Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.03.2001, Blaðsíða 9

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.03.2001, Blaðsíða 9
Stjórn SFR Formaður: Jens Andrésson, SFR jens@sfr.bsrb.is Varaformaður: ína H. Jónasdóttir Tryggingastofnun ríkisins ina@tr.is Gjaldkeri: Birna S. Karlsdóttir Sýslumaðurinn í Reykjavík birna.karlsdottir@tmd.is Ritari: Hjálmtýr R. Baldursson Skattstofan í Reykjavík hjalmtyr.baldursson@skr.is Meðstjórnendur: Ari Thorarensen Fangelsismálastofnun arith@simnet.is Frímann Sigurnýasson Sambýlið Byggðarenda Gréta Sigurðardóttir Landspítali, Eiríksstöðum greta@rsp.is Kristrún B. Jónsdóttir Ríkisskattstjóri kristrun.b.jonsdottir@skattur.is Ólafur Hallgrímsson Listaháskóli íslands oli@lhi.is Tryggvi Þorsteinsson Flugstöð Leifs Eiríkssonar iddi@vortex.is F élagstíðindi Kjarakröfurnar lagðar fram Heimasíða SFR er á slóðinni www.sfr.bsrb.is Útgáfumál Tíu tölublöð af Félagstiðindum voru gefin út á árinu. Það er rit- nefnd SFR sem ákveður efnistök blaðsins og kom hún 19 sinnum saman á árinu. Á meðal tölublað- anna á þessu ári var sérstakt orlofs- blað, en það er í fyrsta sinn sem heilt tölublað er helgað orlofsmál- um. Ritnefnd vann undirbúnings- vinnu að endurskoðun Félagstíðinda og var niðurstaðan sú að stækka blaðið úr 8 blaðsíðum í 12, hafa þykkari og mattari pappír og prenta það í lit. Uppsetning blaðsins var endurbætt og ákveðið að hafa krossgátu, sem er nýmæli. Fastir þættir eins og félagsmaðurinn og heimsókn á vinnustað munu verða og fastir dálkar með upplýsingum frá tveimur af eftirtöldum stofnun- um; Lífeyrissjóði starfsmanna ríkis- ins, Vinnueftirliti ríksins og Trygg- ingastofnun ríkisins. Fróðleiksmol- arnir verða að sjálfsögðu áfram fast- ur liður og einnig er ætlunin að hafa auglýsingar til að vega upp á móti kostnaðarauka vegna þessara breytingar. Fyrsta blaðið með nýju útliti kom út í janúar 2001. Félags- tíðindin gegna mikilvægu hlutverki í starfi SFR og eru vettvangur fyrir skoðanaskipti félagsmanna, tilkynn- ingar, upplýsingar og annað sem snertir félagið. Sjö tölublöð af fréttabréfi trún- aðarmannsins voru gefin út á árinu. Fréttabréfið gegnir einnig mikilvægu hlutverki þar sem það tryggir upp- lýsingaflæði til trúnaðarmanna en þar birtast fréttir af fræðslumálum þeirra og fundarboðum ásamt fund- argerðum trúnaðarmannaráðs. Bæklingurinn Félagið þitt var endurskoðaður og prentaður í 3000 eintökum á fyrri hluta ársins. Þetta var þriðja útgáfa þessa bæklings, en önnur útgáfan var frá árinu 1997 og endurskoðun því orðin tímabær. Bæklingurinn er sendur öllum nýj- um félagsmönnum og eins er honum dreift á námskeiðum félagsins. Á aðalfundi SFR var lögum fé- lagsins breytt og þau því endurút- gefin á árinu. Undanfarin tvö ár hefur Þorleifur Óskarsson sagnfræðingur unnið við rannsóknir og ritun á sögu SFR. Verklok verða á árinu 2001. Heimasíða Upplýsinga- og fræðslufulltrúi SFR sér um að uppfæra heimasíðu fél- agsins eftir því sem unnt er. Vakin hefur verið athygli á heimasíðunni í Félagstíðindum, á námskeiðum og fundum og víðar, enda á ferðinni mikilvægt upplýsingatæki fyrir fél- agsmenn þar sem þeir geta t.d. fundið vinnustaðasamninga, launa- töflur og ýmis umsóknareyðublöð. Félagstfðindi - mars 2001 9

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.