Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 29.03.1978, Blaðsíða 6

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 29.03.1978, Blaðsíða 6
b FELAGSTIÐINDI nefnt, að málari tekur að sér að mla til- tekið hús gegn, tiltekinni greiðslu og skal hann ljúka verkinu fyrir til- tekinn tíma. Hálarinn getur síðan ráðið aðra menn, einstaklinga eða jafnvel aðra verktaka (undirverk- taka) til þess að vinna : fyrir sig verkið eða ein- staka hluta þess. Oft getur verið á því vafi, hvort um er að ræða verksamning eða ráðningar- samning. I dómi Félagsdóms (nóv. 75) var deilt um það hvort svokallaðir landpóst- ar á Suðurlandi teldust vera verktakar eða laun- þegar, en í samningum þeirra sagði, að verkið væri unnið á þeirra ábyrgð og það var gert að skilyrði að þeir legðu til bíl (landpóstar ferðast ekki lengur á hestum, heldur í bílum). Félagsdómur leit svo á, að hér væri um verksamninga að ræða, ■■ þar sem þeir væru verk- takar en ekki launþegar. Væri Póstmannaféiag ís- lands þess vegna ekki samningsaðili fyrir þeirra hönd, en það stéttarfélag hafði óskað eftir að gera kjarasamninga fyrir þá. AF MÁLUM SFR Starfsmannafélag ríkis- stofnana hefur farið þess á leit við Kjaranefnd, að hún taki nú þegar til endurskoðunar fyrri úrskurð sinn um greiðslur fyrir útkallsvaktir eða gæslu- vaktir. í bréfinu til Kjaranefnd- ar er á það bent, að um árabil hafi það verið við- urkennt samkvæmt samningum milli SFR og fjármálaráðu- neytisins, að greiðslur fyrir útkallsvaktir skyldu vera þær sömu og greitt er fyrir vaktaálag og eyður Munið að skila umsóknum um orlofsdvöl fyrir 20. apríl HELSTU REGLUR UM UTHLUTUN 0RL0FSHÚSA 1. Aðeins er úthlutað einni viku til umsækjanda hverju sinni. 2. Félagsaldur ræður úrslitum um úthlutun. 3. Makar látinna félaga í SFR njóta sömu réttinda til út- hlutunar og viðkomandi félagi hafði áunnið sér, í tvö ár eftir lát félagsmanns. 4. Uthlutanir utan álagstíma, þ.e. í maí og september auk dvalar að vetri, skerða ekki rétt félagsmanna til út- hlutunar júni, júlí og ágúst. 5. Á s.1. ári gilti sú regla im endurúthlutun, að þeir sem fengið höfðu úthlutun 1972 eða fyrr, komu aftur til greina við úthlutun. 6. Umsókn um úthlutun á sumarhúsi í Munaðarnesi verður að hafa borist skrifstofu félagsins eigi síðar en^20.apríl 7. Tekið er tillit til þess, ef félagsmenn hafa sótt ítrekað um þannig, að hafi verið sótt um úthlutun þrisvar sinnum án árangurs, hefur verið reynt að verða við beiðninni ef þess er kostur. Starfsmannafélag ríkisstofnana hefur látiö breyta einu húsa sinna að Munaðarnesi, orlofshúsi nr.10, þannig að auðvelt er fyrir fatlað fólk að nota það. SFR hefur boðið öðrum bandalagsfélögum hlutdeild í þessaii þjónustu með skiptum á orlofshúsum. Þeir félagsmenn SFR, sem við úthlutun fá hús nr. 19, gætu því þurft að fara í annað hús ef beiðni um notkun hússins fyrir fatlaða kemur frá öðrum bandalagsfélögum. Þeir félagar í SFR, sem sækja um orlofshús fyrir fatlað fólk, eru beðnir að geta þess sérstaklega á umsóknarblaðinu. NÁMSKEIÐ SFR Starfsmannafélag ríkisstofnana gengst fyrir tveggja daga námskeiði fyrir trúnaðarmenn félagsins x aprílmánuði. Nám- skeiðið verður haldið í húsnæði ríkisstarfsmanna að Grettis- götu 89, annari hæð, mánudaginn 24. og þriðjudaginn 25. apríl næstkomandi. Fyrri daginn verða fyrirlestrar um samningsréttarlögin og uppbyggingu BSRB (Kristján Thorlasíus, formaður BSRB), undir- búning kröfugerðar BSRB (Baldur Kristjánsson, fulltrúi BSRB), aðalkjarasamningurinn (Haraldur Steinþórsson, framkvæmda- stjóri BSRB), undirbúning og gerð sérkjarasamnings SFR og úrskurð kjaranefndar (Einar ölafsson, formaður SFR og Björn Arnórsson, hagfræðingur SFR), hlutverk trúnaðarmannsins (Guðjón B. Baldvinsson, fulltrúi BSRB) og um lögin um rétt- indi og skyldur opinberra starfsmanna (Gunnar Eydal, lög- fræðingur SFR). Síðari daginn mun fulltrúi launadeildar fjármálaráðuneytis- ins flytja framsögu um samskipti launadeildar og SFR, full- trúi Heilbrigðiseftirlits ríkisins um hlutverk heilbrigðis- eftirlitsins með tilliti til heilsufars og aðbúnaðar starfs- manna ríkisins, fulltrúi Brunamálastofnunar ríkisins um brunavarnir á vinnustað, fulltrúi Öryggiseftirlits ríkisins um öryggiseftirlit á vinnustað og fulltrúi frá Slysavama- félagi íslands um slysavarnir og hjálp í viðlögum. Loks munu fyrirlesarar og umsjónarmenn námskeiðsins sitja fyrir svörum.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.