Ef unglingarnir á þess- um dansleik hefðu tekið þessi tvenn hjón sér til fyrirmyndar, þá er ég hrædd um, að ijótt hefði verið um að litast. Drykkjuskapur unga fólksins er mikill í dag, og ekkert sorglegra sé ég, en jafn- aldra mína svo drukkna, að þeir geta enga björg sér veitt. Ég held, að vandamálin skapist mikið vegna þess, að fullorðið fólk og ungl- ingar hafa of litið samneyti. Þjóðfélagið skiptist í tvennt. Það er ekki nóg talað við unglingana. I skólunum á að vera meiri fræðsla um það, hvernig hægt sé að „lifa“ vel, svo að maður verði nýtur þjóðfélagsþegn. Þetta er ef til vill mikið undir sjálfum manni kom- ið, en e. t. v. værum við betur á vegi stödd, ef einhverjar leiðbein- ingar væru látnar í té. Unglingar nútimans eru svo eirðarlausir. Þeir vita ekkert, hvað þeir eiga við tímann að gera. Þó eru tæki- færi til þess að „gera“ eitthvað og „verða“ eitthvað svo ótal mörg. Oft og tíðum fær unga fólkið, er kemur úr skólunum á vorin, enga vinnu. Hvað á það þá að gera? Það fer til vina og kunningja og efnir til gleði (partýa). Margir eiga nú bila, og þykir þeim þá gaman að láta gamminn geysa, en þar er oft teflt á tvær hættur. Oft eru þessir unglingar með Bakkus i för með sér og þá veit enginn hvemig fer. Fullorðna fólkið skilur unglingana ekki. Það veit ekki, hvað það er að hafa allt til alls. Það er nefnilega það, við höfum of mikið handa í milli. Við vitum ekki hvað við eigum að velja og hverju að hafna. Hver hugsandi unglingur veit, að einhver takmörk eru fyrir því, hvað hann má leyfa sér. Oft heyrir maður í fréttum og sér í blöðum margskonar „glæpi", sem unglingar hafa framið. Ef satt skal segja, þá kenni ég meira í brjósti um foreldra þessara unglinga heldur e nþá sjálfa. Þá hlýtur að vakna sú spurning í hug- um foreldranna: „Hef ég farið rétt að í uppeldi barnsins míns? Hef ég veitt því það, sem það þarf til þess að geta valið mjóa veginn?" Oft og tíðum held ég, að foreldrarnir verði að svara þess- ari spurningu neitandi, en þá er allt orðið um seinan. Það verður ekki aftur tekið, það er of seint að byrgja brunninn, þegar bamið er dottið ofan í hann. Og nú sér það afleiðingarnar af skeytingar- leysi sínu. Margir foreldrar harðbanna börnum sínum eitthvað, jafnvel loka þau inni ef jafnaldrarnir eru að fara þangað, sem þau vilja ekki að sitt bam fari. En þeir vita ekki hvað þeir eru að gera. Þetta vekur gremju hjá barninu í garð foreldranna og þau byrja að fara á bak við þá. Þau láta „kallinn og kellinguna" ekkert vita um fyrirætlun sina. Og svo þegar þessi börn verða að ungling- um og síðan að fullorðnu fólki, þá vita þau ekki til hvers þau eiga Raddir æskunnar Raddir æskunnar að snúa sér, ef vandamál sækja þau heim. Þau geta ekki farið til foreidranna, af því að þeir hafa snúið við þeim baki. Yandamálin í sambandi við skemmtanir unga fólksins eru mjög mikil. Það er of mikið af taumleysisskemmtunum, og of fáar áfeng- islausar skemmtanir. Það er ekkert dýrðlegra, en að skemmta sér í hópi glaðra og skemmtilegra jafnaldra, sem eru með sjálfum sér. Ég held nú samt, þó að margt sé að unga fólkinu nú í dag, þá verði það ekki svo slæmt fullorðið fólk. Sigríður K. Stefánsdóttir Örlaganóttin Stjáni