Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.03.2001, Blaðsíða 17

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.03.2001, Blaðsíða 17
Skýrsla stjornar SFR 2000 Orlofsmál Aárinu 2000 var eftirspurn eftir orlofshúsum félagsins mikil eins og oftast áður. Ljóst er að fé- lagsmenn vilja eiga kost á góðu úr- vali dvalarstaða þegar þeir leggja drög að sumarorlofi sínu. Til að mæta þessu var m.a. ákveðið að taka á leigu (búð á Súðavík. íbúðin er á efri hæð í tvílyftu steinhúsi og með sérinngangi. I henni eru þrjú svefnherbergi með sex svefnstæðum, stofa, eldhús, bað og þvottahús. Almenn ánægja var með íbúðina og ákvað orlofsnefnd því að bjóða félagsmönnum þennan val- kost áfram. Um nokkurn tlma hafa verið uppi umræður um byggingu tveggja húsa í Vaðnesi, á lóðum sem félagið á þar. Frá því hefur verið horfið að sinni, en á árinu var hins vegar ákveðið að leita eftir lóðum undir tvö hús í Húsafelli. í desember var síðan undirritaður samningur við landeigendur þar um kaup á tveim- ur lóðum og skömmu síðar var und- irritaður samningur við Eirík Benediktsson, byggingarmeistara frá Borgarnesi, um smíði á tveimur hús- um. Þau verða 64m2 að grunnfleti, með 30m2 svefnlofti. Á hæðinni verða þrjú svefnherbergi með 7 svefnstæðum, stofa, baðherbergi, forstofa og eldhús. Á svefnloftinu mun síðan verða gistirými fyrir allt að 7 manns. Heitir pottar verða við húsin og vegleg verönd í kringum þau. Stefnt er að því að húsin verði tilbúin til útleigu í júlí nk. Orlofsnefnd hefur einnig kannað fleiri möguleika fyrir félagsmenn til orlofsdvalar. Þar má nefna útleigu á fellihýsum eða tjaldvögnum og mun félagsmönnum væntanlega verða boðið upp á slíkt á komandi sumri. Þá var vaxandi eftirspurn eftir gist- ingu á Eddu-hótelum og verður sá kostur áfram í boði. Á undanförnum árum hafa fél- agsmenn haft aðgang að orlofshúsi á Spáni og hefur eftirspurn eftir því aukist mjög. Því var ákveðið að bæta við öðru húsi, sem kætti sóldýrkendur mjög. Orlofshúsin í Vaðnesi eru alltaf afar vinsæl hjá félagsmönnum, jafnt sumar sem vetur. Orlofsnefnd hefur því lagt mikla áherslu á viðhald hús- anna, svo sem kostur er. Á árinu voru keypt fleiri leiktæki á svæðið og endurnýjuð gluggatjöld og sófasett í 5 húsum. Á árinu var því boðið upp á orlofshús í Vaðnesi, Munaðarnesi og Stóruskógum, á Eiðum, lllugastöð- um, Súðavík og Spáni og í íbúðun- um í Reykjavík og á Akureyri, auk gistingar á Eddu-hótelunum. Nýting þessa í heild sinni var mjög góð. Eins og áður bauð ferðanefnd BSRB síðan ýmis sérkjör til handa félagsmönnum SFR. Félagslfðindi - mars 2001 17

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.