Reginn - 01.02.1968, Blaðsíða 5

Reginn - 01.02.1968, Blaðsíða 5
R E G I N N 5 Raddir æskunnar Raddir æskunnar irnir eru framdir undir áhrifum áfengis. Ég gæti trúað að margur maðurinn hugsaði til þess eftir á, hve feginn hann vildi gefa allt til að þetta hefði ekki komið fyrir. Það hlýtur líka að vera voða- legt fyrir börn þessara manna, að verða að upplifa það, að pabbi þeirra verði einhverjum að bana í ölaeði Annars er ég bara hissa á því, að þeir sem ráða mestu yfir þjóðinni skuli leyfa að flytja áfengið, þennan útlenda óþverra, inn í iandið. Óttar Bjarkan Bjamason Tóbak og áfengi Hvað er tóbak? Allt tóbak er unnið úr tóbaksplöntunni Nikotina tabascum, sem er upprunnin frá Suður-Ameríku. 1 blöð- um tóbaksjurtarinnar er efni sem heitir nikotin, sem er eitthvert sterkasta eitur, er menn þekkja. Ef prjóni, sem er vættur í nikotini, er haldið fyrir framan nefið á litlum fugli, deyr hann samstundis. Og ef tóbaksblöðin eru soðin og einum dropa af soðinu er dælt inn í æð á mús, deyr hún, eins og hún væri skotin. Menn neyta tóbaks með ýmsu móti. Ekki aðeins með þvi að reykja það, heldur einnig með því að tyggja það og taka það í nefið. En menn borða það ekki, til þess er það of hættulegt. Við alla vinnu hverju nefni sem hún nefnist, eða íþróttir, dregur áfengis- og tóbaksnautn úr afköstum og eykur slysahættu. Fjölmargar vísindalegar rannsóknir hafa sannað, að áfengi dregur úr vinnuþreki. Hver einasti íþróttamaður á að vita, að hann nýtur sín ekki ef hann hefur neytt áfengis, allra sízt fyrir keppni. Stundum íþróttir og vinnum vel öll okkar verk. Neytum aldrei áfengis né tóbaks! Þorgerður H. Hlöðversdóttir Áfengi og tóbak Áfengi Öll áfengisneyzla hefur örfandi áhrif á blóðrásina og gerir menn rauða í andliti, ef þess er neytt í miklum mæli. Vegna hinna örfandi áhrifa finnst mönnum að þeim líði vel og séu færari til fram- kvæmda en áður. En svo er þó ekki, held- ur þver öfugt, því að vegna áfengisneyzl- unnar sljófgast skynfærin og öll hugsun, og því meira, sem meira er neytt af áfeng- inu. Mikil og stöðug áfengisneyzla hefur skaðleg áhrif á líkamann, einkum á taugakerfið og á lifur og nýru. Þeir, sem eru veikir, þola illa áfengi og verður þáð jafnvel til þess að auka á veikindin, þvi að áfengið dregur úr mótstöðuafli líkam- ans gegn sjúkdómum. Vegna þeirrar vellíðunar, sem mönnum finnst að þeir njóti við að drekka áfengi, verður reyndin jafnan sú, að menn vilja drekka meira og meira og endar oft með þvi, að menn verða ofurölvi. Þannig á sig kominn veit viðkomandi ekki hvað hann gerii og verður það oft til þess að hann framkvæmir alls- konar óhæfuverk. Tóbak Allt tóbak inniheldur eiturefni, sem kallast nikotin. Nikotinið er talið vera eitthvert sterkasta eitur, sem til er. Menn neyta tóbaks á ýmsa vegu, ekki aðeins með því að reykja það, heldur einnig með því að tyggja það og taka það í nefið. Eitrið í tóbakinu hefur lamandi áhrif á taugakerfið og líkamann. Þegar menn eru búnir að reykja lengi, finnst þeim að þeir geti ekki verið án tóbaks. Sé tóbaks neytt að nokkru ráði í langan tíma, hefur það skaðleg áhrif Raddir æskunnar Raddir æskunnar á æðakerfið og lungun. Með tímanum hættir þeim, sem reykja, til þess að fá krabbamein í lungu. Það er líka einkenni mikilla reyk- ingamanna, að þeir verða mjög móðir við alla áreynslu og eru með of tíðan hjartslátt. Kristín Hjörleifsdóttir Áfengi er eitur 1 áfengum drykkjum er eiturefni, sem nefnist vínandi. Vínandi er tær vökvi með sterkri lykt. Þegar áfengis er neytt, berst vínandinn með blóðinu um allan líkam- ann, og veldur truflun og lömun á tauga- kerfinu. Þess vegna er vínandi hættulegt eitur. Við, sem nú erum að alast upp, eigum eftir að lenda í ýmsum hættum og margt ber okkur að varast, er við vitum að er skaðlegt heilsu okkar. Ein af hættunum er áfengið. Þess vegna skulum við forðast það. Við höfum oft séð drukkna menn úti á götum. Þeir ganga slagandi, syngjandi, með allskonar hávaða, jafnvel þótt hánótt sé. Halda þeir þá vöku fyrir fólki, sem þarf að sofa. Auk þess geta þessir drukknu menn orðið fyrir ýmsum slysum, þar sem þeir eru svo sljóir á sál og líkama. Það hlýtur að vera mikil raun fyrir böm, sem eiga drykkju- mann fyrir föður. Ekki er ólíklegt, að þau hugsi sér að verða sín- um bömum betri, og láta þau ekki þurfa að þola þá raun, að eiga drykkfellda foreldra. Áfengi er hættulegt eitur. Aðalsteinn Oddsson Æska og bindindi Enn erum við hvött til að láta í ljós álit okkar á mesta bölvaldi þjóðarinnar: tóbakinu og áfenginu. Áfengisneyzlan hef- ur ekki minnkað, heldur aukizt, því er verr, og er það illa farið. Það er eins og sumir unglingar og fullorðið fólk miklist af því að reykja og drekka og er byrjunin oft af fikti, og þá finnst þeim þeir vera miklir menn. Það er sorglegt til þess að vita, að fullorðnir eiga stundum sök á því. Það er ekki ósjaldan, að unglingum er borið vín og bjór, og þeir neyta þess, án þess að hafa hugmynd um afleiðing- amar af því. Það eru mörg heimili, sem eiga um sárt að binda sökum þess, að heimilisfaðirinn er drykkjumaður, og áreiðanlega margt barnið, sem fellt hefur tár af þeim sökum. Það er ekki aðeins eyðsla fjármuna, sem hér er um að ræða, heldur einnig heilsa okkar, hún er áreiðan- lega þess virði að um hana sé hugsað. Reykingar eru hættulegar fyrir lungu og hjarta, en vín fyrir allt taugakerfið. Við ættum að hugsa um það, að góð heilsa er það dýrmætasta, sem við eigum. Við hér á Siglufirði eigum okkar tómstundaheimili og ættum að leggja leið okkar þangað, en ekki á sjoppumar, en þar sitja alltaf margir og reykja og drekka gos, og er það oft byrjun á annarri óreglu. Væri ekki réttara fyrir okkur að spara saman aura okkar, en eyða þeim í ýmsan óþarfa, eins og t. d. í gos, sælgæti og reyk • ingar. Við, sem viljum halda uppi heiðri þessa bæjar, gerum það bezt með því að neyta hvorki tóbaks né áfengis, og verða með þvi foreldrum okkar og bæjarfélaginu til sóma. Sigríður Skarphéðinsdóttir Framhald á 7. síðu

x

Reginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.