Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 24.06.1988, Side 1
STARFSMANNAFÉLAG RÍKISSTOFNANA
AF
EFNI
BLAÐSINS
MARGT ÓLJÓST UM
FRAMKVÆMD SAMN-
INGSRÉTTARLAGANNA
- sjá bls. 2
GIFURLEGUR SAM-
DRÁTTUR í lAnum
LÍFEYRISSJÓÐA
TIL SJÓÐFÉLAGA
- sjá bls. 3
NIÐURSTÖÐUR NEFNDAR
UM LAUNAJAFNRÉTTI
HJA RÍKINU
- sjá bls. 4-5
Alyktanir AÐAL-
FUNDAR SFR 1988
- sjá bls. 6-7
MAT LAGT A KJARA-
SAMNINGA VORSINS
- sjá bls. 8
Ljósmyndir í
Félagstíðindum:
Pétur Óskarsson
Aðför að lýð-
réttindum
Meó bx'áðbirgðalögum þeim, sem sett voru 20. maí síðast-
liðinn, var samningsréttur launafólks í reynd afnuminn í
allt að eitt ár.
Samtök launafólks hafa eðlilega unað þessari árás á
frjáslan samningsrétt illa. Stjórn Starfsmannafélags
rxkisstofnana samþykkti á fundi sínum 25. maí síðastliðinn
ályktun þar sem fram kom hörð andstaða við bráðabirgðalögin.
Stjórn SFR "mótmælir harðlega aðför ríkisstjórnar Þorsteins
Pálssonar að sjálfsögðum lýðréttindum launþega með afnámi
samningsréttar þeirra", segir í ályktuninni.
"Stjórn félagsins væntir þess að stjórn BSRB, í samstarfi
við önnur samtök launþega, beiti sér fyrir aðgerðum til að
endurheimta samningsréttinn, með undirskriftum, útifundum
eða öðrum aðgerðum og láta með því stjórnvöld finna hvar
Davíð keypti ölið".
SFR tekur undir það sjónarmið, sem fram hefur komið hjá
Alþýðusambandi íslands, að með setningu bráðabirgðalaga sem
þrengja með þessum hætti lýðréttindi þegnanna, hafi ríkis-
stjórnin misfarið með lögbundinn rétt sem hún hefur til
útgáfu bráðabirgðalaga. í stjórnarskránni segir, að hægt
sé að gefa úr slík lög "þegar brýna nauðsyn ber til". En
jafnframt er tekið skýrt fram, að slík lög megi ekki
brjóta í bága við stjórnarskrána.
Alþýðusambandið hefur nú kært bráðabirgðalög rikisstjórnar-
innar til Alþjóðavinnumálastofnunarinnar.
1 okkar lýðfrjálsa landi er það réttur launafólks að annast
sín samningamál sjálft með frjálsum hætti. Það eru grund-
vallar mannréttindi íslensks launafólks. Þau verður að
vernda með því að snúast harkalega gegn öllum árásum á
frjálsan samningsrétt.
Ábyrgðarmaður:
Einar Óiafsson
Umsjónarmaður:
Elías Snæland Jónsson
Afgreiðsla:
Grettisgata 89