Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 29.03.1978, Blaðsíða 1

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 29.03.1978, Blaðsíða 1
STARFSMANNAFÉLAG RÍKISSTOFNANA AF EFNI BLAÐSINS Meinatæknar seg.ja allir upp störfum - bls. 2. Einar ölafsson, formaöur SFR, um úrskurð Kjara- nefndar - bls. 4-5 Námskeið fyrir trúnaðarmenn - bls. 6 V innus taðurinn minn - Samábyrgð íslenskra fiski- skipa - bls. 8. ***** Ljósmyndir í felngstiöindum: Pétur öskarsson Þaðan er einskis góðs að vænta Kjaranefnd hefur nú í annað sinn fellt úrskurð um sér- kjarasamninga ríkisstarfsmanna, þar á meðal Starfsmanna- félags ríkisstofnana. í annað sinn hafa ríkisstarfsmenn flestir hverjir orðið fyrir vonbrigðum. Sumir hafa þegar gripið til aðgerða í kjölfar úrskurðar Kjaranefndar, svo sem_meinatæknar, sem hafa sagt upp störfum sínum Starfsmannafélag rxkisstofnana hefur sérstakar ástæður til þess að vera vonsvikið vegna úrskurðar Kjaranefndar. Félagið fór ekki þá leið, að leggja fram miklar^kröfur fyrir Kjaranefnd. Þvert á móti var kröfugerð félagsins byggð á þeirri meginreglu, að eldri röðun skyldi ráða, en í nokkrum tilfellum gerð krafa um breytingar á röðun í launaflokka þar sem sterk rök mæltu með slíkri breytingu. Jafnframt var gerð sú almenna krafa, að skilgreiningar skyldu ákvarða röðun. Eins og nánar kemur fram í viðtali við formann SFR í þessum Félagstíðindum, bar þessi hógværa kröfugerð ekki þann árangur sem vonast var til. Að vísu fengust skilgrein- ingarnar viðurkenndar í úrskurði Kjaranefndar, en þær voru svo afskræmdar í meðferð Kjaranefndar að illmögulegt er að vinna eftir þeim. Kjaranefnd lét sig engu skipta þann xtarlega rökstuðning sem fylgdi þeim beinu hækkunarkröfum, sem SFR lagði fram. Það andlit, sem Kjaranefnd hefur sýnt í tvennum sérkjara- samningsúrskurðum sínum, hefur orðið opinberum starfsmönnum mikil vonbrigði. Þeir hijóta að meta vandlega reynsluna af störfum þessarar nefndar, þegar farið verður að undirbúa næstu kjarasamninga. "Ég tel að löggjafarvaldið hafi ætlað Kjaranefnd ákveðið hlutverk", sagði Fintar vllafsson í áðumefndu viðtali. "Ef hún misfer með það þá endar með því, að ríkisstarfsmenn sprengja þann stakk af sér, menn leita annarra leiða. Menn róa ekki á auð fiskimið". Þessi orð ættu að verða Kjaranefndarmönnum umhugsunarefni. Ábyrgðarmaður: Einar Ólafsson Umsjónarmaður: Elías Snæland Jónsson Afgreiðsla: Grettisgata 89

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.