litli taldi kvistina í súðinni á gömlu baðstofunni á Grund. Ósköp var nú gamla klukkan lengi að tifa áfram, hann átti sem sé að fá að fara í kaup- staðinn í dag með pabba sínum. Jón vinnumaður var búinn að lofa honum Brún sínum. Hann var með beztu hestum sveitarinnar og hann var svo viss um að geta setið Brún vel. Loksins fór fólkið að klæða sig. Björn bóndi að búa sig í ferða- föt, Jón að leggja á hestana. Nú var um að gera að vera fljótur, hugsaði Stjáni, enda stóð ekki á honum. Það var haldið úr hlaði, faðir og sonur með þrjá hesta undir reiðingi, sem á var ull og átti hún að leggjast inn í kaupfélagið. Stjáni var búinn að hlakka lengi til þessarar ferðar. Þeir komu i kaupstaðinn kl. 12 á hádegi. Þeir lögðu inn ullina og tóku ýmislegt út. Þarna voru margir bændur úr sveitinni í sömu erindum, og eins úr næstu sveitum. Stjáni þekkti suma, en ekki aðra. Það var eins og faðir hans þekkti þarna marga. Þeir komu til Björns bónda, heilsuðu kunnuglega og drógu upp úr vasa sínum flösku, buðu Birni og supu á sjálfir. Það fór kippur um líkama Stjána. Góði guð, láttu pabba minn ekki drekka brennivín. Þessi bæn var borin fram af hreinni og saklausri barnssál. Björn var farinn að hafa hátt og eins þeir, sem þarna voru. Stjáni litli vissi ekki hvað hann átti af sér að gera, stóð bara og hélt í tauminn á Brún. „Farðu frá, strákur, þú gerir hvort sem er ekkert“. Þetta var faðir hans. Gat þetta verið hann pabbi, góði elskulegi pabbi, sem aldrei var vondur. Svo loks undir kvöld var haldið heim á leið. Nú gátu þeir farið hraðar. En hvað var þetta, pabbi var farinn að hallast sitt á hvað í hnakknum. Stjáni litli bað tii guðs að ekkert kæmi nú fyrir. Þeir voru komnir heim undir túnið á Gili. Það var liðið á nótt. Engir sáust á ferli úti við. Þeir fóru af baki, hestarnir urðu fegnir að gripa niður í grænt grasið. Björn bóndi sofnaði fljótt, Stjáni litli passaði hestana, að þeir færu ekki í burtu. Ekkert vissi Stjáni hvað timanum leið. Faðir hans svaf. Nú fór Stjáni litli að reyna að vekja pabba sinn, en það tókst ekki, tíminn leið og nóttin færðist yfir. Sólin færðist bak við fjöllin. Það kom náttfall og dögg, grasið var vott. Stjána litla var orðið kalt, hann fór að gráta. Tárin runnu fyrst hægt niður kinnar hins 9 ára drengs, en svo óx gráturinn og varð að óstöðvandi ekkasogum, sem enginn heyrði nema guð einn, en það orkaði ekki til að vekja föður hans. Nóttin leið og nýr dag- ur hóf göngu sina. Stjáni hrökk við, Jón vinnumaður var kominn til að vitja þeirra. Fólkið heima var orðið órólegt hvað þeir voru lengi. Það fór mikið fram hjá Stjána litla hvað svo gerðist. Jón fór með hann heim að Gili og þar var hann háttaður ofan í rúm, en frá föður hans er það að segja, að hann vaknaði ekki til þessa lífs aftur. Þessa örlaganótt hét Stjáni litli því, að vín skyldi aldrei inn fyrir sinar varir koma, og hefur hann dyggilega efnt það. Þessi stutta saga á að sýna okkur hvað getur hlotizt af þessum bölvaldi mannkynsins, sem kallað er vin. Litli drengurinn á Grund hugsaði oft um þessa fyrstu ferð sína í kaupstaðinn, og hvað hún hafði í för með sér. s. Elmar Áraason

x

Reginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.