Reginn - 01.02.1968, Blaðsíða 7

Reginn - 01.02.1968, Blaðsíða 7
R E G I N N 7 Raddir æskunnar Raddir æskunnar Hvatning Erum við ekki einmitt á æskuárum okkar næmust fyrir ýmsum utanaðkom- andi áhrifum, bæði illum og góSum? ÞaS er sagt, að það sé á okkar eigin valdi að velja og hafna, og víst er svo í flestum tilfellum. En það er mikill vandi, ekki sízt æskufólki, að velja og hafna rétt, og sannarlega eiga þeir aðilar, foreldrar, skóli og góður félagsskapur, sem reyna að hjálpa okkur til að velja rétt, þakkir skyldar. En eigi að siður verðum við að sýna sterka og sjálfsábyrga hugsun og vilja til þess að velja og hafna rétt. Því miður sjáum við oft margt æsku- fólk leita gleðinnar með hjálp eiturlyfja, tóbaks og áfengis. 1 byrjun er þetta í smáum stíl og á líklega aldrei að verða meira, og þá talið lítt saknæmt af mörgum, en oft reynist erfitt að finna mörkin og áfram haldið út í óreglu. Þeir munu ekki vera fáir, sem leiðast út í að taka fyrsta staupið eða reykja fyrstu sígarettuna að áeggjan félaga sinna og jafnaldra og þola ekki ögrunarorð þeirra, sem þegar hafa valið skakkt. En þeir sem vilja okkur vel, og reynsluna hafa, vara okkur við neyzlu áfengis og tóbaks. Veljum því rétt. Höfnum alveg áfengi og tóbaki. Tökum aldrei fyrsta sopann eða fyrstu sígarettuna. Það kostar oft baráttu, en hún borgar sig. Sem betur fer höfum við stuðning í þeirri baráttu, bæði frá for- eldrum okkar, barnastúkunni og æskulýðsheimilinu. Þessir aðilar reyna eftir beztu getu að leiðbeina okkur um skaðsemi áfengis og tóbaks. Veitum hvert öðru hvatningu til að velja rétt. Veljum bindindi. Með því sköpum við okkur sjálfum gæfu, foreldrum okk- ar gleði og samfélaginu gagn. Ólöf H. Skúladóttir Forðumst fyrsta staupið Enn eigum við að láta í ljós álit okkar á stærsta og mesta böli þjóðarinnar, á- fengisbölinu. Áfengi og tóbak eru skað- legir förunautar okkar mannanna, og ekki sízt unglinga. Þeir eru fjölmargir ungl- ingarnir nú, sem eru farnir að reykja og einnig að smakka áfengi mjög ungir, jafnvel um fermingu. Ég tel að fullorðna fólkið eigi oft sök á þessu, því bæði börn og unglingar eru allt of oft látin sjá þeg- ar fullorðnir sitja að drykkju. Ég tel, að þetta beri að forðast. Hafa ekki þeir for- eldrar betri samvizku í þessum efnum gagnvart börnum sínum, sem aldrei neyta áfengis sjálfir. Dæmin eru því miður svo ótal mörg, sem hægt væri upp að telja, um böl og óhamingju, sem áfengið hefur í för með sér. Þess vegna ættum við unga fólkið að ganga á undan með góðu eftirdæmi, og vera öðrum til fyrir- myndar í þessum efnum. Væri ekki réttara að við reyndum að safna aurum okkar og kaupa einhverja nytsama hluti, þegar við erum orðin fullorðin, heldur en eyða peningum okkar í þessar hættulegu nautnavörur. Einnig ber þess að gæta hvað áfengis- og tóbaksnautn eru hættuleg heilsu manna. Áfengið hefur skaðleg áhrif á taugakerfið, en tóbak á lungu og hjarta. Hugsum okkur einnig öll þau slys og allt það tjón, sem menn undir áhrifum áfengis hafa valdið, jafnvel dauða á sér og sínum. Kæru vinir, við skulum vera samtaka og falla ekki fyrir freist- ingunni í þessum efnum. Ég tel eina ráðið til þess vera að reykja aldrei fyrstu sígarettuna eða taka fyrsta vínstaupið. Fanney Hafliðadóttir Raddir æskunnar Raddir æskunnar BARNASKÓLINN Framhald af 5. síðu Tóbak 1 tóbaki er mjög sterkt og hættulegt eitur, sem nefnist nikótín. Líklegt væri, að enga fýsti að reykja í annað sinn, en alltof margir halda áfram og venja sig á tóbaksnotkun. Tóbaksreykingar eru skaðlegar fyrir mannslíkamann. Stórreyk- ingamenn eiga á hættu að fá kransæða- stíflu og einnig lungnakrabba. Einnig eyð- ist mikið fé fyrir tóbak, og án efa væri því fé betur varið til annarra hluta. Ef þú byrjar að neyta tóbaks, er það því ekki vegna þess að þig langi í það, eða þér þyki það gott. Þú byrjar ef til vill vegna þess, að fullorðna fólkið notar tóbak og þig langar til að líkjast því. Þú ættir að athuga vel, að fullorðna fólkið gerir ekki alltaf það sem rétt og skynsamlegt er, og þess vegna mátt þú ekki ævinlega taka það þér til fyrirmyndar. Og einnig er það lítilmannlegt að láta félagana ráða yfir sér, þegar þeir gera það sem rangt er. Margrét M. Steingrímsdóttir Drykkjuskapur er óvinur alls sparnaðar og veldur því fátækt og efnahagslegu umkomuleysi. ★ Því rýmra, sem er um sölu áfengra drykkja, því meira er neytt af þeim.

x

Reginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.