Reginn - 01.02.1968, Blaðsíða 8

Reginn - 01.02.1968, Blaðsíða 8
8 R E G I N N Barnastúkan Eyrarrós nr. 68, 40 ára Barnastúkan Eyrarrós nr. 68 stofnuð 14. janúar 1923. Telur nú um 250 félaga. Flest börn á aldrinum 7—14 ára. Veturinn 1922—23 var mikill happavetur fyrir bind indisstarfsemina á Siglu- firði. Stúkan Framsókn nr. 178 var stofnuð 10. nóv. 1922 af 30 Siglfirðingum og hefur hún starfað síðan, eða í full 45 ár. Þann 14. janúar 1923 var svo hamastúkan Eyrarrós nr. 68 stofnuð. Stofnendur voru 52. Fimm- tíu 'böm og tveir fullorðnir. Fyrsti gæzlumaður stúkunn- ar og aðalhvatamaður að stofnun hennar var Guðrún Jónsdóttir frá Yztabæ. Fyrstu árin starfaði stúk- an mikið. Allt til 1927. Þá fór að draga úr starfsemi hennar. Og í tvö ár, 1933— 1935 telst engin bamastúka starfandi á Siglufirði. 10. nóv. 1935 er stúkan endur- vaikin af um 50 einstakling- um, og vom þær Þóra Jóns- dóttir og Lára Jóhannsdótt- ir aðal forgöngumenn þess. Síðan hefur Eyrarrós starf- að vel og mikið til ómetan- legs gagns og blessunar fyr- ir hundmð æskufólks á Siglufirði. Eins og áður er sagt var frú Guðrún Jónsdóttir fyrsti gæzlumaður stúkunnar. Síð- an frú Kristín Þorsteinsdótt- ir um nokkur ár og frú Þóra Jónsdóttir um 27 ára skeið. Nokkrir fleiri vom gæzlu- menn um stuttan tíma þar inn á milli. Allar þessar á- gætu konur vom frábærir gæzlumenn og uppalendur, og naut siglfirzk æska þess í ríkum mæli. Verður seint fullþakkað það mikla starf, er þær lögðu af mörkum til Siglfirðinga. Núverandi gæzlumaður stúkunnar er Jóhann Þor- valdsson, og hefur svo ver- ið um nokkur ár. Þessi mynd er tekin á fundi barnastúkunnar „Eyrarrós" nr. 68 í Sjómannaheimilinu 20. jan. 1963, er stúkan var 40 ára. Á myndinni sést megin hluti þeirra, er mættir voru á þeim fundi. Barnastúkan telur nú um 250 félaga, flest böm á aldr- inrnn 7—14 ára. Við stofnun Ungtemplarafélagsins Hvann ar fækkaði eldri félögum Eyrarrósar nokkuð og er það eðlilegt, því félagar Hvannar, sem munu vera á annað hundrað, em á aldrin- um 15—20 ára. 'Eyrarrós heldur fundi annanhvem sunnudag í Æskulýðs'heimilinu nú yfir vetrarmánuðina. Það sem af er þessum vetri hafa verið mættir á fundum 95 félagar að meðaltali, og er það um 40% félaga. Reginn vill flytja bama- stúkunni Eyrarrós, félögum hennar öllum og foreldmm þeirra, beztu afmælisóskir og þökk fyrir unnin störf. Meðan iSiglufjörður bygg- ist og þörf er vafcandi starf- semi um bindindismál, er vonandi, að hér verði alltaf starfandi barnastúka. Slíkur félagsskapur er siglfirzkri æsku góður skóli til þroska og bindindissemi. Megi sem flestir njóta þess um ókom- in ár. Stutt afmælis- kveðja Þann 25. okt. s. 1. varð sjötugur Pétur Bjömsson, fyrrverandí kaupmaður á Siglufirði og nú um allmörg ár starfsmaður Á- fengisvarnarráðs í Reykjavík. — Pétur Björnsson er Skagfirðing- ur að ætt, fæddur í Brekkukoti í Blönduhlíð í Skagafirði. Innan við tvítugt fluttist Pétur til Siglufjarðar með foreldrum sín- um. Hér á Siglufirði starfaði Pétur um 35 ára skeið, en s. 1. 13 ár hefur hann verið erindreki hjá Áfengisvarnarráði í Reykja- vík. Pétur Björnsson var um mörg ár kaupmaður á Siglufirði. Rak hann verzlun sína af hagsýni og tók jafnframt mikinn þátt í fé- lagsmálum á Siglufirði. Engin mál áttu þó meiri ítök í huga hans og framkvæmdavilja en kirkju- og bindindismál Þeim vann Pétur allt er hann mátti og kom miklu góðu til leiðar á þeim vettvangi. Pétur er kvæntur Þóru Jóns- dóttur, Kristinssonar frá Hrísey, sem einnig vann mikið og gott starf í þágu góðtemplara á Siglu- firði. Var meðal annars gæzlu- maður bamastúkunnar Eyrarrós um 27 ára skeið. Þau hjónin voru bæði um margra ára bil einir beztu starfskraftar stúkunnar Framsókn nr. 187. Barnastúkan Eyrarrós, Sjó- mannaheimilið, svo og templarar eldri og yngri á Siglufirði, þakka þeim fyrir mikil og góð störf í þágu siglfirzkrar æsku og bind- indismálsins. Reginn vill taka undir þær þakkir og flytur þeim beztu ámaðaróskir allra fyrri samstarfsfélaga í Siglufirði. Beztu kveðjur frá mér og mínum. Jóh. Þorvaldsson Ritstjóri: JÓHANN ÞORVALDSSON Siglufjarðarprentsmiðja h. f.

x

Reginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.