Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 13.12.1978, Blaðsíða 6
6
FÉLAGSTÍÐINDI
Svipmynd frá trúnaöarmannaráðsfundi
RÆTT VIÐ EINAR
Franhald af bls. 5
Viö fögnum því sárstaklega aö hafa flutt
inn í nýtt húsnaeÖi á árinu. Það, að kom-
ast inn í þetta húsnæöi, gjörbreytir allri
aöstöðu okkar til starfa. Nú geta vinnu-
hápar fundaö fleiri en einn í einu. Viö
höfum rúmgóðan fundasal, þótt hann sá ekki
enn fullfrágenginn. Einnig höfum við sár-
staka aöstööu fyrir þær ýmsu deildir, sem
eru í fálaginu. Hver deild á hár í sárstöku
herbergi sína hirslu, og þar er fundarhorð,
sími og annaö, sem til þarf, og það er
ánægjulegt að sjá hversu þessi aðstaða er
vel notuð.
Á þessu ári höfum viö eins og áöur sinnt
fræðslumClum verulega og ber þar að þakka
þeirri nefnd, sem um fræðslumálin hefur
fjallað. Auk þess hefur það reynst okkur
styrkur, aö BSRB hefur sárstakan fræðslu-
fulltrúa.
Rátt er að hvetja fálagsmenn til að nýta
þá aðstöðu, sem fálagið og heildarsamtökin
bjóða upp á varðandi fræðslustarf. Þátt-
takan í frceðslustarfi á vegum SFR hefur
verið góð, og við munum halda þeirri starf-
semi áfram á næsta ári eins og verið hefur.
En fyrst farið er að ræða fræðslustarf-
semi þá vil ág nota tækifærið til að lýsa
óánægju okkar með einn þátt þeirrar starf-
semi á árinu. Þar á ág við námskeið, sem
haldið var fyrir starfsfólk á skattstofum.
Við teljum, að ekki hafi verið rátt á málum
haldið. Við prófúrslit á því námskeiði
kom í ljós, að megnið af því fólki, sem
fengið hefur mikla reynslu í starfi á
skattstofunum, stóðst ekki prófið. Okkur
finnst, að það sá einhver hrekkjalómur, sem
þar hafi eyðilagt góða meiningu.
Fyrir skömmu háldum við fyrsta fundinn '
með nýkjörnu trúnaðarmannaráði, og eins og
áður fjölmenntu þeir á þann fund. Trúnaðar-
menn okkar hafa alltaf verið mjög fálagslega
virkir og sinna vel sínum málum. Ég held
að stjóm fálagsins megi vera ánægð með,
hversu vel gengur að fá fólk til að vinna
að málum fálagsins á breiðum grundvelli.
Sjónarmiðin innan fálagsins eru auðvitað
mörg, því hóparinir eru margir, en málin
eru leyst málefnalega, og við eigum í því
efni von á góðu samstarfi með nýkjömu
trúnaðarmannaráði.
Að öðru leyti hefur starfsemi fálagins
gengið sinn vanagang. Við höfum mjög góðan
vinnukraft á skrifstofunni. Þeir vinnuhóp-
ar, sem starfa innan fálagsins, eru mjög
samstæðir. Þar er dre'iglundin í fvr.ir-
rúmi og málin yfirleitt leyst á fálagslegum
gmndvelli.
HORFUR Á NÆSTA ÁRI
- En hvað viltu segja um komandi ár.
Verður það mikilvægt ár kjaralega seö fyrir
fálagsmenn SFR?
- Það fer ekkert á milli mála. Það á
mikið eftir að gerast á næsta ári í kjara-
og efnahagsmálum. Einu sinni var mönnum
lofað öllu góðu í eilífðinni, og þar er
einmitt það sama, sem maður horfir fram á
núna. í samráðsviðræðunum er verið að lofa
ekki aðeins launþegum heldur öllum almenn-
ingi í landinu ýmsum fálagslegum umbótum,
sem ekki verða framkvæmdar á einni skammri
stundu heldur taka tíma. Þess vegna er
spurningin nú eiginlega sú: hvað mun ei-
lífðin gefa, þótt hún sá ekki nema næsta
árið. Og þrátt fyrir góðar meiningar og
vilja til samráðs fer ekki á milli mála,
að allt er í tvísýnu. Það er ekki búið að
leysa öll vandamál.
Jú, ág vil að síðustu þakka öllum trúnað-
amönnum fálagsins og starfsfólki gott
samstarf á árinu um leið og ág óska þeim
og öllum fálagsmönnum velfamaðar og friðar
á næsta ári.
Rætt við Kristínu
FramJiald af bLs. 8
Þá hefur verið gert samkomulag við
Menningar- og fnæðslusamband alþýðu um leið-
beinendanámskeið á minni stöðum úti á landi,
og eins námskeið um blaðaútgáfu og samskipti
við fjölmiðla.
BSRB-námskeiðin verða síðar auglýst sár-
staklega í Ásgarði.
Veita hópum aðstoð
"Við höfum sárstaklega hvatt til þess að
hópar starfsmanna taki sig til og efni til
námskeiðs um eitthvert ákveðið efni, sem
hópurinn hefur sárstakíir áhuga á, og við
munum þá veita alla þá aðstoð sem við getum
við undirbúning og framkvæmd slíks nám-
skeiðs", sagði Kristín.