Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 29.03.1978, Blaðsíða 7

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 29.03.1978, Blaðsíða 7
FÉLAGSTÍÐINDI 7 Tillaga trúnaðar- mannaráðs um næstu stjórn Trúnaðarmannaráö SFR f jallaði á síðasta -fundi sínum, sem haldinn var mánudaginn 6.mars, um tillögu uppstillinganefnd- ar um stjórnarmenn félags- ins næstu tvö árin, 1978- 1980. Tillaga uppstillinga- nefndar var einróma samþykkt og var hún eina tillagan um stjórn, sem borist hefur. Tillaga trúnaðarmanna- ráðs er svohljóðandi: Einar ólafsson, útsölu- stjóri hjá ÁTVR, formaður. Sigurður 6. Helgason, deildarstjori, Tállstjóra- embættinu. úlafur Jóhannesson, eftirlitsmaður, Veðurstofu íslands. Guðrún Ámadóttir, meina- tæknir, Rannsóknastofu Háskóla íslands. Erla Valdimarsdóttir, sjúkraliði, Landsspít'alanum. JÓnas Ásmundsson, aðal- bókari, Háskóla Islands. Sigurfinnur Sigurðsson, fulltrui, Vegagerð nkisins, Varastjórn: Birgúr Sveinbergsson, leiktjaldasmiður. Úlfar Þorsteinsson, afgreiðslustjóri ÁTVR við Stuðlaháls. Jón ívarsson, skattendur- skoðandi, Skattstofu Reykja- víkur. Tómas Sigurðsson, for- stöðumaður, Vita- og hafnar- málaskrif stofunni. í daglegum vinnutíma. Hargir hópar innan SFR þurfa að gegna útkalls- vöktum. Þar er t.d.um að ræða ýmsa starfshópa á sjúkrahúsum, svo sem sjúkra- liða, aðstoðarfólk á rönt- gendeildum, röntgentækna, starfsmenn í Blóðbanka, meinatækna, starfsmenn í viðhalds- og tæknistörfum. Einnig ýmsir starfsmenn hjá Bifreiðaeftirlitinu, Örygg- iseftirlitinu, Rafmagns- veitunum og Framleiðslueftir- litinu, svo dæni séu tekin. Bent er það x bréfinu, að kvaðir þær, sem fylgja útkallsvöktum, hafi xengu breyst, og sé því ekkert sem réttlæti hlutfallsvega lækkun útkallsvaktalauna þeirra starfshópa, sem að- ild eiga að SFR. EinarlÓlafsson Franhald af bls. 5 "Það hefði verið feitletrað á forsíðu ef þetta hefði verið gert í Kreml eða Santiago. Ríkisvaldið hefur þarna gengið mun lengra en tíðkast á hinum frjálsa vinnumarkaði, og með óbilgimi og valdbeitingu tekið meira af opinberum starfsmönnum en þeir tóku með aðgerðum sínumV. - Og að lokum, Einar? "í síðasta aðalkjarasamningi lentum við í verkfalli í fyrsta sinn. Það er rúmt ár eftir af þessu samningstímabili. Hvað sem skeður á þeim txma get ég lítið sagt um, en það ríður á fyrir ríkisstarfsmenn, að þegar farið verður í samninga á vegum BSRB næst, þá geri þeir sér vel grein^fyrir þeirri reynslu, sem þeir hafa fengið á þessu samningstímabili, og standi vel saman af sínum málum. Og þá verður ef til vill komið svarið við því, hvort við eigum að búa við Kjaranefndina, eða hvort við eigum að sprengja hana af okkur og leysa málin í gegnum aðalkjarasamninginn. Eins og er tel ég þetta mesta vandann, sem fyrir liggur í þeim samningum, sem nú eru ekki svo langt undan".__________ ■ ——————————i Framhald af bls. 8 "Já, við höfum það fyrir fastan sið á haustin að halda sviðaveislu, og hefur það gefist mjög vel. Einnig höldum.við árs- hátíð á hverju ári, og hún verður einmitt núna 1. apríl. Andrúmsloftið á vinnustaðn- um hjá okkur er^mjög gott, og samstaða milli starfsfólksins ágæt". Björn Arnórsson: KJARA- BARÁTTAN Opinberum starfsmönnum hefur margoft verið borið a brýn að hafa hleypt verð- bólgunni upp með þvi að knýja fram ósann- gjarnar launakröfur með verkfalli sinu síðast liðið haust - ósanngjarnar launa-_ kröfur, sem þjóðfélagið ei fær risið undir. 1 töflunni hér á síðunni berum við saman annars vegar þau laun sem opinberir starfs- menn hefðu haft í dag ef gengið hefði verið að þeirri sáttatillögu sem 80% ríkisstarfs- manna felldu en fjármálaráðherra samþykkti og hins vegar þá launatöflu er okkur er boðið upp á skv. kj araskerðingarlögunum. Taflan endurspeglar ljóslega að fjár- málaráðherra meinti aldrei neitt með til- boðum sínum (sem hækkuðu frá sáttalillögu), meiningin var greinilega alltaf að skerða samningana með lögum. Þetta er staðreynd, sem enn undirstrikar mikilvægi þess að opinberir starfsmenn fái fullan og óskertan samningsrétt, Skv. sátta- tillögu Skv. launa- töflu 62 Mismunur B 1 127.845 123.582 4.263 B 5 145.396 143.384 2.012 B10 177.932 173.816 4.116 B15 211.976 207.880 4.096 B20 251.607 241.943 9.664 B25 295.090 283.552 11.538 B30 337.246 324.059 13.187

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.