Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 13.12.1978, Page 7

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 13.12.1978, Page 7
FÉLAGSTÍÐINDI 7 Björn Arnórsson: KJARA- BARÁTTAN Þær eru orðnar æði margar samþykktir verkalýsðfélaga, sem skýrskota til fjár- festinga, sem orsök verðbólgu. Hve oft hefur þess verið krafist af fjárfestingar- nar í landinu verði teknar föstum tökum? Það hefur margoft verið fullyrt að orsakir efnahagsvandans á íslandi sá að finna í því sem nefnt hefur verið fjárfestingar- bruðl. Lítum á nokkur atriði í ’yessu sam- bandi. Eftirfarandi tafla ár margnefndri "verðbólgunefndarskýrslu" er þess virði að hún sé athuguð nánar. Hlutur fjármunamyndunar og sparnaðar 1 vergri þjoðarframleiðslu. Ærsmeðalt'ö3~ Fjármuna- myndun 1960-1964, 1965-1969, 1970-1976. Is- Nor- Finn- V-þýsk- - Sví- Dan- Bret- land % egur % land % land 0. 0 þjóð % mörk 0. 0 land 0, Q 26.7 29.0 26.6 25.7 23.2 21.9 16.9 28.2 27.7 24.4 24.7 23.9 21.7 18.6 30.0 30.6 27.9 24.9 21.9 21.5 19.1 28.5 29.3 26.5 25.0 , 22.9 21.7 18.3 Spamaður. í Sömu ár. 25.8 27.0 28.4 28.8 24.8 21.0 18.0 25.2 28.6 28.2 28.2 24.1 20.8 19.3 25.5 29.7 32.3 27.7 23.7 20.3 18.1 25.5 28.6 30.0 28.2 24.1 20.7 18.4 í síðasta tbl. Félagstíðinda sýndum við fram á að ekki er unnt að sjá að þau þjóð- félög, þar sem laun eru vísitölutryggð byggju við meiri verðbólgu en hin. Taflan hér fyrir ofan sýnir okkur hins vegar Hokkra sérstöðu íslands, þ.e, annars vegar er hlutfall fjármyndunar á Islandi óhemju hátt og hins vegar er það töluvert meira en sparnaði nemur. Mismunurinn felst í lánum, en skuldasöfnunin hefur aukist uggvænlega að undanfömu eins og eftirfarandi tafla sýnir: Erlendar skuldir í árslok í hlutfalli við þjóðarframleiðslu á gengi hvers árs. 1953-59 1960-64 1965-69 1970-74 1975-77 9.2 25.5 23.6 25.5 36.5 Við upplifum bráðabirgðaráðstafanir í september og aðrar 1. des. Spumingin sem launafólk veltir fyrir sér þessa dagana er hvort við fáum að upplifa enn eina bráða- birgðalausn núna l.mars? Eða eigum við eftir að sjá stjórnmálamenn snúa sér að fjárfestingarbruðlinu með sömu festu og beitt hefur verið gegn okkur?. A meðan getum við huggað okkur við eftir- farandi tilvitnum úr skýrslu Þjóðhags- stofnunar: "Ör þjóðarbúskapnum. Framvindan 1977 og horfur 1979", sem gefur okkur dálítið aðra mynd en málið hefur verið fyrir okkur að undanförnu: "Sé eingöngu horft á framleiðslu, atvinnu og viðskiptajöfnuð, virðist allt með kyrrum kjörum. Framleiðsla hefur farið vaxandi, að vísu hægar en árið 1977. At- vinna hefur verið yfrið nóg. Viðskipti við önnur lönd eru nær hallalaus. Að vísu ber þann skugga á þessa hagstríðu mynd, að við- skiptakjör gagnvart útlöndum hafa heldur rýrnað á árinu andstætt fyrri vonum, þar . er þó ekki um neinn búskell að ræða og kann að reynast tímabundin breyting.LÍfs- kjör almennings eru á árinu með besta móti". Aðalfundur Fanga- varðafélags íslands Fangavarðafélag Islands hélt aðalfund sinn 28. nóvember s.l. í fundarsal Félags- miðstöðvarinnar að Grettisgötu 89, R. Formaður félagins Sigurjón Bjamason flutti skýrslu stjórnarinnar og gerði grein fyrir störfum stjórnarinnar á liðnu ári. Kom fram í máli hans að starfið hefði verið mjög þrottmikið, - og kjaramál sett mikið mark á það, enda náðist fram nokkur áfangi. I skýrslu formanns greindi frá starfi innanNorrænu fangavarðasamtakanna og nú nýverið tók hann þátt I formannafundi sam- takanna í Osló. Flutti hann þar skýrslu um gang kjarasamninga og stöðu þeirra hér á landi. Þátttakendum var boðið til veglegs hófs er Norska fangavarðafélagið bauð til I tilefni af 60 ára afmæli félagsins. Af- henti formaður gjöf frá Islandi, ágrafna hvaltönn með merki félagsins, með vinar- kveðjum. Gjaldkeri félagsins gerði grein fyrir afkomu félagsins, kom þar fram að hún er nokkuð góð. Félagsgjöld voru ákveðin kr. 5.000 fyrir næsta ár. Stjórn skipa nú: Sigurjón Bjamason, Litla-Hrauni, form. Gunnar Marinósson, Síðumúla Björk Bjarkardóttir, Fangag. lögregl. Jón Sigurðsson, Litla-Hrauni Jóna Sigurjónsd. Skólavörðust. 9 Vauastjórn: Klemens Erlingsson, Litla-Hrauni Ari Ingimundarson, Síðumúla Trúnaðarmaður deildarinnar hjá SFR var kosinn Klemens Erlingsson.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.