Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 29.03.1978, Blaðsíða 8

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 29.03.1978, Blaðsíða 8
8 FÉLAGSTÍÐINDI Vinnustaðurinn minn SAMÁBYRGÐ ÍSLANDS Á FISKISKIPUM Þótt Samábyrgð íslenskra fiskiskipa sé sjálfseignarstofnun, þá er starfs- fólk hennar fullgildir aðilar í Starfs- mannafélagi ríkisstofnana eins og starfs- fólk ýmissa annarra stofnana, sem svipuð tengsl hafa við ríkisvaldið. Trúnaðar- maður SFR hjá Samábyrgðinni er Jóhannes Þ. Jónsson, deildarstjóri, og r®ddi tíð- indamaður Félagstíðinda við hann á dögun- um. Hann var fyrst beðinn að gera stuttlega grein fyrir starfsemi Samábyrgðarinnar. "Verkefni stofnunarinnar, sem nú er á 69. starfsári, er að tryggja skip, eins og nafnið bendir til. Samkvsent lögum eru öll skip, sem eru innan við 100 tonn, skyldug til að vera tryggð hjá Samábyrgð- inni, en auk þess eru ýmis stærri skip einnig tryggð hjá okkur. Stofnunin er eiginlega samnefnari bátaábyrgðarfélaganna víðs vegar um landið, en þau eru níu talsins. Skipin eru yfir- leitt tryggð hjá þessum félögum en síðan endurtryggð hjá Samábyrgðinni. Á arinu 1976 voru 590 skip undir 100 rúmlestum þannig endurtryggð hjá okkur. Flest voru tryggð skip hjá félaginu á Isafirði og félaginu við Eyjafjörð, en fæst á Akranesi. Þá eru skip, sem eru í eigu stofnana ríkisins s.s. Landhelgisgæslunnar, Skipa- útgerðarinnar og Hafrannsóknastofnunar- innar, í frumtryggingu hjá Samábyrgðinni, og það fer alltaf vaxandi, að skip sem eru meira en 100 tonn séu tryggð hjá okkur". - Hvernig er skipulag stofnunarinnar? "Stofnunin starfar eiginlega £ þremur deildum. Það er £ fyrsta lagi "Bráða- fúadeildin", sem Pétur Sigurðsson veitir forstöðu, "Slysa-, ábyrgðar-, farangurs-, afla- og veiðifæratryggingadeild", þar sem ég er deildarstjóri, og tjónadeildin, en þar er Kristinn Einarsson deildarstjóri. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar er Páll Sigurðsson, en Finnur Stephensen skrif- stofustjóri. Eins og áður sagði er hér um sjálfseigna- ! stofnun að ræða og hefur hún eigin stjórn, stjórnarformaður er Agúst Flygera0'!ng. Stofnunin stendur undir rekstri sínum sjálf, en þarf þó að fá samþykki stjórnvalda við | öllum iðgjaldahækkunum. Reksturinn hefur gengið vel, og Samábyrgðin hefur skilað hagnaði á undanförnum árum". - Hver ákveður hversu hátt skuli tryggja skip? "Það er tjónadeildin sem metur skipin og allt það sem í þeim er og gerir svo tillögu um tryggingarupphró. Komi ekki sérstakar breytingartillögur frá eigendum er skipið tryggt samkvasmt því. Þetta mat er svo endurskoðað reglulega". - Hvað starfið þið mörg hjá stofnuninni? "Við störfum 12 á skrifstofunni, en þar að auki starfar einn eftirlitsmaður við höfnina, Jón Sigurðsson frá Görðum. Hann fylgist með skipunum í höfninni og lætur viðkomandi aðila vita ef eitthvað er í hættu. Þannig hefur hann sparað stórfé á liðnum árum". - Hvernig er vinnuaðstaða ykkar? "Hún er mjög góð. Við erum í nýtískulegu húsnæði við Lágmúla". - Og launakjörin? "Ég held að fólkið hjá okkur sé yfirleitt betur launað en almennt hjá rikisstofnunum, þótt auðvitað dugi engum það sem hann hefur £ kaup". - Er hægt að halda uppi félagsstarfsemi á svona litlum vinnustað? Framh. á bls. 7 elisabet GuÐJOHNSEN SCRLASKJOL 6 107 REYKJAVIK

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.