Reginn - 01.02.1968, Blaðsíða 2
2
R E G I N N
Öflugt ungtemplarastarf á Akureyri
FBÁ fannar-dansleik í lóni
Senn líður að því, að ung-
templarafélagið FÖNN á
Akureyri geti haldið upp á
eins árs afmæli. Það voru
Hrannarar og Hvannarar,
sem gengust fyrir kynningu
á ungtemplarastarfi á Akur-
eyri 11. febrúar 1967, og
daginn eftir var félag stofn-
að. Þeir, sem voru með í
byrjun voru 34, en félaga-
talan nú er á annað himdr-
að.
HVER ER SKYLDA
OKKAR VIÐ ÆSKUNA ?
Framh. af 1. síðu
skylda okkar við æskuna að
reyna að forða henni frá
skaðsemi áfengis og tóbaks?
Er það ekki mannleg skylda
okkar að sýna það í verki,
að við eigum sjálf að gera
það, sem við ætlumst til að
æskan geri?
Hið góða, sem ég vil, það
gjöri ég. Hið illa og skað-
lega, sem ég ekki vil, því
hafna ég.
Æska! Sýndu meiri mann-
dóm en þeir fullorðnu. Hafn-
aðu áfengi og tóbaki af því
að þú veizt, að það er rétt
fyrir þig að gera það.
J. Þ.
Ekki er hægt að segja
annað en að starfið hafi
gengið mjög vel, enda er fé-
lagið mjög vinsælt meðal
ungs fólks á Akureyri. Starf
semin hefur verið með mjög
svipuðu sniði og hjá öðrum
ungtemplarafélögum, þ. e.
dansleikir, skemmtikvöld,
fundir, íþróttamót og ferða-
lög. Á landsmótið á Siglu-
firði fóru nær 70 félagar, og
urðu Fannarar þar sigursæl-
ir í íþróttum, enda hið ágæt-
asta íþróttafólk innan fé-
lagsins.
Starfsskráin næstu mán-
uði er svipuð og undanfarið,
þannig að eitthvað tvennt
er í mánuði hverjum .Einn-
ig er í undirbúningi þátttaka
í ferð á norræna mótið í
Svíþjóð í sumar. Af öllu
þessu sést, að ungtemplara-
starfið á Akureyri er öflugt.
-jr-
Áfengið er versti og
hættulegasti óvinur æskunn-
ar í dag.
★
Áfengisneyzla Islendinga
eykst með ári hverju.
★
Útrýmum áfengisneyzlu
með bindindi einstaklingsins.
Unglingaregla 1.0. G. T.
er elzti félagsskapur barna og unglinga á Islandi.
Á vegum hennar hafa verið unnin ómetanleg upp-
eldisstörf í þágu æskunnar.
★
MARKMH) UNGLTNGAREGLUNNAR ER.
AÐ kenna þeim ungu að skilja þá hættu, sem leitt getur
af nautn áfengis og tóbaks, og brýna fyrir þeim nauðsyn
bindindisstarfseminnar.
AÐ hafa áhrif á börn og unglinga tU að verða bindindis-
AÐ fá æskulýðinn til að vinna samtaka gegn áfengis-
og tóbaksnautn og fjárhættuspUum.
AÐ vinna á móti ljótu orðbragði og öðrum löstum og
koma vel fram við menn og máUeysingja.
AÐ kenna bömum og unglingum að starfa í félagsskap
og efla alhliða félagsþroska þeirra.
★
AÐ vinna að því, að göfga æskumanninn og styðja hann
í því að geta orðið góður og nýtur maður.
Kjörorð unglingareglunnar er:
SANNLEIKUR KÆRLEIKUR SAKLEYSI
KAUPSTAÐARAFMÆU
HOSAMALNING
I tilefni af 50 ára kaupstaðarafmæli og 150 ára
verzlunarafmæli Siglufjarðar á þessu ári, er þeim
eindregnu tilmælum ibeint til eigenda fasteigna og
lóða á kaupstaðarlandinu, að láta mála hús sín og
snyrta lóðir og girðingar, fyrir væntanleg hátíða-
höld á sumri komandi.
Kaupfélag Siglfirðinga og Verzlunin Einar Jó-
hannsson & Co. (Einco) veita — í tilefni kaup-
staðarafmælisins — 10% afslátt af utanhússmáln-
ingu á tímabilinu 1. maí til 15. júní n. k.
Verum samtaka, Siglfirðingar, í að fegra bæinn
obkar.
Siglufirði, 19. janúar 1968.
Afmælisnefnd Siglufjarðar