Reginn - 01.02.1968, Blaðsíða 4

Reginn - 01.02.1968, Blaðsíða 4
4 R E G I N N Raddir æskunnar Raddir æskunnar Áfengisvarnarnefnd Siglufjarðar gekkst fyrir því, eins og áður, að nemendur í tólf ára bekkjum barnaskólans skrifuðu stíl um áfengi og tóbak. Nefndin valdi síðan úr nokkra stíla til að birta í Reg- inn og veitti viðurkenningu fyrir. Auðvitað eru stílar barn- anna mjög Ukir og ekki mikill munur á þeim, sem birtast, og öðrum. Að þessu sinni eru það 8 böm úr barnaskólanum, sem hér birtast stílar eftir. Bömin eru þessi: Klara Sigurðardóttir, Sigurborg Hilmarsdóttir, Óttar B. Bjarnason, Kristín Hjörleifsdóttir, Aðalsteinn Oddsson, Sig- ríður Skarphéðinsdóttir, Þorgerður Hlöðvesdóttir og Margrét M. Steingrímsdóttir. Pabbi er veikur. Magnús pabbi Önnu hafði fengið atvinnu í stórri vsrksmiðju, sem hafði fjöldann allan af starfsmönnum. Magnús var van- ur að koma ..eim til sín strax eftir vinnu- tíma, og tók þá Anna litla á móti honum við garðshliðið. Einn dag kom Magnús ekki heim á -> enjulegum tíma og var hús- móðirin búin að biða góða stund með kvöldverðinn, þegar litla stúlkan, sem sat við eldhúsgluggann, hrópaði: Pabbi er að koma. — Hann er svo — skrýtinn. Hann leiðir hjólið í stað þess að hjóla á því. Móðir Önnu sá strax hvers kyns var og sendi iltlu stúlkuna inn í baðherbergið, svo að hún sæi ekki pabba sinn í því ástandi, sem hann var í. Hún tók síðan á móti eiginmanni sínum, sem var drukkinn, og kom honum í rúmið. Síðan fór hún inn í baðherbergið til litlu stúlkunnar sinnar og sagði henni að koma að borða. Kemur pabbi ekki að borða líka, spurði Anna litla. Nei, pabba þínum líður ekki sem bezt og hann vill ekkert borða, sagði mamma hennar. Er pabbi þá veikur, spurði Anna. Já, sagði mamma, en á morgun verður hann frískur aftur. Morguninn eftir var Magn- ús að vísu með höfuðverk, en að öðru leyti hress og fór því til vinnu sinnar. Eiginkonan spurði hann einskis, því að hún hélt að þetta mundi ekki koma fyrir hann aftur. En þar skjátlaðist henni, því viku seinna kom Magnús fullur heim í annað sinn. Nú var hann dauðadrukkinn og leiddu vinnufélagar hans hann á milli sín. Nú gat mamma Önnu ekki komið í veg fyrir það, að telpan sæi föður sinn í þessu ástandi. Vinnufélagarnir hjálpuðu mömmu Önnu að koma Magnúsi í rúmið, en þegar þeir voru farnir sagði Anna litla grátandi við mömmu sína: Pabbi er veikur, mamma. Hann deyr kannski. Við verðum að hjálpa honum. Móðirin reyndi að hugga litlu telpuna, en þegar það tókst ekki, sagði hún henni sannleikann. Pabbi þinn er ekki raunverulega veikur, en hann er drukkinn. Litla stúlkan skildi það ekki og áleit föður sinn samt sem áður veikan. Morguninn eftir trúði Magnús konu sinni fyrir því, að nokkrir æskufélagar sínir störfuðu við sömu verksmiðju og hann og það væri erfitt að segja nei við einu glasi af víni eða öli. En eftir eitt glas komu svo fleiri. Eftir þetta kom Magnús heim tvisvar til þrisvar sinnum í viku meira eða minna drukkinn frá vinnu sinni. Að lokum þoldi móðir Önnu þetta ekki lengur. Hún ætlaði að yfirgefa mann sinn og fara upp í sveit til afa og ömmu með Önnu litlu. Þann dag, sem móðir Önnu tók þessa ákvörðun, höfðu samstarfsmenn Magnúsar drukkið sterkt öl i kaffihléinu. Sumir höfðu drukkið meira en eina flösku. Eftir hléið skeði svo slysið. Einn vinnufélaga