Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 13.12.1978, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1978
8. TBL.
AF
EFNI
BLAÐSINS
Pistlar úr sögu
SFR - bls 2
Réttindakaup í
Lífeyrissjóði
starfsmanna
ríkisins
- bls. 2
Viðtal við Einar
úlafsson, for-,.
nann SFR
- bls. 4-5
Fræðslustarf-
semi á næsta
ári - bls. 8
Aðalfundur
Fangavarða-
félags íslands
- bls. 7
Liósmyndir í
Felagstiðindum:
Pétur öskarsson
KRAFA UIVISAMA SAMN-
INGSRÉTT OG AÐRIR
BSRB-FÉLAGAR HAFA
Eitt af því, sem veruleg óánægja var
með í verkfalli opinberra starfsmanna á
síðastliðnu ári, var að starfsfólk ýmissa
stofnana fékk ekki full félagsréttindi.
Ágreiningur var um, hvort starfsmenn hjá
þessum stofnunum væru rxkisstarfsmenn sam-
kvæmt lögunum um kjarasamninga BSRB.
Opinberir starfsmenn lögðu á það mikla
áherslu, að starfsmenn þessara hálfopinberu
stofnana væru félagsmenn í aðildarfélögum
BSRB óg að þeim bæru full félagsréttindi -
þ.á.m. réttur til að greiða atkvæði um sátta-
tillögu. Þessu var hafnað.
í þeim viðræðum, sem nú fara fram á milli
fulltrúa opinberra starfsmanna og ríkisstjórn-
arinnar, hefur verið lögð á það áhersla af
hálfu fulltrúa BSRB, að á þessu verði breyting
og að starfsfólk þessara stofnana fái sama
samningsrétt og aðrir BSRB-félagar hafa.
í áramótaviðtali, sem tíðindamaður Félags-
tíðinda átti við Einar ölafsson, formann SFR,
og sem birt er á öðrum stað í þessu blaði, er
fjallað um þetta atriði. Þar segir Einar m.a.:
"Ösk okkar um breytingar á þessu x þá átt
að þetta fólk fái að taka. fullan þátt í öllum
ákvörðunum til jafns við aðra félagsmenn í
BSRB hefur fengið jákvæðar undirtektir, hver
svo sem endanlega niðurstaðan verður".
Það er ánægjuefni, að vel skuli hafa verið
tekið í þessa jafnréttiskröfu opinberra starfs-
manna. Ekki verður öðru trúað en að þar fylgi
athafnir orðum, og að næst, þegar BSRB gengur
til samningaviðræðna, hafi þessir félagar
okkar sama rétt og aðrir félagsmenn í BSRB.