Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 13.12.1978, Blaðsíða 8

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 13.12.1978, Blaðsíða 8
8 FÉLAGSTÍÐINDI Rætt við Kristínu Tryggva- dóttur, fræðslufulltrúa BSRB Kristín Tryggvadóttir, fræðslufulltrúi BSRB. Hargvíslegt námskeiðahald er fyrirhugað á vegum SFR og BSRB á fyrstu mánuðum næsta árs, bæði í Reykjavík og úti á landi. Tíðindamaður Felagstíðinda ræddi á dögun- um við Kristínu Tryggvadóttur, sem tók við starfi sem fræðslufulltrúi hjá BSRB í sept- ember sxðastliðinn. Krístín er kennari að mennt og hefur kennt við Öldutúnsskóla í Hafnarfirði og starfað hjá skólarannsóknar- deild menntamálaráðuneytisins við námsbóka- gerð. Hún er ritari í stjóm BSRB. "Á vegum BSRB hafa þrír fræðslufundir verið auglýstir", sagði Kristxn. "Hver þeirra stendur eitt kvöld. 9. janúar, kl. 20.30, mun Kristján Thorlasíus, formaður BSRB sitja fyrir svörum um kjaramál og bar- áttu BSRB síðastliðið ár. Að kvöldi 25. janúar mun sérfræðingur í skattamálum út- skýra helstu ákvæði skattalaga og leiðbeina varðandi skattaframtöl, og 12. febrúar verður kvöldfundur í tilefni af alþjóðaári bamsins um bamið og samfélagið. SFR-námskeið Ýmsar hugmyndir eru um námskeið á vegum SFR fyrstu mánuði ársins, og verða þau öll haldin ef áhugi reynist nægur meðal félags- manna. "Hugmyndir eru að halda námskeið um líf- eyrismál, um aðbúnað á vinnustað, um fundatækni og um bókmenntir og listir", sagði Kristín. "Við viljum hvetja félags- menn til að velta þessum hugmyndum fyrir sér, og eins að koma með aðrar hugmyndir um námskeiðsefni. Allar hugmyndir verða tekn- ar til athugunar". NOKKRAR HUGMYNDIR UM NÁMSKEIÐ SFR 1. Um lífeyrismál. 4-5 kvöld eða 2 dagar. Erindi um: lanveitingar, lífeyrisþega, lög um lífeyrissjóði, biðreikning o.fl. Panel- umræður. Hópvinna til að semja spumingar til panels og við lausn verkefna. Fyrir- spurnir - umræður. 2. Um aðbúnað á vinnustað: Starfs umhverfið. Traust og' 'samstarf vinnuf'élaga. Erindi: • • Sjálfstæði og áhrif. Stjómun. Aðbúnað (vinnumáti, skipulagning, öryggismál og vélar). Tilbreyting og framhaldsnám. Fyrir- spumir - umræður. Hópvinna um verkefni. 3. Námskeið í fundartækni. 4 kvöld. 1. kvöld. Fundarsetning: Skipun fundar- stjóra og fundarritara. Kynning þátttakenda. Kynning og dreifing gagna um samtals og ræðu- tækni. Uirræður og fyrirspurnir. (Undir- búningur næsta kvölds). Fundarslit. 2. kvöld. Fundarsetning: Skipun fundar- stjóra og fundarritara. Erindi um fundar- sköp og fundarstjóm. Umræður og fyrir- spumir. Stuttar undirbúnar ræður þátttak- enda. Gagnrýni. Undirbún. næsta kvölds. Fundarslit. 3-4 kvöld. Æfingar í að stjórna fundi, ræða mál og halda fram ákveðnum skoðunum. Gagnrýni. 4. Um bótonenntir og listir. Nokkur kvöld. Kynntar bokmenntir og ymsar listgreinar og listastefnur. Þessi SFR- námskeið verða nánar kynnt í næsta tölublaði Félagstíðinda, sem kom út eftir áramót. Námskeið úti á landi Kristín sagði, að BSRB væri að beita sér fyrir almennum félagsmálanámskeiðum úti á landi, og væri þar stefnt að því að öll félög opinberra starfsmanna á staðnum stæðu saman að námskeiðunum. Þegar væri ákveðið að halda slxk námskeið á Siglufirði, Blöndu- ósi, ísafirði, Akranesi, Neskaupstað og á Akureyri, og væru SFR-menn aðilar að þeim. Stefnt er að því að halda slxk námskeið á 10-15 stöðum £ vetur. Námskeiðin verða sennilega flest haldin í mars. Framhald á bls. 6

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.