Magnúsar, sem drukkið hafði einna mest, gáði ekki að sér og hafði lent með hægri hend- ina í vélunum og áður en hægt var að stöðva þær var handlegg- urinn sundurtættur og kurlbrotinn. Þetta fékk svo á Magnús og félaga hans, að þeir hétu því að hætta að drekka. Raddír æskunnar Raddir æskunnar Þegar Magnús kom heim, var hann ódrukkinn og sagði konu sinni frá atburðinum og ásetningi sínum. Móðir Önnu sagði Magn- úsi þá frá þvi, að þær hefðu ætlað að yfirgefa hann, en þar sem hann hefði séð að sér, myndu þær ekki fara frá honum. Eftir þetta var fjölskyldan hamingjusöm og ánægð, því pabbi kom ávallt ó- drukkinn heim frá vinnu sinni og lék við Önnu litlu úti í garðin- um, þar til mamma kallaði þau inn í kvöldverðinn. Klara Sigurðardóttir Reglusemi Við erum nú komin á þann aldur, að við erum farin að skilja fullkomlega hvað orðið „reglusemi" raunverulega þýðir. Reglusemi er til í ýmsum myndum, en fyrirliði allrar reglusemi er algjört bind- indi á áfengi og tóbak. Þótt við séum ennþá á æskuskeiði, höfum við samt all- flest séð margt fólk, sem neytir bæði áfengis og tóbaks. Ýmsir unglingar hugsa sem svo: ja, það getur ekki verið svo hættulegt að reykja nokkrar sígarettur. Ég ætla alls ekki að venja mig á reykingar, en hvað verður: Fyrr en varir eru eiturefni tó- baksins búin að ná valdi á líkama þínum, og þá er erfiðara að spyrna við fótum. Svipaða sögu er að segja um áfengið. Þessi glæri vökvi, sem við sjáum í skrautlegum gler- umbúðum, virðist vera ósköp saklaus, en í rauninni er hann dul- búinn óvættur, sem getur breytt góðum og heiðarlegum manni í villtasta dýr. Það er ekki ætlun neins, sem neytir fyrsta sopans, að láta þennan grímuklædda gest stjóma orðum sínum og athöfn- um, en því miður fer leikurinn oft þannig. Við höfum svo oft heyrt um allskonar afbrot og slysfarir, sem rekja má til áfengisneyzlu. Við skulum byrja nógu ung að vinna fyrir bindindishugsjónina, þá mun önnur reglusemi koma á eftir. Hér í Siglufirði er og hefur verið starfandi bamastúka um fjölda ára, undir leiðsögn mjög dugandi manna. í>essu göfuga málefni eigum við ungmennin að ljá okkar lið eftir þroska og getu, og reyna að hjálpa til að skilja tilgang bindindisstarfsins. Sigurborg J. Hilmarsdóttir Áfengi og tóbak Áfengis og tóbaks ætti enginn að neyta, hvorki ungir né gamlir. En því miður gera það nú samt alltof margir. Það vant- ar ekki að um það sé talað hvað það sé óhollt og dýrt t. d. að reykja, en því i ósköpunum hættir þá ekki fullorðna fólk- ið fyrst, og talar svo um fyrir bömunum, svo að þau sjái, að því sé þá alvara. Mjög mikið hefur verið rætt og ritað um það, hvað það sé skaðlegt að reykja, því að i tóbakinu er nikótín, sem er slæmt eitur, og getur valdið bæði krabbameini og kransæðastíflu, fyrir nú utan það hvað það er mikil peningaeyðsla. Maður sem reykir einn pakka á dag, eyðir um 10 þús- und krónum á ári í reykingar, og drekki hann svo áfengi líka, þá eru þetta miklir peningar, sem eitt er frá heimilunum. Mér finnst þó enn ljótara að menn drekki, því að þá slaga þeir og ráða þá oft ekki við sjálfa sig, segja og gera allt annað en þeir hefðu gert ófullir. Hugsið ykkur alla þá glæpi og slys, sem alltaf er verið að segja frá í blöðum og útvarpi, svo að segja daglega Flestir glæp-

x

Reginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.