Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 29.03.1978, Blaðsíða 4

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 29.03.1978, Blaðsíða 4
4 FÉLAGSTÍÐINDI Slæm reynsla ríkisstarfsmanna af kjaranefnd — rætt við Einar Ólafsson, formann SFR, um úrskurð kjaranefndar og fleiri mál "Hiðaö við úrskurð Kjaranefridar, sem nú lliggur fyrir, og miðað við afstöðu samninga- |nefndar ríkisins, á ég ekki von á því, að |við komum mjög feitir út úr sérkjara- famningnum að þessu sinni", sagði Einar l'Jlafsson, formaður SFR, í viðtali við Fél- |agstíðindi. í viðtalinu sagði Einar ölafsson álit Isitt á störfum og úrskurði Kjaranefndar, log almennt á kjaramálunum, og fer það hér |á eftir. - Hvert telur þú vera hlutverk Kjaranefnd- |ar, Einar? "Aðalhlutverk Kjaranefndar er að raða einstaklingum í launaflokka x samræmi við |rammasamning BSRB. Kjaranefnd á að vera að mínu mati |öryggistappi á réttarstöðu ríkisstarfs- Imanna. £g tel að löggjafinn hafi ekki ætlað iKjaranefnd það hlutverk að vera einskonar handbendi annars hvors samningsaðila eða. ríkisvalds, heldur dómur, sem tryggja á einstaklingnum réttlát kjör í samræmi við gerðan aðalkjarasamning og heilbrigða |réttlætisvitund. Því tel ég, að Kjaranefnd eigi að virka Isem trygging einstaklingsins í ríkiskerfinu gegn sinnuleysi eða úbilgirni stéttarfélags- ins eða samninganefndar ríkisins. Þess |vegna þarf hver og einn félagsmaður að vera vakandi yfir sínum kjaramálum, kynna sér |samningsréttarlögin, aðalkjarasamninginn (sérstaklega 1.4) og úrskurð Kjaranefndar. Allir félagsmenn eiga rétt á, að þeirra jmál verði persónulega tekin fyrir. Félag- ið verður aldrei annað en ráðgefandi og lumboðsaðili gagnvart samninganefnd ríkisis- Iins og Kjaranefnd. Því legg ég áherslu á persónulegt frumkvæði félagsmanna. FELÖGUM ER MJÖG MIS- MUNAÐ AF KJARANEFND _- Hvert er álit þitt á síðasta úrskurði Kj aranefndar? "Það má margt um hann segja, og flest yrði það til áfellis fremur en hitt að sinni. Ef við lítum á heildina, þ.e. á öll ríkisstarfsmannafélögin, þá fer ekki á milli mála, að þar er félögunum mjög mismunað. Hvað veldur þori ég ekki að fullyrða um, en hins vegar eru sumar þær skýringar, sem við höfum fengið, vart marktækar og eingöngu til vanvirðu þyrir stöðu og hlutleysi Kjaranefndar. Okkar félag lagði fram sína kröfugerð í hátt við rammasamninginn, þ.e. byggði á þeirri reglu, að í meginatriðum skyldi r röðun fara eftir því, sem áður hafði veriði, en þó væri sjálfsagt að taka upp og endurskoða ef gild rök lægju fyrir breytingu á röðun í launaflokka. Við tókum það ráð að leggja fram skil- greiningar fyrir flest öll störf innan féiagsins, og við aðhæfðum þær skilgrein- .ingar þeim launakjörum, sem fyrir hendi eru. Einnig reyndum við að aðhæfa þær launagreiðslum, og þá sérstaklega launa- greiðslum hins opinbera, annað hvort innan félagsins eða í öðrum félögum innan BSRB, og töldum það vera gildar ástæður til að krefjast hækkana fyrir einstaklinga. Þetta náði aðeins til hluta af félagsmönnum. Skilgreiningarnar fengum við að vísu dæmdar í úrskurði Kjaranefndar, en því mið- ur var búið að klúðra þeim, og þrengja þær miklu meira en æskilegt er að okkar dómi. Þessar þrengingar virka oft rúðurávið eftir launastiganum, og það brýtur hrein- lega í bága við rammasamninginn, þar sem regir, að enginn skuli laakka í launaflokki. Það er hins vegar alveg rétt, sam haldið er fram, að skilgreiningar okkar eru noldc- uð opnar. Menn geta oft lesið sig, miðað við starf sitt, í tvo, þrjá launaflokka. Þetta tel ég vera eðlilegt, því þótt menn vinni nokkurn veginn sömu störf, þá getur verið nauðsynlegt að beita að einhverju leyti persónumati við röðun, enda erfitt að lýsa störfum það nákvæmlega í orðum, að fyllsta réttlæti verði á því byggt. Það hefur:' einnig oft viljað brenna við á’

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.