Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 25.01.1989, Qupperneq 6

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 25.01.1989, Qupperneq 6
6 FÉLAGSTÍÐINDI Mótmæli opinberra starfsmanna fyrir framan Karphúsió í verkfallinu 1984. Málaferli gegn stéttarfélögum SFR er eitt alstærsta félag launþega í landinu og telur á sjötta þúsund félags- manna í föstu starfi. Ákvörðun Flugleiða um málshöfðun gegn einu af minni verkalýðsfélögum landsins, er eins og köld skvetta í andlit þeirra aðila innan hennar, sem barist hafa fyrir kjör- orðinu - kaupum íslenskt - notum íslenska þjónustu. Félagar innan BSRB sem tiltölulega nýlega öðluðust samningsrétt, hafa á þeim fáu árum sem liðin eru, ítrekað orðið fyrir hótunum um málssókn eða verið stefnt fyrir rétt í kjölfar þeirra tveggja verkfalla, er þeir hafa tilneyddir stofnað til. Til upprifjunar skulu nokkur þau helstu rakin: - íslenska Álfélagið okt. 1977, vegna ágreinings um framkvæmd verkfallsvarða BSRB er hindruðu losun úr risastóru Líberíufari frá Ástralíu. HÓtaði félag- ið lögbanni og síðan skaðabótamáli vegna framkvæmdanna. Fallið var frá málshöfðun á síðara stigi. - Forsvarsmenn DV höfðuðu mál á hendur for- ystumönnum Starfsmannafélags Sjónvarps og Útvarps, að loknu verkfalli BSRB 1984. Málið tapaðist fyrir Hæstarétti og for- svarsmenn starfsmannafélaganna sýknaðir af ákærum Frjálsrar fjölmiðlunar. - Vinnuveitendasamband íslands hótaði for- ystumönnum BSRB ítrekað með bréfum lög- sókn í nafni Flugleiða, ístaks og fslensk- ra aðalverktaka, þar sem lýst var fullri ábyrgð með kröfur um bætur fyrir allt tjón er þau urðu fyrir vegna verkfalls- aðgerða BSRB 6. - 10. okt. 1984 á Kefla- víkurflugvelli. Eimskip vann málið í undirrétti og á grundvelli þeirrar niðurstöðu var gerð sátt í málinu. - Háskóli íslands höfðaði mál á hendur BSRB að loknu verkfalli 1984 vegna framkvæmda við verkfallsvörslu á Háskólalóðinni. BSRB var sýknað í undirrétti en málið tapaðist síðan í Hæstarétti. Her hafa verið rakin nokkur mál sem höfðuð hafa verið á BSRB og forystu samtakanna á þeim skamma tíma sem viðurkenndur verk- fallsréttur eða fullur og óskoraður samn- ingsréttur hefur verið í höndum samtakanna. Viðhorf atvinnurekenda til launþega koma glöggt í ljós með öllum þeim málatilbúnaði sem hafður var í frammi á undangengnum árum, í þeim tilgangi einum að hrella og hrekkja samtök launþega frá því að standa á rétti sínum.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.