Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.03.2001, Blaðsíða 4

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.03.2001, Blaðsíða 4
HlSkýrsla stjtirnar SFR 2 0 0 0 Jens Andrésson formaður greinir frá starfi liðins árs. Aðalfundur SFR árið 2000 61. aðalfundur SFR var haldinn í Félagamiðstöðinni að Grettisgötu 89 laugardaginn 25. mars 2000. Jens Andrésson, formaður SFR, setti fundinn og bar undir fundarmenn tillögu um fundarstjóra og fundarrit- ara og var hún samþykkt. Fundar- stjórar voru Pétur Elísson og ína Fl. Jónasdóttir en ritarar Sigrún Geirs- dóttir og Þorleifur Óskarsson. Fund- arstjóri tók því næst við stjórninni og bar fundargerð síðasta aðal- fundar upp til samþykktar. Sú venja hefur skapast að fundargerðin ligg- ur frammi á fundinum en er ekki lesin upp. Þá var minnt á að hún hefði verið öllum aðgengileg á heimasíðu félagsins undanfarna mánuði. Til þess þó að gefa fundar- mönnum betra svigrúm til að kynna sér fundargerðina var ákveðið að bera hana upp undir lok fundarins og var hún þá samþykkt samhljóða. Jens Andrésson, formaður SFR, flutti skýrslu stjórnar. í lok ræðu sinnar gat hann þriggja stjórnar- manna, sem nú færu úr stjórn fé- lagsins, þeirra Ingibjargar Öskars- dóttur varaformanns, Einars Andrés- sonar ritara og Elísar Þorsteinssonar. Þá hafði Kolbrún Gestsdóttir horfið úr stjórn fyrir nokkru vegna brott- flutnings af landinu. Þessu fólki voru færðar bestu þakkir fyrir sam- starfið. Reikningar félagsins Birna Karlsdótttir gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum félagsins. Fram kom að tekjur hefðu aukist verulega síðustu tvö árin og birtist þar m.a. árangur síðustu samninga. Útgjöldin mörkuðust hins vegar nokkuð af veglegu afmælishaldi í til- efni 60 ára afmælisins og aukinni áherslu á fræðslumál. Guðmundur Ingi Waage óskaði eftir skýringum á kostnaði við afmælishald og svaraði gjaldkeri þeim fyrirspurnum. Síðan gerði Birna grein fyrir reikningum orlofssjóðs. Sigurður I. Georgsson bryddaði upp á málefn- um Vaðness, sagði það vera vin- sælasta orlofssvæðið og full ástæða til frekari uppbyggingar. Ólafur Flallgrímsson tók til máls og vildi bera undir fundinn tillögu um málefni orlofssjóðs. Fundarstjóri úrskurðaði að tillagan ætti heima undir 12. lið dagskrárinnar (Önnur mál). Frekari umræður urðu ekki um skýrslu stjórnar og reikninga félags- ins og hvort tveggja samþykkt sam- hljóða. Felagstíðindi AbyrgðarmaSur: Jens Andrésson Ritnefnd: Birna Karlsdóttir, Jan Agnar Ingimundarson, Eyjólfur Magnússon, Sigríður Kristinsdóttir og Valdimar Leó Friðriksson Umsjón: Arni St. Jónsson og Jóhanna Þórdórsdóttir Umbrot: BlaSasmiSjan Prentun: Hjó GuSjónO Skrifstofa SFR er ó Grettisgötu 89, 105 Reykjavík Opið: 8-16. Sími: 562-9644 Bréfasími: 562-9641 Símatími: 9-16 Jens Andrésson formaSur (jens@sfr.bsrb.is) og Árni Stefón Jónsson framkvæmdastjóri (arni@sfr.bsrb.is) eru meS símatima kl. 9-10 . Heimasíða: www.sfr.bsrb.is m Félagstíðindi - mars 2001

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.