Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 29.03.1978, Blaðsíða 2

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 29.03.1978, Blaðsíða 2
2 FÉLAGSTÍÐINDI Gunnar Eydal: LAGA KRÓKUR KJARASAMNINGUR - rAðningasamningur- VERKSAMNINGUR. Innan vinnuréttarlns er gert ráð fyrir a.m.k. þrens konar samningum, sem gera verður skýran greinarmun á. Her er um að ræða kjarasamning, ráðningasamning og verk- samning og verður hér leitast við að gera grein fyrir mismunandi eðli þessara samninga. Kjarasamningur er gerður milli viðkomndi verkalýðsfélags eða heildarsamtaka og at- vinnurekandans. Hvað varðar félagsmenn SFR eru BSRB og SFR samnings- aðilar við fjármálaráð- herra. í kjarasamningi er ákveðið lágmarkskaup og kjör starfsmannsins, en hann felur ekki í sér neins konar skyldur fyrir einstakan mann um að vinna ákveðið verk hjá tilteknum atvinnu- rekanda. Kj arasamningur- inn nær þvx til ótiltekins fjölda eða réttara sagt allra þeirra starfsmnna, sem eru í vinnu £ við- komndi starfsgrein á iélagssvæðinu. Með ráðningarsamningi stofnar starfsmður xftur á móti til persónu- Legs ráðningarsambands við itvinnurekandann með þvx ið ráða sig í vinnu hjá íonum. Ráðningasamningar ^ru á hinum almnna vinnu- mrkaði oftast gerðir munnlega milli starfs- mannsins og atvinnurek- andans, en að sjálfsögðu er einnig til^að ^þeir séu skriflegir. Þó m^benda á, að samkvæmt sjómnna- lögum og lögum um iðn- fræðslu er skylt að gera skriflega samninga. Meinatæknar segja upp störfum sínum Meinatæknar, sem starfa hjá ríki, sveitarfélögum og sjálfseigrarstofnunum, hafa sagt upp störfum sínum frá og með 1. apríl. Félagstíðindi snéru sér til Guðrúnar Árnadóttur, meina- tæknis við Rannsóknastofu Háskóla íslands, og spurðu hana nánar um orsakir þessara aðgerða, en Guðrún á m.a. sæti í stjórn SFR. "Þessar uppsagnir voru allar sendar inn fyrir 1. april og miðast þvíviðað við verðum lausar 1. júlí í sumar. Stjórnvöld hafa heimild til að láta okkur vinna þrjá mánuði í viðbót, og ef þau notfæra sér þann rétt, þá hættum við störfum 1. október í haust, hafi málið ekki fengið lausn fyrir þann txma", sagði Guðrún. "Um þessar aðgerðir er algjör samstaða meðal meinatækna, hvort sem þeir vinna hjá ríkinu, borginni, sjálfseiganarstofnunum eða úti á landi. Sennilega eru það um 150 manns, sem taka þátt í þessari aðgerð". "Til viðbótar við þessar uppsagnir koma aðgerðir, sem sér- staklega beinast gegn úrskurði Kjaranefndar um álag fyrir gæsluvaktir eða útkallsvaktir. Þær aðgerðir felast í því, að þeir meinatæknar, sem haft hafa gæsluvaktir, hafa ákveðið að sinna þeim ekki eftir 1. apríl. Sú ákvörðun er til komin vegna þeirrar furðulegu ákvörð- unar Kjaranefndar, að lækka greiðslu fyrir þessar vaktir úr 100% af vaktaálagi í 80%. Þessa lækkun eigum við að sætta okkur við, að áliti Kj_aranefndar, á meðan t.d. hjúkrunar- fræðingar og sjúkraþjálfarar fá 100%. Mér finnst alveg fxrðulegt, að Kjaranefnd skuli með þessum hætti úrskurða, að ein gæsluvakt í heilbrigðiskerfinu sé mikilvægari en önnur, og slíkt getum við ekki sætt okkur við. Meinatæknar á Borgarspítalanum voru fyrstir til að grípa til aðgerða gegn þessu. Þegar úrskurður Kjaranefndar um sérkjarasamninga ríkisstarfsmanna lá fyrir sendu meina- tæknar á Borgarspítalanum yfirmönnum sínum bréf. Það var áður en gengið var frá sérkjarasamningi borgarstarfsmanna. I bréfinu var bent á þetta atriði í úrskurði Kjaranefndar og tilkynnt, að meinatæknar á Borgarspítalanum myndu ekki sætta sig við 80% fyrir gæsluvaktir. Ef til slíks kæni hjá þeim myndu þeir segja upp g-nsluvöktum frá og með 15.mars. Skömmu síðar var samið við borgarstarfsmenn, og þá m.a. um 80% fyrir gæsluvaktir. Við hjá ríkinu höfum tilkynnt, að við munum ekki sinna gæsluvöktum eftir 1. apríl, og meinatæknar á Borgarspítalan- um hafa ákveðið að fresta sinni aðgerð um hálfan mánuð,þann- ig, að við verðum öll samhliða í þessu". - Hvað þýðir það í reynd að meinatæknar hætta að sinna gæsluvöktum? "Þegar dagvinnuskyldu okkar lýkur förum við á svokallaðar bakvaktir, sem eru frá kl. 16 á daginn og til kl. átta daginn eftir, alla daga ársins. Þegar við erurn á slíkum bak- Vi'ktum verðum við að vera heima, og ef hringt er til okkar ber okkur skylda til að sinna slíkum útköllum strax. Starfs- fólkinu er raðað niður á sérstaka vaktalista, sem síðan er farið eftir, þegar þarf að kalla út starfsmann.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.