Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 13.12.1978, Blaðsíða 5
FÉLAGSTÍÐINDI
5
vegna hafa þeir leitaÖ eftir því, hvort
hægt væri aö takaokkur launþega inn í spjall
um málin og .veita okkur óbein áhrif á gang
mála. Hvort þaÖ gerir okkur ábyrgari eða
þjóöfélagiö betra skal ég ekki um segja,
en hingai til hefur ekki komið mikiö út úr
þessu. Að vísu voru geröar ráðstafanir
í kringum mánaöarmotin, eins og kunnugt er,
þar sem veröbætur til launþega voru rýrðar.
A móti komu félagslegar ráÖstafanir, sem
verkalýðshreyfingin hefur metiö jafngildi
þess, sem af var tekið. Þaö er jú svo,
aö fleira er matur en feitt kjöt, og ekki
veröur allt irælt í krónum í lífinu. Það
getur því verið réttmætt aö fórna til
skamms tíma til þess aö koma félagslegum
úrbótum í framkvæmd.
- Sumir fullyröa, aö verkalýðshreyfingin
sé miklu s'kilningsríkari viö núverandi
ríkisstjórn en stjóm Geirs Hallgrímssonar.
Er þaö rétt?
- Ég held fyrst og fremst að þessi stjórn
hafi sýnt launþegum mun meiri skilning held-
ur en fyrri ríkisstjórnir. HÚn hefur tekið
upp allt aðrar aðferðir í samskiptum við
launþega.
HAGSMUNASAMTÖKIN OG AIJ>INGI
- Þú sagðir áöan, aö þaö væri stjómar-
farslegt tómarúm x landinu. Hvemig er
réttast að fylla þaö að þínu mati?
- Stjórnmálaflokkamir hafa reynt að brúa
bilið út til hagsmunahópanna með því að
velja vissa menn úr þeirra röðum til fram-
boðs. En einhvem veginn hefur þetta ekki
gengið. Ég tel aö þaö, hversu stjómmála-
flokkarnir eiga erfitt með að gegna hlut-
verki sínu viö stjórn landsins, starfi af
þvx, að hagsmunahópamir - hvort sem það
eru launþegar, bændur eða aörir - ná ekki
saman innan þeirra. Þaö vantar þá samábyrgö
og tillitssemi, sem þarf að ríkja á milli
hagsmunahópanna, ef vel á að fara um stjórn
landsins.
ÞaÖ eru allir að tala um prófkjör og
hvemig kjördæmaskiptingin eigi að vera,
en ég hefi lengi verið þeirrar skoöunar, að
eina raunhæfa kjördænabreytingin, sem hægt
væri að gera í þessu þjóðfélagi, vseri að
afnema þá gönlu hefö að aöskilja kjördami
við læki eða fjallatoppa. Þess í stað ætti
aö flytja kjördæmin beint út í hagsmunahópa
þjóðfélagsins. Ef þaö væri gert væri kannski
von til þess, að ekki yrði jafn sterkur
svipur fræöimennsku á Alþingi og nú er,
heldur sæti þar almenningur, sem gerði sér
grein fyrir því,hvemig taka ætti á
ábyrgan hátt á málum til almannaheilla.
En í þessum efnum búum við auðvitað viö
gamlar hefðir, og menn eiga erfitt með að
hugsa sér að fara aðrar leiðir, því miöur.
En nýjar leiðir og tilraunir meö aðrar aö-
feröir en reyndar hafa veriö, eru nauösyn-
legar ef árangur á að nást.
MIKILVÆG RÉTTINDAMáL
- I þessum samráðsviðræðum hafa ýmis fram-
faramál borið á góma, er ekki svo?
- Jú, það hefur verið fjallaö um ýmis mál,
sem geta skipt miklu máli fyrir launafólk.
Sem dæmi get ég nefnt, að við höfum rætt
þar um fulla aðild okkar aö Atvinnuleysis-
tryggingasjóöi. Sem kunnugt er hefur sí-
fellt rýmað réttarstaöa okkar að því er
æviráðninguna varöar. Hins vegar höfum við
ekki aðgang aö Atvinnuleysistryggingasjóði.
Við sjáum þess iðilega dæmi innan félagsins,
að félagar okkar standa höllum fæti ef þeir
missa vinnuna, miðað viö það, sem gildir um
félaga í almennu verkalýösfélögunum.
Viö höfum einnig viújað fá aðild að hús-
næöisframkvæmdum ríkisins, og þaö hefur
veriö tekið vel í það.
Þá hefur verið rætt um lífeyrissjóðsmál
og sérstaklega ósk okkar um, að aðild ríkis-
starfsmanna að Biðreikningi verði afnumin.
Til þess aö svo megi verða þarf laga-
breytingu til aö lækka aldursmarkiö í
Lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna úr 20
árum í 16. Það hefur einnig verið tekiö
nokkuö vel í þetta.
Þá hefur verið rætt um stöðu hálfopinberra
stofnana, en starfsfólk þeirra er í okkar
félagi, tekur laun samkvænt okkar samningum
og hefur sömu réttindi og skyldur og ríkis-
starfsmenn. Samkvamt samningsréttarlögunum
er þetta fólk hins vegar ekki fullgildir
aðilar að BSRB þegar t.d. til atkvæðagreiðlu
um sáttatillögu og annars slxks kemur í
kjaradeilu. ðsk okkar um breytingar á þessu
í J?á átt að þetta fólk fái að taka fullan
þátt í öllum ákvöröunum til jafns við aðra
félagsmenn í BSRB, hefur fengið jákvæðar
undirtektir, hver svo sem endanlega niður-
staðan verður.
STARFSEMI SFR A
ÁRINU SEM ER AÐ LÍÐA
- Nú er áriö 1978 brátt á enda. Hvað er
þér efst í huga úr starfi SFRc á þessu ári?
- SFR er svo til búiö að ljúka sínum sér-
s^mningum. Strax og rammasamningur BSRB
var undirritaður varð það okkur mikið
áhyggjuefni, hvernig útkoma okkar yrði í
sérkjarasamningum. Rainmasamningurinn var
að mínu áliti góður. Hann gaf opinberum
starfsmönnum mikið í aðra hönd, auk þess
sem mun meira réttlæti hefur ríkt á milli
hins almenna vinnumarkaðar og rxkiskerfis-
ins eftir að þessi samningur var gerður.
En að því er sérkjarasamninginn varðar, þá
er það nú svo, að margt annað en réttlæti
getur haft áhrif á útkomuna, og þaö er
eins og menn sitji ekki ætíð við sama borð
gagnvart mótaðilanum. Almennt held ég þó
að við megum sæmilega við una í þessu efni,
þótt við fengjum ekki neitt á silfurfati,
og ekki heldur prívatafgreiðslu eins og
sumir aðrir hafa fengið. Framhald á bls. 6