Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 29.03.1978, Blaðsíða 5

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 29.03.1978, Blaðsíða 5
FÉLAGSTÍÐINDI 5 undanfömum árum, að einstáklingar hafi fengið einhliða hækkun x launastiga af óræðum völdum, án þess að við kænum þar nokkuð nærri. Því skýtur nokkuð skökku við, að úrskurður Kjaranefndar skuli hljóða svo mjög upp á vilja samninga- nefndar ríkisins gagnvart starfslýsingum. Annars eru skilgreiningar svó úr garði gerðar frá Kjaranefnd, að illmögulegt er að vinna eftir þeim". MISRÉTTI MILLI HÚPA SB-1 VINNA HLIÐ VIÐ HLIÐ - Hvaða atriði í síðasta úrskurði Kjaranefndar um sérkjarasamning SFR eru þór mest á móti skapi? "Það, sem ef til vill er allra sárast, er þegar starfsstéttir, sem vinna hlið við hlið, njóta ekki sömu umbunar t.d. að því er varðar gæsluvaktarálag. Það er og verður krafa okkar, að umbun fyrir gæslu- vaktir sé innt af hendi með 100% vakta- álagi. Það þarf því engan að undra þótt nú þegar séu uppi veruleg andsvör við því að einstaklingum og starfshópum skuli mismunað í greiðslum fyrir gæsluvaktir eftir aðild að félögpra innan BSRB. Að öðru leyti sjáum við ekki fyrir endann á störfum Kjaranefndar. Þó má geta þess, að innan okkar félags eru ýmis störf, sem eru mjög sambærileg öðrum störfum í opinbera kerfinu. Úg á við ýmis löggæslu-, eftirlits- og umsjónarstörf. Félagsmönnum innan SFR hefur æ ofan í æ, mörg ár aftur í txmann, verið mismunað í launum miðað við réttlætiskennd okkar, sem erum í for- svari fyrir SFR. Það getum við ekki sætt okkur við, og þetta verður aldrei til annars en að auka á óróann í samskonar málum félagsins við fjármálaráðuneytið. - Hafa farið fram viðræður við ríkis- valdið um framkvæmd á úrskurði kjara- nefndar? "Já, við erum aðeins komnir x snertingu við launadeild fjármálaráðuneytisins í því sambandi. Vinnuhópar okkar eru farnir að senda sína oddvita í viðræður við fulltrúa launadeildarinnar. Ðdært hefur enn komið út úr því, nema hvað stefnt er að því að reyna að koma þessum málum í gegn á sem skemmstum txma". - Það er þá ekki hægt að meta nákvænlega hvað kemur út úr þessum úrskurði í heild? "Nei, en miðað við úrskurðinn sem liggur fyri.r frá Kjaranefnd, og miðað við afstöðu samninganefndar rxkisins, þá á ég ekki von á því, að við komum mjög feitir út úr sérkjarasamningunum". - Nú hafa meinatæknar sagt upp störfum vegna úrskurðar Kjaranefndar. Eru fleiri hópar jafn óánægðir og vonsviknir? "Okkur hefur aðeins borist erindi frá þessum eina hópi. En þar sem þetta er innan heilbrigðishópsins, þá hefur hann reynst samstilltur, að það kæmi mér ekkert á óvart, þótt þetta yrði enn víðtækara en þegar er orðið". - Sýnir reynsla síðustu tveggja ára ekki, að það sé ekki til neins að búast við verulegum lagfæringum frá Kjaranefnd?. "Fram að þessu höfum við ekki aðra reynslu af Kjaranefnd. Ég tel, að löggjafarvaldið hafi ætlað Kjaranefnd ákveðið hlutverk. Ef hún misfer með það að okkar dómi, þá endar með því, að rxkisstarfsmenn sprengja þennan stakk af sér, menn leita annarra leiða. Menn róa ekki á auð fiskimið". ÚMERKILEG VINNUBRÖGÐ - Svo við víkjum aðeins frá Kjaranefnd og að stöðunni í kjaramálum almennt. Hvert er álit þitt á aðför rxkisvaldsins að gild- andi kjarasamningum? "Ég er furðu lostinn yfir því, að bestu menn þjóðarinnar, sem trúað er fyrir því að stjórna þjóðarskútunni, skuli skrifa undir samninga við okkur, taka á sig fé- bótarábyrgð, en snúi sér síðan við eftir örskamman txma og rifti öllu með einu pennastriki. Það er ótrúlegt, að þessir menn skuli leyfa sér að sitja Pteð okkur við samningaborð og undirrita við okkur samning, en verða síðan berir að því eftir á, að þeir hafi aldrei ætlað sér að standa við það, sem þeir undirrituðu. Þetta eru ómerkileg vinnubrögð, og þannig vilja launþegar alla vega ekki vinna að sínum málum". - Það er öllum kunnugt til hvaða aðgerða launþegar hafa gripið til að mótmæla þessum aðgerðum. Er að vænta frekari aðgerða á næstunni? "Það er allt óákveðið af okkar hendi sem stendur. En ef óxxSi verður á vinnumarkað- inum út af þessu máli -þá væri mjög óeðli- legt að rxkisstarfsmenn sætu þegjandi yfir sínum skertu kjörum. Það er ekkert eðli- legra en að þeir láti þá til sín heyra og árétti sinn rétt til þess, að staðið verði við þær fjárskuldbindingar, sem gerðar voru við okkur á síðastliðnu hausti". - Nú er síðasta aðgerð ríkisvaldsins að draga af þeim, sem tóku þátt í að- gerðunum 1. og 2. mars, kaup á eftir- vinnutaxta. Hvert er þitt álit á því? Framh. á bls. 7

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.