Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 13.12.1978, Síða 2
2
FÉLAGSTÍÐINDI
Guðjón B. Baldvinsson
PISTLAR ÚR
SÖGU SFR
Hva6 gerði BSRB?
Á Alþi:igi báru þau ólaf-
ur Björnsson og Rannveig
Þorsteinsdóttir fram till.
sem fól í sér aö ákvse&i um
lengingu vinnutímans félli
niður. Tillagan var felld
með þorra atkvæða gegn 11.
Bandalagsstjórn leitaði
álits ísleifs Árnasonar,
fv. prófessors um lögmæti
þessa skilyrðis og svar
barst frá honum og ölafi
JÓhannessyni, prófessor,
sem var á þá leið að þessi
samþykkt Alþingis bryti .
ekki í bága við gildandi
lög.
Rétt þykir að birta hér
eftirfarandi till. sem sam-
þykkt var á almennum fundi
x Iðnó 5.júní 1950. Fund-
urinn var boðaður af stjóm
BSRB, en meginþunginn í
mótmælum samtakanna var
vakandi starf SFR og ein-
dregin andstaða þess við
gerræði löggjafans.
"Fundurinn mótnœlir
þeirri ákvörðun meiri hluta
Alþingis að bjóða með
ákvæði í 19.grein fjárlaga
þessa árs, að vinnutími
skrifstofufólks og fleiri
starfshópa opinberra starfs-
manna skuli lengdur, svo
og þeirri skýringu ríkis-
stjórnarinnar, að lenging
vinnutíma sé skilyrði fyrir
greiðslu launauppbóta, sem
ákveðnar eru í sömu grein.
I því sambandi bendir
fundurinn á, að samkvæmt
tillögum launalaganefndar
var hækkun launastigans
engu slíku skilyrði háð,
en þó hefir verið látið í
veðri vaka, að tillögur
nefndarinnar hafi að öðru
leyti legið til grund-
vallar þeim uppbótum, sem
rxkisstarfsmönnum voru
ákveðnar.
Fundurinn lítur svo á,
að með setningu þessa
ákvæðis um vinnutxma skrif-
Réttindakaup í lífeyrissjóðnum:
Mikilvæg breyt-
ing um áramótin
Um ármótin verða mikilvægar breytingar á átreikningi
réttindakaupa í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins vegna
starfstxma fyrir 1. janúar 1970. Sams konar breytingar
verða hjá Lífeyrissjóði bamakennara og Lífeyrissjóði
hjúkrunarkvenna. Breytingin hefur í för með sér, að
eftir áramótin verða þessi réttindakaup margfalt dýrari
en þau eru nú, Þeir, sem hafa hug á slíkum réttindakaupum,
ættu því að snúa sér til Lífeyrissjóðs starfsmanna rxkisins
sem allra fyrst, og alla vega fyrir áramót.
Félagstíðindi snéru sér til Einars Kr. ísfelds, deildar-
stjóra hjá Tryggingastofnun ríkisins og báðu hann að úr-
skýra þessar breytingar nánar.
Gildir aðeins um starfs-
tíma fyri'r Í. jan. 1970~
Einar sagði, að hér væri um að ræða ákvörðun stjómar
lífeyrissjóðanna um breytta reikningsaðferð þegar ákveðin
væru iðgjöld vegna réttindakaupa fyrir starfstxma, sem væri-
fyrir l.janúar 1970. Reglur um starfstxma eftir l.janúar
'væru óbreyttar. Eins væri afstaða sjóðsstjórnar til rétt-
indakaupa óbreytt.
Nýja reglan er sú, að þegar um er að rse&a réttindakaup
fyrir starfstxma fyrir 1. janúar 1970, reiknast iðgjöld '
ein^ og sjóðfélagi hefði allan txmann haft sömu laun og hann
hefur þegar réttindakaupin eru gerð og greidd. Vextir
reiknast ekki á iðgjöldin.
Hvað þýðir þetta í reynd?
Tökum sem dæmi sjóðfélaga sem ætlar að kaupa réttindi
fyrir txmabilið 1. janúar 1940 til 31. desember 1943, 1.
janúar 1950 til 31. desember 1953 og 1. janúar 1960 til
31. desember 1963. Þetta eru samtals 12 ár.
Segjum að þessi maður hafi sótt um og greitt réttinda-
kaup í maxmánuði síðastliðnum og að nýju reglurjiar hafi
þá verið í gildi. Hann hefur laun skv. B 16. Við rétt-
indakaupin samkvæmt nýju reglunum greiðir hann því 4.25%
af mánaðarlaunum í B 16, sem þá voru 214.692 kronur, eða
9.124 krónur í iðgjald fyrir mánuðinn.
Fyrir eitt ár þarf hann þá að greiða tólf sinnum þá upp-
hæð, eða 109.488 krónur eða fyrir 12 ár samtals 1.313.856
krónur. Réttindakaup þessa sjóðfélaga kosta hann því
rúmlega 1.3 milljónir króna samkvæmt nýju reglunum.
Gömlu^reglurnar - sem^gilda áfram við réttindakaup fyrir
starfstíma eftir 1. janúar 1970 - kveða á um, að miða skuli
iðgjaldagreiðslur við laun eins og sjóðfélaginn fékk greidd
á þeim tíma, sem hann kaupir, en ofan á þau iðgjöld skal
síðan relkna vexti til þess dags, sem réttindin eru uppgerð.
Samkværvt þeim reglum hefði sjóðfélaginn, sem dænið hér að
ofan, aðeins þurft að greiða 52.931 krónur fyrir 12 ára
réttindi.